Betri Kópavogur Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 24. maí 2018 07:00 Breytinga er þörf í Kópavogi, við þurfum nýjar áherslur í bæjarmálunum og ekki síst nýtt fólk við stjórnvölinn í bænum. Þaulseta við kjötkatlana er engum holl og tækifærið til breytinga er núna.Hefjumst handa fyrir unga fólkið Við þurfum að taka til hendinni og bæta aðstæður ungra Kópavogsbúa ekki síst í húsnæðismálum. Tölur um fjölgun íbúa í bænum sýna okkur að uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur ekki mætt þörfum unga fólksins sem vill búa í Kópavogi. Aðeins 3% fjölgun ungs fólks en 21% fjölgun fólks milli 60 og 80 ára síðastliðin 4 ár. Við viljum fjölbreytt húsnæði sem ungt fólk og þeir sem eru efnaminni hafi tök á að eignast. Samvinna við húsnæðisfélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni er lykilatriði. Það eru 100 ónýtt leikskólapláss í bænum, því viljum við breyta með því að stytta vinnutíma starfsfólks í leikskólum og bæta starfsaðstæður og kjör. Við ætlum að brúa bilið og sjá til þess að börn frá 12 mánaða aldri komist í leikskóla. Í grunnskólum þarf að draga úr álagi á kennara og bæta starfsaðstæður og kjör. Styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna munum við hækka í 80.000 kr. á ári og gæta þarf þess að öll börn geti tekið þátt í slíku starfi án tillits til efnahags eða uppruna. Gleymum ekki öldruðum Eldri borgarar eiga skilið bestu þjónustu mögulega og við viljum samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun í bænum og auka möguleika þeirra á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi enda slíkt besta forvörnin. Umhverfismálin eru okkur mikilvæg og stórt skref er að gera Kópavog plastpokalausan í samstarfi við þjónustuaðila í bænum. Við styðjum borgarlínu og framfarir í samgöngum sem vinna með umhverfinu. Grænn og vænn Kópavogur þar sem menning og listir dafna er framtíðarsýn sem við munum vinna að. Byggjum betri bæ Samfylkingin mun áfram vinna í anda jöfnuðar, réttlætis og jafnréttis með það að markmiði að efla og styrkja Kópavog sem sveitarfélag þar sem ungir sem aldnir una hag sínum vel. Við hvetjum bæjarbúa til að leggja okkur lið.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Breytinga er þörf í Kópavogi, við þurfum nýjar áherslur í bæjarmálunum og ekki síst nýtt fólk við stjórnvölinn í bænum. Þaulseta við kjötkatlana er engum holl og tækifærið til breytinga er núna.Hefjumst handa fyrir unga fólkið Við þurfum að taka til hendinni og bæta aðstæður ungra Kópavogsbúa ekki síst í húsnæðismálum. Tölur um fjölgun íbúa í bænum sýna okkur að uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur ekki mætt þörfum unga fólksins sem vill búa í Kópavogi. Aðeins 3% fjölgun ungs fólks en 21% fjölgun fólks milli 60 og 80 ára síðastliðin 4 ár. Við viljum fjölbreytt húsnæði sem ungt fólk og þeir sem eru efnaminni hafi tök á að eignast. Samvinna við húsnæðisfélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni er lykilatriði. Það eru 100 ónýtt leikskólapláss í bænum, því viljum við breyta með því að stytta vinnutíma starfsfólks í leikskólum og bæta starfsaðstæður og kjör. Við ætlum að brúa bilið og sjá til þess að börn frá 12 mánaða aldri komist í leikskóla. Í grunnskólum þarf að draga úr álagi á kennara og bæta starfsaðstæður og kjör. Styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna munum við hækka í 80.000 kr. á ári og gæta þarf þess að öll börn geti tekið þátt í slíku starfi án tillits til efnahags eða uppruna. Gleymum ekki öldruðum Eldri borgarar eiga skilið bestu þjónustu mögulega og við viljum samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun í bænum og auka möguleika þeirra á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi enda slíkt besta forvörnin. Umhverfismálin eru okkur mikilvæg og stórt skref er að gera Kópavog plastpokalausan í samstarfi við þjónustuaðila í bænum. Við styðjum borgarlínu og framfarir í samgöngum sem vinna með umhverfinu. Grænn og vænn Kópavogur þar sem menning og listir dafna er framtíðarsýn sem við munum vinna að. Byggjum betri bæ Samfylkingin mun áfram vinna í anda jöfnuðar, réttlætis og jafnréttis með það að markmiði að efla og styrkja Kópavog sem sveitarfélag þar sem ungir sem aldnir una hag sínum vel. Við hvetjum bæjarbúa til að leggja okkur lið.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar