Ungt fólk, fyrstu kaupendur og nýjar stúdentaíbúðir Ragna Sigurðardóttir og Sonja Björg Jóhannsdóttir skrifar 22. maí 2018 22:03 Borgin hefur í samstarfi við Félagsstofnun stúdenta farið í umfangsmikla uppbyggingu á stúdentaíbúðum. Þær íbúðir rísa nú í stórum stíl. Af þeim verkefnum sem teljast ný eru Oddagarðar við Sæmundargötu og Skjólgarðar við Brautarholt sem opnuðu árið 2016. Nú eru stærstu stúdentagarðar landsins að rísa sem telja 244 íbúðareiningar á reit Vísindagarða í Vatnsmýrinni. Það mun skipta stúdenta miklu máli að uppbygging stúdentagarða haldi áfram af enn meiri krafti. Næsta stúdentagarðaverkefni er á reitnum við Gamla garð sem kallað hefur verið eftir víðtæku samráði um og við viljum að fari af stað sem allra fyrst. HR og Byggingafélag námsmanna Fram undan eru svo fleiri reitir á háskólasvæðinu sem eru fráteknir fyrir stúdentaíbúðir og gætu farið í uppbyggingu á næstu misserum. Á næstunni munu fyrstu áfangar 400 íbúða uppbyggingu fyrir stúdenta Háskólans í Reykjavík fara af stað við rætur Öskjuhlíðar. Eins er Byggingafélag námsmanna að fara að reisa 100 íbúðir á reit Kennaraháskólans við Stakkahlíð. Byggingafélagið hefur einnig fengið vilyrði fyrir frekari uppbyggingu á Stýrimannaskólareit. Enn frekari uppbygging er til skoðunar þannig að heildarfjöldi nýrra íbúða Byggingafélags námsmanna verður 250-300 á næstu árum. Hvernig komum við ungu fólki inn á húsnæðismarkaðinn? Með því að taka frá lóðir sem eru í eigu borgarinnar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur getum við fjölgað íbúðum sérstaklega fyrir þann hóp sem markaðurinn nær ekki að sinna. Alls er á áætlun að þúsund íbúðir rísi fyrir þennan hóp ungs fólks á næstu árum. Lóðirnar sem borgin hefur þegar tekið frá í sérstakt verkefni þess efnis eru í Gufunesi, Skerjafirði, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi III, á Veðurstofuhæð og lóð Stýrimannaskólans. Með því að beita því afli sem borgin hefur til að auðvelda ungu fólki og fyrstu kaupendum að eignast sína fyrstu íbúð getum við haft mikil og góð áhrif á húsnæðismarkaðinn í borginni. Allar þessar lóðir verða afhentar með því skilyrði að byggðar verði á þeim íbúðir sem eru á færi ungs fólks og fyrstu kaupenda. Höfundar eru Ragna Sigurðardóttir 9. sæti og Sonja Björg Jóhannsdóttir 22. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Ragna Sigurðardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Borgin hefur í samstarfi við Félagsstofnun stúdenta farið í umfangsmikla uppbyggingu á stúdentaíbúðum. Þær íbúðir rísa nú í stórum stíl. Af þeim verkefnum sem teljast ný eru Oddagarðar við Sæmundargötu og Skjólgarðar við Brautarholt sem opnuðu árið 2016. Nú eru stærstu stúdentagarðar landsins að rísa sem telja 244 íbúðareiningar á reit Vísindagarða í Vatnsmýrinni. Það mun skipta stúdenta miklu máli að uppbygging stúdentagarða haldi áfram af enn meiri krafti. Næsta stúdentagarðaverkefni er á reitnum við Gamla garð sem kallað hefur verið eftir víðtæku samráði um og við viljum að fari af stað sem allra fyrst. HR og Byggingafélag námsmanna Fram undan eru svo fleiri reitir á háskólasvæðinu sem eru fráteknir fyrir stúdentaíbúðir og gætu farið í uppbyggingu á næstu misserum. Á næstunni munu fyrstu áfangar 400 íbúða uppbyggingu fyrir stúdenta Háskólans í Reykjavík fara af stað við rætur Öskjuhlíðar. Eins er Byggingafélag námsmanna að fara að reisa 100 íbúðir á reit Kennaraháskólans við Stakkahlíð. Byggingafélagið hefur einnig fengið vilyrði fyrir frekari uppbyggingu á Stýrimannaskólareit. Enn frekari uppbygging er til skoðunar þannig að heildarfjöldi nýrra íbúða Byggingafélags námsmanna verður 250-300 á næstu árum. Hvernig komum við ungu fólki inn á húsnæðismarkaðinn? Með því að taka frá lóðir sem eru í eigu borgarinnar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur getum við fjölgað íbúðum sérstaklega fyrir þann hóp sem markaðurinn nær ekki að sinna. Alls er á áætlun að þúsund íbúðir rísi fyrir þennan hóp ungs fólks á næstu árum. Lóðirnar sem borgin hefur þegar tekið frá í sérstakt verkefni þess efnis eru í Gufunesi, Skerjafirði, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi III, á Veðurstofuhæð og lóð Stýrimannaskólans. Með því að beita því afli sem borgin hefur til að auðvelda ungu fólki og fyrstu kaupendum að eignast sína fyrstu íbúð getum við haft mikil og góð áhrif á húsnæðismarkaðinn í borginni. Allar þessar lóðir verða afhentar með því skilyrði að byggðar verði á þeim íbúðir sem eru á færi ungs fólks og fyrstu kaupenda. Höfundar eru Ragna Sigurðardóttir 9. sæti og Sonja Björg Jóhannsdóttir 22. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar