Netflix stærra en Disney Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. maí 2018 12:14 125 milljón notendur Netflix horfa á 140 milljón klukkustundir af efni á hverjum degi Vísir/Getty Netflix var um tíma í gær verðmætasta fjölmiðlafyrirtæki heims og skaust fram úr Disney sem áður vermdi fyrsta sætið. Markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði um tvö prósent á hlutabréfamörkuðum fyrri part dags en lækkaði síðan síðdegis sem gaf Disney aftur naumt forskot. Fyrirtækin eru hvort um sig metin á rúma sextán þúsund milljarða íslenskra króna eða hundrað fimmtíu og þrjá milljarða dollara. Netflix var stofnað árið 1997 sem vídeóleiga á netinu. Í dag eru skráðir notendur 125 milljónir í öllum löndum heims. Markaðsvirði fyrirtækisins hefur tvöfaldast á undanförnu ári, ekki síst vegna metnaðarfullra áforma í dagskrárgerð. Netflix hefur meðal annars samið við Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og eiginkonu hans Michelle um framleiðslu sjónvarpsþátta. Disney Netflix Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Netflix var um tíma í gær verðmætasta fjölmiðlafyrirtæki heims og skaust fram úr Disney sem áður vermdi fyrsta sætið. Markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði um tvö prósent á hlutabréfamörkuðum fyrri part dags en lækkaði síðan síðdegis sem gaf Disney aftur naumt forskot. Fyrirtækin eru hvort um sig metin á rúma sextán þúsund milljarða íslenskra króna eða hundrað fimmtíu og þrjá milljarða dollara. Netflix var stofnað árið 1997 sem vídeóleiga á netinu. Í dag eru skráðir notendur 125 milljónir í öllum löndum heims. Markaðsvirði fyrirtækisins hefur tvöfaldast á undanförnu ári, ekki síst vegna metnaðarfullra áforma í dagskrárgerð. Netflix hefur meðal annars samið við Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og eiginkonu hans Michelle um framleiðslu sjónvarpsþátta.
Disney Netflix Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira