Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2018 06:22 John Bolton hefur talaði opinskátt um áhuga sinn á því að ráðast inn í Íran. Vísir/Getty Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að stunda viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. Helstu ráðgjafar Bandaríkjaforseta hafa gefið í skyn að stjórnvöld í Washington muni halda áfram að þrýsta á bandamenn sína um að fylgja sér úr samningnum. Öll fastaríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópusambandið, komu að samkomulaginu um kjarnorkuáætlun Írans sem var undirritað fyrir þremur árum. Samkvæmt því átti að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því að Íranir sýndu og sönnuðu að þeir hygðust ekki þróa kjarnavopn.Fjölmörg evrópsk stórfyrirtæki hafa gert samninga fyrir tugmilljarða bandaríkjadala í Íran frá því að viðskiptaþvingununum var aflétt árið 2015. Má þar meðal annars nefna flugvélaframleiðandann Airbus, olíurisann Total og bílaframleiðendurna Renault, Peugeot og Volkswagen. John Bolton, helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í öryggismálum, áætlaði í samtali við bandaríska fjölmiðla í gærkvöld að Evrópumenn muni „fljótlega átta sig á því að það er þeim fyrir bestu að fylgja okkur.“Sjá einnig: Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við ÍranAðspurður hvort að orð hans þýddu að ríkisstjórn Trump íhugaði að setja viðskiptaþvinganir á þessi evrópsku fyrirtæki svaraði Bolton: „Það er mögulegt. Það ræðst af framgöngu annarra stjórnvalda.“ Viðskiptaþvinganirnar sem Bandaríkin settu á Íran eftir að þau sögðu sig úr kjarnorkusamningnum í síðustu viku eru víðtækar. Til að mynda geta bandarísk fyrirtæki ekki lengur stundað viðskipti í Íran og þá hefur þarlendum fyrirtækjum verið meinaður aðgangur að gjörvöllu fjármálakerfi Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrann Mike Pompeo sagði að sama skapi í samtali við fjölmiðla í gær að kjarnorkusamningurinn hafi gert Írönum kleift að fjármagna „hættulega starfsemi“ sína á undanförnum árum. Það er sama orðalag og Steve Mnuchin fjármálaráðherra notaði þegar hann kynnti nýju viðskiptaþvinganirnar á föstudag. Pompeo, rétt eins og Bolton, neitaði að útiloka viðskiptaþvinganir gegn evrópskum fyrirtækjum. Leiðtogar í Evrópu hafa gagnrýnt útgöngu Bandaríkjanna úr samningnum harðlega á síðustu dögum og hafa jafnframt heitið því að standa við skuldbindingar sínar. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að stunda viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. Helstu ráðgjafar Bandaríkjaforseta hafa gefið í skyn að stjórnvöld í Washington muni halda áfram að þrýsta á bandamenn sína um að fylgja sér úr samningnum. Öll fastaríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópusambandið, komu að samkomulaginu um kjarnorkuáætlun Írans sem var undirritað fyrir þremur árum. Samkvæmt því átti að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því að Íranir sýndu og sönnuðu að þeir hygðust ekki þróa kjarnavopn.Fjölmörg evrópsk stórfyrirtæki hafa gert samninga fyrir tugmilljarða bandaríkjadala í Íran frá því að viðskiptaþvingununum var aflétt árið 2015. Má þar meðal annars nefna flugvélaframleiðandann Airbus, olíurisann Total og bílaframleiðendurna Renault, Peugeot og Volkswagen. John Bolton, helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í öryggismálum, áætlaði í samtali við bandaríska fjölmiðla í gærkvöld að Evrópumenn muni „fljótlega átta sig á því að það er þeim fyrir bestu að fylgja okkur.“Sjá einnig: Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við ÍranAðspurður hvort að orð hans þýddu að ríkisstjórn Trump íhugaði að setja viðskiptaþvinganir á þessi evrópsku fyrirtæki svaraði Bolton: „Það er mögulegt. Það ræðst af framgöngu annarra stjórnvalda.“ Viðskiptaþvinganirnar sem Bandaríkin settu á Íran eftir að þau sögðu sig úr kjarnorkusamningnum í síðustu viku eru víðtækar. Til að mynda geta bandarísk fyrirtæki ekki lengur stundað viðskipti í Íran og þá hefur þarlendum fyrirtækjum verið meinaður aðgangur að gjörvöllu fjármálakerfi Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrann Mike Pompeo sagði að sama skapi í samtali við fjölmiðla í gær að kjarnorkusamningurinn hafi gert Írönum kleift að fjármagna „hættulega starfsemi“ sína á undanförnum árum. Það er sama orðalag og Steve Mnuchin fjármálaráðherra notaði þegar hann kynnti nýju viðskiptaþvinganirnar á föstudag. Pompeo, rétt eins og Bolton, neitaði að útiloka viðskiptaþvinganir gegn evrópskum fyrirtækjum. Leiðtogar í Evrópu hafa gagnrýnt útgöngu Bandaríkjanna úr samningnum harðlega á síðustu dögum og hafa jafnframt heitið því að standa við skuldbindingar sínar.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29
Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06
Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent