Val verður vald þegar þú bætir við D-i Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 11. maí 2018 11:37 Valið er ein af meginstoðum í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Frelsið til að velja. Það er hlutverk okkar sem erum í stjórnmálum að veita einstaklingum tækifæri til þess að velja, velja það sem þeim hentar best. Við eigum að geta valið hvar við búum, hvernig við ferðumst á milli staða, hvar við göngum í skóla eða leitum eftir læknisþjónustu rétt eins og við veljum hverju við klæðumst og hvar við verslum. Valið færir valdið til fólksins og í því felst hið raunverulega lýðræði. Þegar við bjóðum upp á ólíka valkosti, með valinu, færist valdið til einstaklinganna. Það hlýtur því að vera verkefni stjórnmálanna að auka val fólksins. Ég hef stundum velt þessu fyrir mér í umræðunni um lýðræði. Það er mikilvægt að við aukum íbúalýðræði en það er til lítils að halda ógrynni samráðsfunda og íbúaþinga, eða opna vefsvæði, ef fólk getur svo ekki valið um fjölbreytta valkosti, hvort sem er í dagvistun, skólum, tómstundum, heilbrigðismálum eða annarri þjónustu.Samkeppni eykur gæði Samkeppni í hvaða mynd sem hún er hreyfir við kerfinu. Þegar ekki eru einstaklingar eða verkefni í áskrift, heldur valkostir og möguleikar á að leita annað, þá aukum við metnaðinn og um leið gæðin. Það má ekki vanmeta mikilvægi ólíkra valkosta og frelsið til að velja. Við megum aldrei gleyma því fyrir hverja þjónustan er, að kerfið er til fyrir fólkið en fólkið ekki fyrir kerfið. Í Garðabæ höfum við lagt áherslu einmitt á þetta. Fjölbreytni og ólíka valkosti og þar vegur valið í skólamálum þyngst. Þetta skiptir máli. Í Garðabæ höfum við líka lagt áherslu á lága skatta. Og þrátt fyrir allt tal um að lægri sköttum fylgi minni þjónusta er þjónustan góð í Garðabæ. Það góð að íbúar í Garðabæ eru ánægðastir allra með þjónustu í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Í mínum huga er ekki minnsti vafi á því að þetta grunnstef í stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur sjaldan átt eins vel við og einmitt nú. Við eigum að lækka skatta, efla atvinnulífið og auka valkostir fyrir fjölskyldur í landinu.Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar og skipar 1.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Valið er ein af meginstoðum í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Frelsið til að velja. Það er hlutverk okkar sem erum í stjórnmálum að veita einstaklingum tækifæri til þess að velja, velja það sem þeim hentar best. Við eigum að geta valið hvar við búum, hvernig við ferðumst á milli staða, hvar við göngum í skóla eða leitum eftir læknisþjónustu rétt eins og við veljum hverju við klæðumst og hvar við verslum. Valið færir valdið til fólksins og í því felst hið raunverulega lýðræði. Þegar við bjóðum upp á ólíka valkosti, með valinu, færist valdið til einstaklinganna. Það hlýtur því að vera verkefni stjórnmálanna að auka val fólksins. Ég hef stundum velt þessu fyrir mér í umræðunni um lýðræði. Það er mikilvægt að við aukum íbúalýðræði en það er til lítils að halda ógrynni samráðsfunda og íbúaþinga, eða opna vefsvæði, ef fólk getur svo ekki valið um fjölbreytta valkosti, hvort sem er í dagvistun, skólum, tómstundum, heilbrigðismálum eða annarri þjónustu.Samkeppni eykur gæði Samkeppni í hvaða mynd sem hún er hreyfir við kerfinu. Þegar ekki eru einstaklingar eða verkefni í áskrift, heldur valkostir og möguleikar á að leita annað, þá aukum við metnaðinn og um leið gæðin. Það má ekki vanmeta mikilvægi ólíkra valkosta og frelsið til að velja. Við megum aldrei gleyma því fyrir hverja þjónustan er, að kerfið er til fyrir fólkið en fólkið ekki fyrir kerfið. Í Garðabæ höfum við lagt áherslu einmitt á þetta. Fjölbreytni og ólíka valkosti og þar vegur valið í skólamálum þyngst. Þetta skiptir máli. Í Garðabæ höfum við líka lagt áherslu á lága skatta. Og þrátt fyrir allt tal um að lægri sköttum fylgi minni þjónusta er þjónustan góð í Garðabæ. Það góð að íbúar í Garðabæ eru ánægðastir allra með þjónustu í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Í mínum huga er ekki minnsti vafi á því að þetta grunnstef í stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur sjaldan átt eins vel við og einmitt nú. Við eigum að lækka skatta, efla atvinnulífið og auka valkostir fyrir fjölskyldur í landinu.Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar og skipar 1.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar