Kjósum Vinstri græn á laugardaginn Svandís Svavarsdóttir skrifar 24. maí 2018 07:00 Um helgina fara sveitarstjórnarkosningar fram. Þá gefst okkur öllum tækifæri til að kjósa okkar fulltrúa í borgarstjórn og bæjarstjórnum úti um allt land. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur átt sæti í ríkisstjórn síðan fyrir áramót. Á þeim stutta tíma sem ríkisstjórnin hefur starfað hefur margt áunnist. Af verkefnum ríkisstjórnarinnar má nefna að fjárframlög til heilbrigðismála hafa verið stóraukin, áætlun um stórátak í byggingu hjúkrunarrýma hefur verið kynnt af hálfu velferðarráðuneytis, ákvörðun um aukna göngudeildarþjónustu við Landspítala hefur verið tekin og unnið hefur verið að innleiðingu neyslurýma í Reykjavík. Vinna við endurskoðun jafnréttislaga er hafin og stýrihópur um úrbætur hvað varðar kynferðislegt ofbeldi hefur verið stofnaður. Í umhverfismálum hefur vinna við loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun í Stjórnarráðinu verið hafin, fjármagni verið veitt í endurheimt votlendis og þverpólitísk nefnd um stofnun miðhálendisþjóðgarðs verið stofnuð, svo fátt eitt sé nefnt. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur einnig átt sæti í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur á síðastliðnu kjörtímabili. Meirihlutinn í Reykjavík hefur unnið hörðum höndum að bættri Reykjavík. Meðal þess sem áunnist hefur er að leikskólagjöld hafa lækkað um 85 þúsund krónur á ársgrundvelli og því eru þau lægst í Reykjavík á höfuðborgarsvæðinu. Framlög til leikskólanna hafa verið aukin um 2 milljarða króna og uppbygging ungbarnadeilda til að börn komist fyrr inn á leikskóla er hafin. Vinnuvikan hefur verið stytt hjá 2.200 af 8.500 starfsmönnum borgarinnar, Bjarkarhlíð var opnuð, þar sem brotaþolum kynferðisofbeldis er veittur stuðningur og ráðgjöf, frístundastefna var bætt, auk þess sem málstefna var sett hjá Reykjavíkurborg. Svona mætti lengi telja. Fyrrnefnd dæmi sýna að það skiptir máli hver stjórnar, hvort sem um er að ræða ríkisstjórn eða í borgarstjórn. Ef Vinstrihreyfingin – grænt framboð á sæti við borðið þar sem ráðum er ráðið tryggjum við að umhverfismál, jafnréttismál og félagslegur jöfnuður séu í forgrunni. Vinstri græn eru skýr valkostur fyrir þá sem vilja tryggja góða vinnu í borgar- og sveitarstjórnum landsins. Því sterkari sem við verðum þegar talið verður upp úr kjörkössunum um helgina, þeim mun meiri líkur eru á því að vinstristefnan hafi áhrif á næsta kjörtímabili í sveitarstjórnum. Enginn annar flokkur en VG getur náð raunverulegum árangri með vinstri stefnu og skýr græn sjónarmið. Það er vissara að kjósa Vinstri græn á laugardaginn.Höfundur er heilbrigðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Um helgina fara sveitarstjórnarkosningar fram. Þá gefst okkur öllum tækifæri til að kjósa okkar fulltrúa í borgarstjórn og bæjarstjórnum úti um allt land. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur átt sæti í ríkisstjórn síðan fyrir áramót. Á þeim stutta tíma sem ríkisstjórnin hefur starfað hefur margt áunnist. Af verkefnum ríkisstjórnarinnar má nefna að fjárframlög til heilbrigðismála hafa verið stóraukin, áætlun um stórátak í byggingu hjúkrunarrýma hefur verið kynnt af hálfu velferðarráðuneytis, ákvörðun um aukna göngudeildarþjónustu við Landspítala hefur verið tekin og unnið hefur verið að innleiðingu neyslurýma í Reykjavík. Vinna við endurskoðun jafnréttislaga er hafin og stýrihópur um úrbætur hvað varðar kynferðislegt ofbeldi hefur verið stofnaður. Í umhverfismálum hefur vinna við loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun í Stjórnarráðinu verið hafin, fjármagni verið veitt í endurheimt votlendis og þverpólitísk nefnd um stofnun miðhálendisþjóðgarðs verið stofnuð, svo fátt eitt sé nefnt. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur einnig átt sæti í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur á síðastliðnu kjörtímabili. Meirihlutinn í Reykjavík hefur unnið hörðum höndum að bættri Reykjavík. Meðal þess sem áunnist hefur er að leikskólagjöld hafa lækkað um 85 þúsund krónur á ársgrundvelli og því eru þau lægst í Reykjavík á höfuðborgarsvæðinu. Framlög til leikskólanna hafa verið aukin um 2 milljarða króna og uppbygging ungbarnadeilda til að börn komist fyrr inn á leikskóla er hafin. Vinnuvikan hefur verið stytt hjá 2.200 af 8.500 starfsmönnum borgarinnar, Bjarkarhlíð var opnuð, þar sem brotaþolum kynferðisofbeldis er veittur stuðningur og ráðgjöf, frístundastefna var bætt, auk þess sem málstefna var sett hjá Reykjavíkurborg. Svona mætti lengi telja. Fyrrnefnd dæmi sýna að það skiptir máli hver stjórnar, hvort sem um er að ræða ríkisstjórn eða í borgarstjórn. Ef Vinstrihreyfingin – grænt framboð á sæti við borðið þar sem ráðum er ráðið tryggjum við að umhverfismál, jafnréttismál og félagslegur jöfnuður séu í forgrunni. Vinstri græn eru skýr valkostur fyrir þá sem vilja tryggja góða vinnu í borgar- og sveitarstjórnum landsins. Því sterkari sem við verðum þegar talið verður upp úr kjörkössunum um helgina, þeim mun meiri líkur eru á því að vinstristefnan hafi áhrif á næsta kjörtímabili í sveitarstjórnum. Enginn annar flokkur en VG getur náð raunverulegum árangri með vinstri stefnu og skýr græn sjónarmið. Það er vissara að kjósa Vinstri græn á laugardaginn.Höfundur er heilbrigðisráðherra
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar