Viltu fleiri klukkustundir? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 16. maí 2018 08:00 Við könnumst öll við hversdagslegu flækjurnar sem leynast út um allt. Við þurfum að skutlast hingað og þangað, sækja, bíða, græja, redda og bíða svo aðeins meira. Ég hef oft heyrt fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins lýsa því hvernig það upplifir svo mikið stress í Reykjavík. Ys, þys og allir á þönum - hvert sem litið er. En getur verið að þetta stress sé sjálfskipuð menningarleg afleiðing alltof flókins kerfis í kringum helstu atriði daglegs lífs okkar allra? Af hverju er skóladagur barnanna okkar ekki samfelldur? Þannig gætu öll börnin í borginni átt heildstæðan dag menntunar, frístundar og tómastunda. Hvers vegna samræmum við ekki starf leik- og grunnskóla? Þannig mætti bæta þjónustu með þarfir barna og foreldra þeirra að leiðarljósi. Af hverju eru þúsundir barna á biðlistum hjá Reykjavíkurborg? Flestir foreldrar þekkja það að eiga barn á biðlista eftir plássi á leikskóla eða í frístundaheimili. Ef við setjum þetta í samhengi við þann fjölda sem skólakerfið hefur áhrif á þá eru um 20.000 börn á leik- og grunnskólaaldri í borginni auk þeirra 4.000 einstaklinga sem starfa í skólunum. Ef aðeins er horft til barna og starfsfólks hafa skólamálin í borginni bein áhrif á 24.000 einstaklinga á hverjum tíma en þann fjölda má hæglega, að minnsta kosti, þre- eða fjórfalda ef litið er til fjölskyldna barnanna og starfsfólksins. Skipulag skólamála, uppbygging og framþróun hefur einfaldlega áhrif á tugiþúsundir fjölskyldna sem alla daga búa við óvissu, biðlista og ósamfellu sem einkennist af því að skutla og sækja - alla daga, alltaf. Þessi óreiða í daglegu lífi íbúa kallar á stress og pirring auk þess að kosta peninga. Erum við alltaf að þjóta en ekki að njóta?Við verðum að byrja á að tryggja börnunum okkar samfelldan dag og byggja svo í framhaldinu upp góða og þétta borg með öflugum og fjölbreytum samgöngum. Menntun í sínum víðasta skilningi er einfaldlega undirstaða jafnréttis, jafnra tækifæra og velferðar í samfélaginu. Við í Viðreisn viljum auka gæði og sveigjanleika í menntakerfinu og leggjum áherslu á að skóla- og frístundastarf skuli skoðað sem ein heild, út frá þörfum barnsins. Við höfum skýrar hugmyndir um hvernig megi leysa vandann og munum setja það í algjöran forgang. Við vitum að í leikskólum, skólum og á frístundaheimilum er til staðar næg fagþekking og vilji til að koma til móts við þarfir barna en það er aftur á móti stjórnsýslan sem þarf að tryggja að málefni barna séu raunverulega sett í forgang. Með því að leiðrétta laun kennara og gera staðnað kerfi sveigjanlegra gerum við leik- og grunnskólana að eftirsóttari vinnustöðum. Við þurfum að treysta fagfólki í skóla- og frístundastarfi, bæta aðbúnaðinn og minnka miðstýringu löngu staðnaðs kerfis. Lausnin liggur í forgangi, fjármagni og pólitískum vilja sem við í Viðreisn munum tryggja.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Við könnumst öll við hversdagslegu flækjurnar sem leynast út um allt. Við þurfum að skutlast hingað og þangað, sækja, bíða, græja, redda og bíða svo aðeins meira. Ég hef oft heyrt fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins lýsa því hvernig það upplifir svo mikið stress í Reykjavík. Ys, þys og allir á þönum - hvert sem litið er. En getur verið að þetta stress sé sjálfskipuð menningarleg afleiðing alltof flókins kerfis í kringum helstu atriði daglegs lífs okkar allra? Af hverju er skóladagur barnanna okkar ekki samfelldur? Þannig gætu öll börnin í borginni átt heildstæðan dag menntunar, frístundar og tómastunda. Hvers vegna samræmum við ekki starf leik- og grunnskóla? Þannig mætti bæta þjónustu með þarfir barna og foreldra þeirra að leiðarljósi. Af hverju eru þúsundir barna á biðlistum hjá Reykjavíkurborg? Flestir foreldrar þekkja það að eiga barn á biðlista eftir plássi á leikskóla eða í frístundaheimili. Ef við setjum þetta í samhengi við þann fjölda sem skólakerfið hefur áhrif á þá eru um 20.000 börn á leik- og grunnskólaaldri í borginni auk þeirra 4.000 einstaklinga sem starfa í skólunum. Ef aðeins er horft til barna og starfsfólks hafa skólamálin í borginni bein áhrif á 24.000 einstaklinga á hverjum tíma en þann fjölda má hæglega, að minnsta kosti, þre- eða fjórfalda ef litið er til fjölskyldna barnanna og starfsfólksins. Skipulag skólamála, uppbygging og framþróun hefur einfaldlega áhrif á tugiþúsundir fjölskyldna sem alla daga búa við óvissu, biðlista og ósamfellu sem einkennist af því að skutla og sækja - alla daga, alltaf. Þessi óreiða í daglegu lífi íbúa kallar á stress og pirring auk þess að kosta peninga. Erum við alltaf að þjóta en ekki að njóta?Við verðum að byrja á að tryggja börnunum okkar samfelldan dag og byggja svo í framhaldinu upp góða og þétta borg með öflugum og fjölbreytum samgöngum. Menntun í sínum víðasta skilningi er einfaldlega undirstaða jafnréttis, jafnra tækifæra og velferðar í samfélaginu. Við í Viðreisn viljum auka gæði og sveigjanleika í menntakerfinu og leggjum áherslu á að skóla- og frístundastarf skuli skoðað sem ein heild, út frá þörfum barnsins. Við höfum skýrar hugmyndir um hvernig megi leysa vandann og munum setja það í algjöran forgang. Við vitum að í leikskólum, skólum og á frístundaheimilum er til staðar næg fagþekking og vilji til að koma til móts við þarfir barna en það er aftur á móti stjórnsýslan sem þarf að tryggja að málefni barna séu raunverulega sett í forgang. Með því að leiðrétta laun kennara og gera staðnað kerfi sveigjanlegra gerum við leik- og grunnskólana að eftirsóttari vinnustöðum. Við þurfum að treysta fagfólki í skóla- og frístundastarfi, bæta aðbúnaðinn og minnka miðstýringu löngu staðnaðs kerfis. Lausnin liggur í forgangi, fjármagni og pólitískum vilja sem við í Viðreisn munum tryggja.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar