Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. október 2025 20:06 Þrír af nemendum 10. bekkjar sem lásu. Frá vinstri, Pálína Björk Bjarnadóttir, Símon Broniszewski og Bryndís Halla Ólafsdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brennu - Njáls saga er í miklu uppáhaldi hjá nemendum Hvolsskóla á Hvolsvelli enda lesa allir nemendur 10. bekkjar söguna og halda sérstakan dag, sem opin er öllum þar sem Njálssaga er lesinn og dagskráin brotin upp með söng nemenda. Í Hvolsskóla eru um 230 nemendur. Það hefur verið hefð í gegnum árin að nemendur lesi alla Njálssögu í sal skólans þar sem gestir og gangandi eru velkomnir að hlusta á. Það gerðist einmitt í vikunni, nemendur voru uppi á sviði og skiptust á að lesa söguna. Sveitarstjórinn var að sjálfsögðu á staðnum. „Þetta er bara frábærlega gert hjá krökkunum og náttúrulega eljan hjá kennurunum að fara með þeim í gegnum þetta og við kunnum virkilega vel að meta þetta, við erum stolt af þessu“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er mjög stoltur af nemendum Hvolsskóla, sem lesa Njálssögu á hverju ári á opnu húsi í skólanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Njála, það er ykkar staður eða hvað? „Njála er bara okkar aðal saga og bara ein af okkar aðal Íslendingasögum og hér erum við náttúrulega á Hvolsvelli og í Rangárþingi eystra í hjarta Njálu,“ segir Anton Kári. Og íslenskukennarinn er ánægð með nemendur sína. „Já og þetta er í 21. skipti, sem 10. bekkur er að lesa Njálu. Krakkarnir hafa gaman af lestrinum og það er alveg spenningur fyrir þessu verkefni,“ segir Anna Kristín Guðjónsdóttir, íslenskukennari í Hvolsskóla. Anna Kristín Guðjónsdóttir, sem er íslenskukennari í Hvolsskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við verðum að nefna hana Hallgerði, þessa stórkostlegu kvenpersónu, sem allir hafa ekki sömu skoðun á en hver veit nema að hún sé fyrsta kvenréttindakonan okkar,“ bætir Anna Kristín við. Á milli lestra komu nemendur í ýmsum bekkjardeildum og sungu upp á sviði eins og þessir nemendur úr 5. og 6. bekk, en Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkennari sá um undirspilið. Á milli lestra komu nemendur í ýmsum bekkjardeildum og sungu upp á sviði eins og þessir nemendur úr 5. og 6. bekk en Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkennari sá um undirspilið.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er uppáhalds persóna nemenda í Brennu – Njálssögu? „Hallgerður“ segja þær Pálína Björk og Bryndís Halla. „Njáll“ segir hins vegar Símon Broniszewski. Nemendur að lesa Brennu – Njáls sögu fyrir gesti og gangandi í Hvolsskóla í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmargir koma alltaf í skólann til að hlusta á nemendur lesa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Bókmenntir Skóla- og menntamál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Í Hvolsskóla eru um 230 nemendur. Það hefur verið hefð í gegnum árin að nemendur lesi alla Njálssögu í sal skólans þar sem gestir og gangandi eru velkomnir að hlusta á. Það gerðist einmitt í vikunni, nemendur voru uppi á sviði og skiptust á að lesa söguna. Sveitarstjórinn var að sjálfsögðu á staðnum. „Þetta er bara frábærlega gert hjá krökkunum og náttúrulega eljan hjá kennurunum að fara með þeim í gegnum þetta og við kunnum virkilega vel að meta þetta, við erum stolt af þessu“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er mjög stoltur af nemendum Hvolsskóla, sem lesa Njálssögu á hverju ári á opnu húsi í skólanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Njála, það er ykkar staður eða hvað? „Njála er bara okkar aðal saga og bara ein af okkar aðal Íslendingasögum og hér erum við náttúrulega á Hvolsvelli og í Rangárþingi eystra í hjarta Njálu,“ segir Anton Kári. Og íslenskukennarinn er ánægð með nemendur sína. „Já og þetta er í 21. skipti, sem 10. bekkur er að lesa Njálu. Krakkarnir hafa gaman af lestrinum og það er alveg spenningur fyrir þessu verkefni,“ segir Anna Kristín Guðjónsdóttir, íslenskukennari í Hvolsskóla. Anna Kristín Guðjónsdóttir, sem er íslenskukennari í Hvolsskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við verðum að nefna hana Hallgerði, þessa stórkostlegu kvenpersónu, sem allir hafa ekki sömu skoðun á en hver veit nema að hún sé fyrsta kvenréttindakonan okkar,“ bætir Anna Kristín við. Á milli lestra komu nemendur í ýmsum bekkjardeildum og sungu upp á sviði eins og þessir nemendur úr 5. og 6. bekk, en Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkennari sá um undirspilið. Á milli lestra komu nemendur í ýmsum bekkjardeildum og sungu upp á sviði eins og þessir nemendur úr 5. og 6. bekk en Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkennari sá um undirspilið.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er uppáhalds persóna nemenda í Brennu – Njálssögu? „Hallgerður“ segja þær Pálína Björk og Bryndís Halla. „Njáll“ segir hins vegar Símon Broniszewski. Nemendur að lesa Brennu – Njáls sögu fyrir gesti og gangandi í Hvolsskóla í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmargir koma alltaf í skólann til að hlusta á nemendur lesa.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Bókmenntir Skóla- og menntamál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira