Heildstæð orkutenging á Norðurlandi strax Sigmundur Einar Ófeigsson skrifar 25. maí 2018 07:00 Eitt stærsta hagsmunamál Eyfirðinga er raforkuöryggi. Það er óþolandi staðreynd að Akureyri og Eyjafjörður allur skuli búa við raforkuskort þrátt fyrir að næg orka sé til í landinu. Áralöng barátta fyrir úrbótum hefur litlu skilað og hafa fyrirtæki og sveitarfélög þurft að koma sér upp varaafli með dísilvélum og olíukötlum sem er algjörlega úr takti við baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Orkuskorturinn hamlar uppbyggingu atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu og á hún sér enga framtíð við þessi skilyrði enda samkeppnishæfni svæðisins skert.Norðurland 1.100 MW samtengt orkusvæði Hugmyndin um uppbyggingu byggðalínunnar frá Fljótsdalsstöð að Blöndustöð á Norðurlandi er stórtæk en vel framkvæmanleg. Það er gríðarlega stórt hagsmunamál fyrir Eyjafjörð og í raun Norðurland allt að strax verði hafist handa við að byggja nýja 220 kílóvatta byggðalínu frá Fljótsdalsstöð að Blöndustöð. Þetta eru línurnar Kröflulína 3 sem liggur frá Fljótsdalsstöð að Kröflu, Hólasandslína 3 sem liggur frá Kröflu að Rangárvöllum og Blöndulína 3 sem liggur frá Rangárvöllum að Blöndustöð. Innviðauppbygging sem þessi myndi gera Norðurland að heildstæðu öflugu orkukerfi með um 1.100 megavatta framleiðslu. Ef samtenging raforkukerfisins á Norðurlandi, sem er í raun enduruppbygging byggðalínunnar, verður að raunveruleika mun raforkuöryggi stóraukast og næg orka verður á svæðinu til orkuskipta og framtíðar atvinnuuppbyggingar. Íslendingar eiga að styrkja innviði samfélagsins með öruggu og nútímalegu raforkuflutningskerfi. Stórátak þarf við uppbyggingu og viðhald innviða og við þurfum að forgangsraða í þágu slíkrar uppbyggingar. Áratugagamlir innviðir skapa óöryggi Byggðalínukerfið sem flytur raforku milli landshluta er orðið áratugagamalt og komið að þanmörkum. Flutningsgetan er einungis 100 megavött sem er aðeins lítill hluti af þeim 2.757 megavöttum sem er uppsett afl í landinu, eða 4%. Kerfið getur ekki lengur afhent næga orku með öruggum hætti eða tekið við nýrri orku og því ekkert svigrúm fyrir aukna rafmagnsnotkun. Óöryggið verður meira og meira eftir því sem árin líða. Vandamálið tengist ekki eingöngu Eyjafirði heldur stefnir í orkuskort víða um land á komandi áratugum við óbreytt ástand. Stórátak þarf í innviðauppbyggingu Álag á byggðalínuna hefur vaxið samfara aukinni raforkunotkun og er nú svo komið að línan er fullnýtt. Virkjanir landsins geta framleitt meiri orku en veikt flutningskerfi takmarkar framleiðsluna með þeim afleiðingum að orka tapast, hún kemst ekki til raforkunotenda. Það samræmist ekki markmiðinu á bak við raforkulögin um frjáls viðskipti með raforku ef ekki er hægt að flytja raforkuna á milli svæða. Í mörg ár hefur legið ljóst fyrir að fara þurfi í stórátak til styrkingar raforkuflutningakerfisins, sambærilegt og átti sér stað við gerð byggðalínunnar fyrir rúmlega 40 árum. Um það eru allir sammála en lítið sem ekkert hefur þokast í þeim málum vegna þess að menn eru ekki sammála um hvernig það skuli gert. Pólitískan vilja og kjark skortir. Á meðan versnar ástandið ár frá ári og dýrmætur tími fer til spillis því framkvæmdatíminn er langur.Höfundur er framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta hagsmunamál Eyfirðinga er raforkuöryggi. Það er óþolandi staðreynd að Akureyri og Eyjafjörður allur skuli búa við raforkuskort þrátt fyrir að næg orka sé til í landinu. Áralöng barátta fyrir úrbótum hefur litlu skilað og hafa fyrirtæki og sveitarfélög þurft að koma sér upp varaafli með dísilvélum og olíukötlum sem er algjörlega úr takti við baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Orkuskorturinn hamlar uppbyggingu atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu og á hún sér enga framtíð við þessi skilyrði enda samkeppnishæfni svæðisins skert.Norðurland 1.100 MW samtengt orkusvæði Hugmyndin um uppbyggingu byggðalínunnar frá Fljótsdalsstöð að Blöndustöð á Norðurlandi er stórtæk en vel framkvæmanleg. Það er gríðarlega stórt hagsmunamál fyrir Eyjafjörð og í raun Norðurland allt að strax verði hafist handa við að byggja nýja 220 kílóvatta byggðalínu frá Fljótsdalsstöð að Blöndustöð. Þetta eru línurnar Kröflulína 3 sem liggur frá Fljótsdalsstöð að Kröflu, Hólasandslína 3 sem liggur frá Kröflu að Rangárvöllum og Blöndulína 3 sem liggur frá Rangárvöllum að Blöndustöð. Innviðauppbygging sem þessi myndi gera Norðurland að heildstæðu öflugu orkukerfi með um 1.100 megavatta framleiðslu. Ef samtenging raforkukerfisins á Norðurlandi, sem er í raun enduruppbygging byggðalínunnar, verður að raunveruleika mun raforkuöryggi stóraukast og næg orka verður á svæðinu til orkuskipta og framtíðar atvinnuuppbyggingar. Íslendingar eiga að styrkja innviði samfélagsins með öruggu og nútímalegu raforkuflutningskerfi. Stórátak þarf við uppbyggingu og viðhald innviða og við þurfum að forgangsraða í þágu slíkrar uppbyggingar. Áratugagamlir innviðir skapa óöryggi Byggðalínukerfið sem flytur raforku milli landshluta er orðið áratugagamalt og komið að þanmörkum. Flutningsgetan er einungis 100 megavött sem er aðeins lítill hluti af þeim 2.757 megavöttum sem er uppsett afl í landinu, eða 4%. Kerfið getur ekki lengur afhent næga orku með öruggum hætti eða tekið við nýrri orku og því ekkert svigrúm fyrir aukna rafmagnsnotkun. Óöryggið verður meira og meira eftir því sem árin líða. Vandamálið tengist ekki eingöngu Eyjafirði heldur stefnir í orkuskort víða um land á komandi áratugum við óbreytt ástand. Stórátak þarf í innviðauppbyggingu Álag á byggðalínuna hefur vaxið samfara aukinni raforkunotkun og er nú svo komið að línan er fullnýtt. Virkjanir landsins geta framleitt meiri orku en veikt flutningskerfi takmarkar framleiðsluna með þeim afleiðingum að orka tapast, hún kemst ekki til raforkunotenda. Það samræmist ekki markmiðinu á bak við raforkulögin um frjáls viðskipti með raforku ef ekki er hægt að flytja raforkuna á milli svæða. Í mörg ár hefur legið ljóst fyrir að fara þurfi í stórátak til styrkingar raforkuflutningakerfisins, sambærilegt og átti sér stað við gerð byggðalínunnar fyrir rúmlega 40 árum. Um það eru allir sammála en lítið sem ekkert hefur þokast í þeim málum vegna þess að menn eru ekki sammála um hvernig það skuli gert. Pólitískan vilja og kjark skortir. Á meðan versnar ástandið ár frá ári og dýrmætur tími fer til spillis því framkvæmdatíminn er langur.Höfundur er framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun