Eldgosið í Eyjafjallajökli hið frægasta síðustu áratuga Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 23. maí 2018 06:00 Gosið í Eyjafjallajökli hafði áhrif á um sex prósent heimsbyggðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR fbl/PJETUR Í dag eru átta ár liðin frá því að eldgosinu í Eyjafjallajökli lauk. Talið er að um sex prósent heimsbúa hafi orðið fyrir áhrifum eða óþægindum af einhverju tagi vegna gossins. Eldgosið var sennilega meiri landkynning en nokkur auglýsingaherferð hefði skilað landinu Eldgosið í Eyjafjallajökli lendir ekki í flokki stórgosa en það sem var óvenjulegt var að öskugosið stóð yfir í lengri tíma eða næstum sex vikur. Áhrifin af gosinu voru víðtæk og það var erfitt fyrir fólk sem bjó nærri jöklinum, bændur og aðra. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. „Eldgosið í Eyjafjallajökli olli fólki sem bjó í grennd við jökulinn, einkum undir Eyjafjöllum, í Mýrdalnum og víðar, miklum óþægindum og erfiðleikum. Þetta var ekki þægilegur tími og óvissa var um framhaldið á meðan á gosinu stóð og hversu miklar skemmdir yrðu í kjölfarið,“ segir Magnús. Eyjafjallajökull er sjötti stærsti jökull landsins. Undir jöklinum er eldkeila þar sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, eða árin 920, 1612, 1821 og svo 2010, og flokkast öll fremur lítil nema gosið 2010 sem var þeirra mest og telst í meðallagi. „Hvað varðar eldfjallafræði og áhrif á flugumferð og því um líkt, þá er þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. Það var hægt að gera svo mikið og rannsaka mikið þar sem gosið stóð yfir svo lengi. Svo hafði það áhrif á ótrúlega marga og það muna flestir eftir þessum tíma. Þetta er eina eldgosið sem hefur haft bein áhrif sem um munar í Evrópu síðan í Skaftáreldunum.“ Farþegaflug lagðist niður að mestu í fimm heila sólarhringa og meira en 100.000 áætlunarferðum var aflýst. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu mikið um eldgosið og var það heldur skoplegt að fylgjast með þeim reyna að bera fram nafn jökulsins, en það tók á sig ansi skrautlegar myndir. Viðmælendur í fjölmiðlum urðu ýmist öskuillir yfir því hversu mikið eldgosið raskaði ferðum þeirra á meðan öðrum fannst eldgosið og Ísland forvitnilegt. Óttast var að ferðamenn myndu ekki hætta sér til landsins vegna gossins sem hefði ekki komið sér vel. „Reyndin varð hins vegar þveröfug og það var upp úr því sem að ferðamannastraumurinn fór virkilega af stað. Áhrif af gosinu á Ísland eru mikil sem endaði með að vera stærri auglýsing fyrir landið en hægt væri að búa til og ferðamenn hófu að flykkjast til Íslands,“ segir Magnús. „Það er ekkert víst að þetta hefði orðið svona ef gosið hefði ekki orðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira
Í dag eru átta ár liðin frá því að eldgosinu í Eyjafjallajökli lauk. Talið er að um sex prósent heimsbúa hafi orðið fyrir áhrifum eða óþægindum af einhverju tagi vegna gossins. Eldgosið var sennilega meiri landkynning en nokkur auglýsingaherferð hefði skilað landinu Eldgosið í Eyjafjallajökli lendir ekki í flokki stórgosa en það sem var óvenjulegt var að öskugosið stóð yfir í lengri tíma eða næstum sex vikur. Áhrifin af gosinu voru víðtæk og það var erfitt fyrir fólk sem bjó nærri jöklinum, bændur og aðra. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. „Eldgosið í Eyjafjallajökli olli fólki sem bjó í grennd við jökulinn, einkum undir Eyjafjöllum, í Mýrdalnum og víðar, miklum óþægindum og erfiðleikum. Þetta var ekki þægilegur tími og óvissa var um framhaldið á meðan á gosinu stóð og hversu miklar skemmdir yrðu í kjölfarið,“ segir Magnús. Eyjafjallajökull er sjötti stærsti jökull landsins. Undir jöklinum er eldkeila þar sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, eða árin 920, 1612, 1821 og svo 2010, og flokkast öll fremur lítil nema gosið 2010 sem var þeirra mest og telst í meðallagi. „Hvað varðar eldfjallafræði og áhrif á flugumferð og því um líkt, þá er þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. Það var hægt að gera svo mikið og rannsaka mikið þar sem gosið stóð yfir svo lengi. Svo hafði það áhrif á ótrúlega marga og það muna flestir eftir þessum tíma. Þetta er eina eldgosið sem hefur haft bein áhrif sem um munar í Evrópu síðan í Skaftáreldunum.“ Farþegaflug lagðist niður að mestu í fimm heila sólarhringa og meira en 100.000 áætlunarferðum var aflýst. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu mikið um eldgosið og var það heldur skoplegt að fylgjast með þeim reyna að bera fram nafn jökulsins, en það tók á sig ansi skrautlegar myndir. Viðmælendur í fjölmiðlum urðu ýmist öskuillir yfir því hversu mikið eldgosið raskaði ferðum þeirra á meðan öðrum fannst eldgosið og Ísland forvitnilegt. Óttast var að ferðamenn myndu ekki hætta sér til landsins vegna gossins sem hefði ekki komið sér vel. „Reyndin varð hins vegar þveröfug og það var upp úr því sem að ferðamannastraumurinn fór virkilega af stað. Áhrif af gosinu á Ísland eru mikil sem endaði með að vera stærri auglýsing fyrir landið en hægt væri að búa til og ferðamenn hófu að flykkjast til Íslands,“ segir Magnús. „Það er ekkert víst að þetta hefði orðið svona ef gosið hefði ekki orðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira