Innlent

Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjórir gistu fangageymslur í nótt og 104 mál voru bókuð í kerfi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Fjórir gistu fangageymslur í nótt og 104 mál voru bókuð í kerfi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Lögregluþjónar í miðbænum stöðvuðu í nótt átta ökumenn vegna gruns um að þeir væru í umferðinni undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Flestum þeirra var sleppt eftir sýnatöku en einn reyndi að stinga lögreglu af. Hann missti þó stjórn á bílnum og endaði utan í vegriði.

Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu í nótt.

Þá fóru lögregluþjónar á fjórtán skemmtistaði í nótt og könnuðu réttindi dyrafarða, aldur gesta á stöðunum og annað sem þarf að vera í lagi, eins og það er orðað í dagbók lögreglu.

Einum staðanna var lokað og eigendur nokkra voru áminntir vegna brota.

Að minnsta kosti þrjú umferðarslys urðu í nótt sem rekja mátti til hálku sem myndaðist. Í dagbókinni eru ökumenn hvattir til að fara varlega, þar sem aðstæður eru að breytast á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×