Mikilvægustu tækifæri Hörpu Gunnar Guðjónsson skrifar 10. maí 2018 10:30 Í framhaldi af grein minni „Til hagsmunaaðila Hörpu“ sem birt var sl. nóvember og nú nýafstaðins aðalfundar Hörpu vil ég útskýra nánar mikilvægi þeirra tækifæra sem felast í markvissri dagskrárgerð og verkefnastýringu. Fyrir utan baráttuna við að halda utan um reksturinn þá er tilvistargrundvöllur tónleikahúss (listrænn sem og rekstrarlegur) tónleikar, tónleikaraðir og hátíðir með flytjendum í hæsta mögulega gæðaflokki en jafnframt með sjálfbæru sniði. Ef til vill er það þvert á almennar hugmyndir en í raun er það óeðlilegt þegar slíkir viðburðir bera ekki sterka afkomu sem notuð er til þess að styðja við stórviðburði og/eða almenna reksturinn. Slík kjarnastarfsemi mótar einnig helstu viðmiðunarmörk rekstursins og stöðu hússins gagnvart hagsmunaaðilum. Skilyrðin fyrir öflugri kjarnastarfsemi í Hörpu eru með besta móti. Listamenn hrósa heimsklassa hljómburði Eldborgar, 86% þjóðarinnar hafa heimsótt húsið, starfsemi t.d. Sinfóníunnar bendir til þess að þolmörk markaðarins séu ekkert að gera vart við sig og húsið sjálft er einfaldlega flott! En þessi starfsemi er ný hér á landi og ekki er hægt að bera hana saman við aðrar greinar og/eða „hype“-markaðsstefnu sem við þekkjum helst frá stórborgum eins og London eða New York (enda hefur hún heldur ekki sannað sig þar). Langtímamarkmið eins og miðlun náinna tengsla við listformið sjálft og markviss þróun hóps af kjarna áhorfenda eru undirstöður fyrirsjáanleika og velgengni á þessu sviði. Fjögur skref þarf að taka til að koma þessu af stað. Helstu aðstandendur klassískra tónleika þurfa að fara í djúpa sjálfsskoðun á eigin styrk- og veikleikum. Þessir aðilar þurfa jafnframt að sjá til þess að samskiptin sín á milli séu mjög góð. Þar með geta þeir betur skilgreint hlutverk hvers og eins en einnig séð betur hvar vantar almennt upp á þekkingu og reynslu. Þá fyrst er hægt að finna viðeigandi lausnir til þess að styrkja verkefnastýringu og samningsstöðu allra. Augljóslega væri Harpa best til þess fallin að halda utan um yfirsýn á markaðnum, að vera samræmingaraðili og að fylla upp í það sem fer út fyrir hlutverk og/eða getu annarra. Að sauma þessa þræði saman er mjög fíngerð og tímafrek vinna sem alltaf krefst mikillar langtímaskipulagningar og góðra samskipta innanhúss, sem og við aðra tónleikahaldara og alþjóðlega markaðinn. Púslin í þessu spili eru því bæði örsmá og risastór. Oftast er það til dæmis þannig að tónleikahús einbeita sér að ákveðinni sérstöðu. Elbphilharmonie Hamburg er nokkurs konar „borgartorg“ með tengingu við hótel, veitingastaði og gjafabúðir og hefur samstarf við fjölbreytta tónleikahaldara, Musikverein í Vín hefur gyllta salinn sem við þekkjum frá nýárstónleikunum í sjónvarpinu og bæði Vínar og Berlínar Konzerthaus hafa lýðræðislega og nútímalega dagskrárgerð. Harpa hefur mikla möguleika til þess að ala betur á öllum slíkum atriðum. Þó svo að klassíska tónlistin sé oftast aðalatriði tónleikahúss af þessu tagi þá er margt í hinni miklu flóru íslensku tónlistarsenunnar sem bendir til þess að slík nálgun að tónleikahaldi gæti boðið upp á spennandi og áður óþekkta möguleika á öðrum sviðum tónlistarheimsins. En hvað sem það varðar þá verður erfiðara að koma sterkum kjarna á beina braut eftir því sem tíminn líður. Klassíkin t.d. skipuleggur sig 2-6 ár fyrirfram og því er nauðsynlegt að ganga í þetta verkefni tafarlaust, ekki síst til þess að gæta að alþjóðlegu orðspori þessa glæsilega húss þegar kemur að tónleikahaldi. Það eru forréttindi að eiga Hörpu og aðstaðan er að öllu leyti metnaðarfull til þess að bera sterkan kjarna af eigin viðburðum og vera þar með aflið á bak við uppsprettu tónlistarlífsins. Höfundur hefur starfað í klassíska tónlistarheiminum í Vín sl. 7 ár, þar á meðal sem verkefnastjóri í Wiener Konzerthaus við tónleikahald og uppsetningu gæðastjórnunarkerfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í framhaldi af grein minni „Til hagsmunaaðila Hörpu“ sem birt var sl. nóvember og nú nýafstaðins aðalfundar Hörpu vil ég útskýra nánar mikilvægi þeirra tækifæra sem felast í markvissri dagskrárgerð og verkefnastýringu. Fyrir utan baráttuna við að halda utan um reksturinn þá er tilvistargrundvöllur tónleikahúss (listrænn sem og rekstrarlegur) tónleikar, tónleikaraðir og hátíðir með flytjendum í hæsta mögulega gæðaflokki en jafnframt með sjálfbæru sniði. Ef til vill er það þvert á almennar hugmyndir en í raun er það óeðlilegt þegar slíkir viðburðir bera ekki sterka afkomu sem notuð er til þess að styðja við stórviðburði og/eða almenna reksturinn. Slík kjarnastarfsemi mótar einnig helstu viðmiðunarmörk rekstursins og stöðu hússins gagnvart hagsmunaaðilum. Skilyrðin fyrir öflugri kjarnastarfsemi í Hörpu eru með besta móti. Listamenn hrósa heimsklassa hljómburði Eldborgar, 86% þjóðarinnar hafa heimsótt húsið, starfsemi t.d. Sinfóníunnar bendir til þess að þolmörk markaðarins séu ekkert að gera vart við sig og húsið sjálft er einfaldlega flott! En þessi starfsemi er ný hér á landi og ekki er hægt að bera hana saman við aðrar greinar og/eða „hype“-markaðsstefnu sem við þekkjum helst frá stórborgum eins og London eða New York (enda hefur hún heldur ekki sannað sig þar). Langtímamarkmið eins og miðlun náinna tengsla við listformið sjálft og markviss þróun hóps af kjarna áhorfenda eru undirstöður fyrirsjáanleika og velgengni á þessu sviði. Fjögur skref þarf að taka til að koma þessu af stað. Helstu aðstandendur klassískra tónleika þurfa að fara í djúpa sjálfsskoðun á eigin styrk- og veikleikum. Þessir aðilar þurfa jafnframt að sjá til þess að samskiptin sín á milli séu mjög góð. Þar með geta þeir betur skilgreint hlutverk hvers og eins en einnig séð betur hvar vantar almennt upp á þekkingu og reynslu. Þá fyrst er hægt að finna viðeigandi lausnir til þess að styrkja verkefnastýringu og samningsstöðu allra. Augljóslega væri Harpa best til þess fallin að halda utan um yfirsýn á markaðnum, að vera samræmingaraðili og að fylla upp í það sem fer út fyrir hlutverk og/eða getu annarra. Að sauma þessa þræði saman er mjög fíngerð og tímafrek vinna sem alltaf krefst mikillar langtímaskipulagningar og góðra samskipta innanhúss, sem og við aðra tónleikahaldara og alþjóðlega markaðinn. Púslin í þessu spili eru því bæði örsmá og risastór. Oftast er það til dæmis þannig að tónleikahús einbeita sér að ákveðinni sérstöðu. Elbphilharmonie Hamburg er nokkurs konar „borgartorg“ með tengingu við hótel, veitingastaði og gjafabúðir og hefur samstarf við fjölbreytta tónleikahaldara, Musikverein í Vín hefur gyllta salinn sem við þekkjum frá nýárstónleikunum í sjónvarpinu og bæði Vínar og Berlínar Konzerthaus hafa lýðræðislega og nútímalega dagskrárgerð. Harpa hefur mikla möguleika til þess að ala betur á öllum slíkum atriðum. Þó svo að klassíska tónlistin sé oftast aðalatriði tónleikahúss af þessu tagi þá er margt í hinni miklu flóru íslensku tónlistarsenunnar sem bendir til þess að slík nálgun að tónleikahaldi gæti boðið upp á spennandi og áður óþekkta möguleika á öðrum sviðum tónlistarheimsins. En hvað sem það varðar þá verður erfiðara að koma sterkum kjarna á beina braut eftir því sem tíminn líður. Klassíkin t.d. skipuleggur sig 2-6 ár fyrirfram og því er nauðsynlegt að ganga í þetta verkefni tafarlaust, ekki síst til þess að gæta að alþjóðlegu orðspori þessa glæsilega húss þegar kemur að tónleikahaldi. Það eru forréttindi að eiga Hörpu og aðstaðan er að öllu leyti metnaðarfull til þess að bera sterkan kjarna af eigin viðburðum og vera þar með aflið á bak við uppsprettu tónlistarlífsins. Höfundur hefur starfað í klassíska tónlistarheiminum í Vín sl. 7 ár, þar á meðal sem verkefnastjóri í Wiener Konzerthaus við tónleikahald og uppsetningu gæðastjórnunarkerfis.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun