Tómatsósa og smjörlíki Kolbrún Baldursdóttir skrifar 11. maí 2018 11:39 „Einstæð móðir vann tvöfalda vinnu til að geta séð börnum sínum farborða. Suma daga mátti einungis finna tómatsósu og smjörlíki í ísskáp fjölskyldunnar. Hátíðarmaturinn var pottur af hrísgrjónum.“ Einhver myndi kannski segja að slík fátækt finnist ekki á Íslandi í dag en svona er nefnilega tilvera margra íslenskra fjölskyldna. Flokkur fólksins býður nú fram í Reykjavík í fyrsta sinn. Í stefnuskrá hans er lögð höfuðáhersla á fjölskylduna sem byggir borgina og að allar fjölskyldur hafi öruggt húsaskjól og nóg að bíta og brenna. Öllum, þ.á.m. börnum, öryrkjum sem og eldri borgurum skal boðið upp á meira en hrísgrjón, tómatsósu og smjörlíki eða malt og lýsi eins og dæmi eru um. Í aðdraganda síðustu kosninga lofaði Samfylkingin að byggja 3000 íbúðir. Þetta loforð hefur ekki verið efnt. Biðlistar þeirra sem sótt hafa um félaglegt húsnæði eru lengri en fyrir fjórum árum. Einstætt foreldri með 300.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur sem leigir íbúð á 200.000 kr. á mánuði líður skort á öllum öðrum sviðum. Þessi fjölskylda á oft ekki fyrir mat. Flokkur fólksins vill ganga til samstarfs við ríkið og umfram allt lífeyrissjóðina en hjá þeim liggja peningar fólksins. Þá á að nota til að byggja íbúðir þannig að nægt framboð verði til staðar svo húsnæðismarkaðurinn komist í eðlilegt horf. Til þess að þetta megi verða þarf vissulega lagabreytingu. Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég hitt mörg börn sem líða skort. Þessi börn fara ekki varhluta af áhyggjum foreldra sinna. Fátæk börn bera sig saman við börn sem búa við betri kjör. Skilningur þeirra á erfiðleikunum byggist vissulega á þroska og aldri. Mörg spyrja af hverju eru foreldrar mínir fátækir? Mismunun og ójöfnuður laða iðulega fram tilfinningu vanmáttar og óöryggis hjá ungum börnum. Það hefur áhrif á sjálfsmat og sjálfsvirðingu barns að hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn. Þau upplifa sig á jaðrinum meðal jafningja og tekst oft ekki að samlagast jafnöldrum sínum. Tilvik eru um að fátækum börnum sé hreinlega hafnað og þeim strítt vegna fátæktar sinnar. Ég þekki af eigin raun tilfinningu vanmáttar, minnimáttarkenndar og óöryggis við það að búa við bágbornar aðstæður sem barn. Flokkur fólksins líður ekki að börn skuli þurfa að lifa í fátækt Í Reykjavík og setur málefni fjölskyldunnar efst á forgangslista sinn í komandi kosningum 26. maí. Þak yfir öll höfuð og matur á diska skal það vera. Sé grunnþörfum einstaklings ekki sinnt er varla mikils að njóta. Fólkið fyrst! Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
„Einstæð móðir vann tvöfalda vinnu til að geta séð börnum sínum farborða. Suma daga mátti einungis finna tómatsósu og smjörlíki í ísskáp fjölskyldunnar. Hátíðarmaturinn var pottur af hrísgrjónum.“ Einhver myndi kannski segja að slík fátækt finnist ekki á Íslandi í dag en svona er nefnilega tilvera margra íslenskra fjölskyldna. Flokkur fólksins býður nú fram í Reykjavík í fyrsta sinn. Í stefnuskrá hans er lögð höfuðáhersla á fjölskylduna sem byggir borgina og að allar fjölskyldur hafi öruggt húsaskjól og nóg að bíta og brenna. Öllum, þ.á.m. börnum, öryrkjum sem og eldri borgurum skal boðið upp á meira en hrísgrjón, tómatsósu og smjörlíki eða malt og lýsi eins og dæmi eru um. Í aðdraganda síðustu kosninga lofaði Samfylkingin að byggja 3000 íbúðir. Þetta loforð hefur ekki verið efnt. Biðlistar þeirra sem sótt hafa um félaglegt húsnæði eru lengri en fyrir fjórum árum. Einstætt foreldri með 300.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur sem leigir íbúð á 200.000 kr. á mánuði líður skort á öllum öðrum sviðum. Þessi fjölskylda á oft ekki fyrir mat. Flokkur fólksins vill ganga til samstarfs við ríkið og umfram allt lífeyrissjóðina en hjá þeim liggja peningar fólksins. Þá á að nota til að byggja íbúðir þannig að nægt framboð verði til staðar svo húsnæðismarkaðurinn komist í eðlilegt horf. Til þess að þetta megi verða þarf vissulega lagabreytingu. Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég hitt mörg börn sem líða skort. Þessi börn fara ekki varhluta af áhyggjum foreldra sinna. Fátæk börn bera sig saman við börn sem búa við betri kjör. Skilningur þeirra á erfiðleikunum byggist vissulega á þroska og aldri. Mörg spyrja af hverju eru foreldrar mínir fátækir? Mismunun og ójöfnuður laða iðulega fram tilfinningu vanmáttar og óöryggis hjá ungum börnum. Það hefur áhrif á sjálfsmat og sjálfsvirðingu barns að hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn. Þau upplifa sig á jaðrinum meðal jafningja og tekst oft ekki að samlagast jafnöldrum sínum. Tilvik eru um að fátækum börnum sé hreinlega hafnað og þeim strítt vegna fátæktar sinnar. Ég þekki af eigin raun tilfinningu vanmáttar, minnimáttarkenndar og óöryggis við það að búa við bágbornar aðstæður sem barn. Flokkur fólksins líður ekki að börn skuli þurfa að lifa í fátækt Í Reykjavík og setur málefni fjölskyldunnar efst á forgangslista sinn í komandi kosningum 26. maí. Þak yfir öll höfuð og matur á diska skal það vera. Sé grunnþörfum einstaklings ekki sinnt er varla mikils að njóta. Fólkið fyrst! Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar