Sálfræðing í hvern skóla Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. maí 2018 10:30 Sálfræðiþjónusta við börn í skólum er einn af þeim málaflokkum sem hefur verið vanræktur hjá borgarmeirihlutanum árum saman. Nú sinnir hver sálfræðingur jafnvel þremur skólum. Nærtækasta dæmið er úr Breiðholti en í Breiðholti eru 17 leik- og grunnskólar en aðeins 5 stöðugildi sálfræðinga. Mikið álag er á sálfræðingum þjónustumiðstöðva og erfitt fyrir þá að vera til taks fyrir börnin, kennarana og foreldrana. Í starfi mínu sem sálfræðingur á heilsugæslu í Breiðholti hafa komið til mín foreldrar sem segja að enginn sálfræðingur sé í grunnskóla barna þeirra, í það minnsta hafa þeir ekki heyrt af slíkum. Flokkur fólksins vill að sérhver skóli hafi sinn sálfræðing. Við munum ekki hætta fyrr en því markmiði er náð fái Flokkur fólksins kjörgengi í kosningunum næstkomandi laugardag. Viðunandi fyrirkomulag er að einn sálfræðingur í fullu starfi sinni að hámarki einum grunnskóla og einum leikskóla.En hvert er hlutverk skólasálfræðings? Hlutverk skólasálfræðings felst í greiningu á vanda barna, ráðgjöf til foreldra og starfsfólks og stuðningsviðtölum við börn. Algengast er að börnum sé vísað til skólasálfræðings vegna vanlíðunar s.s. kvíða, depurðar eða gruns um athyglisbrest og/eða ofvirkni, hegðunarvanda eða þroskaskerðingar. Hlutverk sálfræðinga í skóla er einnig að vinna við hlið kennara og styðja foreldra í tilfellum barna sem glíma við hegðunar- og tilfinningavanda. Eins og sjá má er hlutverk skólasálfræðings yfirgripsmikið og er vísað til nánari upplýsinga í Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla. Ef þú hefur ekki séð sálfræðinginn í skóla barnsins þíns er það vegna þess að hann annar ekki að sinna starfi sínu sem skyldi. Þegar kemur að börnunum á ekki að spara eða skera niður eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Borgin hefur vel ráð á að sjá til þess að börn, foreldrar og kennarar hafi fullnægjandi aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum. Flokkur fólksins vill velta við hverjum steini til að fjármagna megi strax þá aðgerð að ráða fleiri sálfræðinga í skóla. Með því að sameina nefndir sem nú telja um 400 og draga úr ferðakostnaði er hægt að veita fjárhagslegt svigrúm sem nota má til að ráða fleiri sálfræðinga í skóla í haust. Bið eftir þjónustu fagaðila fyrir barn getur haft alvarlegar afleiðingar. Börnum í vanlíðan sem ekki er sinnt eru oft búin að missa sjálfstraust, jafnvel farin að stunda sjálfskaða, neita að fara í skólann og dæmi eru um að börn tali um að þau vilji ekki lifa lengur. Flokkur fólksins líður ekki að börn sem þarfnast aðstoðar séu látin bíða og líða sálarkvalir af því að borgin telur sig ekki hafa efni á að sinna þeim með fullnægjandi hætti. Gleymum ekki að börnin eru framtíðin!Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Sálfræðiþjónusta við börn í skólum er einn af þeim málaflokkum sem hefur verið vanræktur hjá borgarmeirihlutanum árum saman. Nú sinnir hver sálfræðingur jafnvel þremur skólum. Nærtækasta dæmið er úr Breiðholti en í Breiðholti eru 17 leik- og grunnskólar en aðeins 5 stöðugildi sálfræðinga. Mikið álag er á sálfræðingum þjónustumiðstöðva og erfitt fyrir þá að vera til taks fyrir börnin, kennarana og foreldrana. Í starfi mínu sem sálfræðingur á heilsugæslu í Breiðholti hafa komið til mín foreldrar sem segja að enginn sálfræðingur sé í grunnskóla barna þeirra, í það minnsta hafa þeir ekki heyrt af slíkum. Flokkur fólksins vill að sérhver skóli hafi sinn sálfræðing. Við munum ekki hætta fyrr en því markmiði er náð fái Flokkur fólksins kjörgengi í kosningunum næstkomandi laugardag. Viðunandi fyrirkomulag er að einn sálfræðingur í fullu starfi sinni að hámarki einum grunnskóla og einum leikskóla.En hvert er hlutverk skólasálfræðings? Hlutverk skólasálfræðings felst í greiningu á vanda barna, ráðgjöf til foreldra og starfsfólks og stuðningsviðtölum við börn. Algengast er að börnum sé vísað til skólasálfræðings vegna vanlíðunar s.s. kvíða, depurðar eða gruns um athyglisbrest og/eða ofvirkni, hegðunarvanda eða þroskaskerðingar. Hlutverk sálfræðinga í skóla er einnig að vinna við hlið kennara og styðja foreldra í tilfellum barna sem glíma við hegðunar- og tilfinningavanda. Eins og sjá má er hlutverk skólasálfræðings yfirgripsmikið og er vísað til nánari upplýsinga í Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla. Ef þú hefur ekki séð sálfræðinginn í skóla barnsins þíns er það vegna þess að hann annar ekki að sinna starfi sínu sem skyldi. Þegar kemur að börnunum á ekki að spara eða skera niður eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Borgin hefur vel ráð á að sjá til þess að börn, foreldrar og kennarar hafi fullnægjandi aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum. Flokkur fólksins vill velta við hverjum steini til að fjármagna megi strax þá aðgerð að ráða fleiri sálfræðinga í skóla. Með því að sameina nefndir sem nú telja um 400 og draga úr ferðakostnaði er hægt að veita fjárhagslegt svigrúm sem nota má til að ráða fleiri sálfræðinga í skóla í haust. Bið eftir þjónustu fagaðila fyrir barn getur haft alvarlegar afleiðingar. Börnum í vanlíðan sem ekki er sinnt eru oft búin að missa sjálfstraust, jafnvel farin að stunda sjálfskaða, neita að fara í skólann og dæmi eru um að börn tali um að þau vilji ekki lifa lengur. Flokkur fólksins líður ekki að börn sem þarfnast aðstoðar séu látin bíða og líða sálarkvalir af því að borgin telur sig ekki hafa efni á að sinna þeim með fullnægjandi hætti. Gleymum ekki að börnin eru framtíðin!Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun