Gleðilegt sumar Davíð Þorláksson skrifar 23. maí 2018 07:00 Pimm‘s er drykkur sem er notaður í samnefndan vinsælan enskan sumarkokkteil sem mér og nokkrum vinum finnst ómissandi á þessum árstíma. Áfengisverslanir ríkisins selja hann ekki og því ákvað ég að kaupa nokkrar flöskur þar sem ég var staddur í London síðastliðinn sunnudag. Hver flaska kostaði 1.739 krónur. Ríkið leyfir mér bara að taka eina lítersflösku tollfrjálst til landsins, ef vínandi er meira en 21% af flöskunni, og því gaf ég mig fram við tollverði ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Þeir innheimtu skilagjald, áfengisgjald og virðisaukaskatt, alls 4.104 krónur á flösku. Allir sem framleiða, selja og flytja Pimm‘s, og öll efnin sem fara í framleiðslu þess og flöskunnar sem það er í, taka því til sín 30% af verðmæti vörunnar á meðan íslenska ríkið, sem leggur ekkert af mörkum, tekur 70%. Í þessu tilfelli, að minnsta kosti, þjónar gjaldið heldur engum forvarnartilgangi. Enginn áfengissjúklingur myndi standa í því að fara til Englands til að kaupa Pimm‘s, skera niður jarðarber, gúrkur og appelsínur og merja mintulauf og blanda svo öllu saman í límonaði til að svala fíkn sinni. Þessi kaup eru gott dæmi um það hvernig ríkið er alltumlykjandi í lífi okkar. Það vill ráða því hvar, hvenær og hvernig almennar neysluvörur við kaupum og það vill taka af þeim 70% skatt. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það þarf að hafa meira vit fyrir okkur en öðrum þjóðum og taka af okkur hærri skatta. Þetta verður samt vel fyrirhafnarinnar virði ef sumarið skyldi koma einhvern tímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Pimm‘s er drykkur sem er notaður í samnefndan vinsælan enskan sumarkokkteil sem mér og nokkrum vinum finnst ómissandi á þessum árstíma. Áfengisverslanir ríkisins selja hann ekki og því ákvað ég að kaupa nokkrar flöskur þar sem ég var staddur í London síðastliðinn sunnudag. Hver flaska kostaði 1.739 krónur. Ríkið leyfir mér bara að taka eina lítersflösku tollfrjálst til landsins, ef vínandi er meira en 21% af flöskunni, og því gaf ég mig fram við tollverði ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Þeir innheimtu skilagjald, áfengisgjald og virðisaukaskatt, alls 4.104 krónur á flösku. Allir sem framleiða, selja og flytja Pimm‘s, og öll efnin sem fara í framleiðslu þess og flöskunnar sem það er í, taka því til sín 30% af verðmæti vörunnar á meðan íslenska ríkið, sem leggur ekkert af mörkum, tekur 70%. Í þessu tilfelli, að minnsta kosti, þjónar gjaldið heldur engum forvarnartilgangi. Enginn áfengissjúklingur myndi standa í því að fara til Englands til að kaupa Pimm‘s, skera niður jarðarber, gúrkur og appelsínur og merja mintulauf og blanda svo öllu saman í límonaði til að svala fíkn sinni. Þessi kaup eru gott dæmi um það hvernig ríkið er alltumlykjandi í lífi okkar. Það vill ráða því hvar, hvenær og hvernig almennar neysluvörur við kaupum og það vill taka af þeim 70% skatt. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það þarf að hafa meira vit fyrir okkur en öðrum þjóðum og taka af okkur hærri skatta. Þetta verður samt vel fyrirhafnarinnar virði ef sumarið skyldi koma einhvern tímann.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun