Hvers vegna hjóla ég? Katrín Atladóttir skrifar 22. maí 2018 15:00 Hjólreiðar eru vaxandi samgöngumáti. Í síðustu könnun á ferðavenjum Reykvíkinga var hlutdeild hjólreiða sjö prósent ferða. Í Vesturbæ og Hlíðum fóru tíu prósent íbúa ferða sinna hjólandi. En af hverju hjóla Reykvíkingar? Ímynd hjólreiða sem samgöngumáta virðist hjá sumum Reykvíkingum vera börn og sérvitringar. Við hjónin hjólum töluvert til vinnu og nýtum hjólin oftar en ekki til styttri ferða. Ástæðan er hagkvæmni og jafnvel má segja að í mínum huga sé lúxus að hjóla. Að hjóla til vinnu á fallegum vormorgni eru lífsgæði, ekki kvöð. Þarna fást fimmtán mínútur til að hugsa málin, hlaða andlegar rafhlöður fyrir vinnudaginn, fá blóðið smá á hreyfingu og roða í kinnar. Engin bið í umferðarhnútum og ég legg við dyrnar á áfangastað án þess að leita að bílastæði. Ég get ekki hugsað mér betra upphaf á deginum. Þeir sem vilja ekki hjóla þurfa ekki að hjóla. Þessi sjö prósent heildarferða okkar Reykvíkinga eru farnar utan umferðaræða, svo þær létta á bílaumferðinni. Með því að auka hlutfall annarra samgöngumáta en bílferða minnkar mengun og svifryk, sem fer oftar yfir viðmiðunarmörk í Reykjavík en í sumum erlendum stórborgum. Sumir geta kosið að eiga einn bíl þegar þeir þyrftu ella tvo. Sumir kjósa að eiga engan bíl. Málið snýst um valkosti. Val til þess að ganga, hjóla, keyra eða nota almenningssamgöngur. Frelsi til að blanda þessu öllu saman eftir hentugleika. Hjólreiðar eru hagkvæmar fyrir Reykvíkinga og öllum til bóta. Líka fyrir þá sem stunda þær ekki. Ég hyggst beita mér fyrir því að Reykvíkingar hafi val um fjölbreyttar samgöngur.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Kosningar 2018 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hjólreiðar eru vaxandi samgöngumáti. Í síðustu könnun á ferðavenjum Reykvíkinga var hlutdeild hjólreiða sjö prósent ferða. Í Vesturbæ og Hlíðum fóru tíu prósent íbúa ferða sinna hjólandi. En af hverju hjóla Reykvíkingar? Ímynd hjólreiða sem samgöngumáta virðist hjá sumum Reykvíkingum vera börn og sérvitringar. Við hjónin hjólum töluvert til vinnu og nýtum hjólin oftar en ekki til styttri ferða. Ástæðan er hagkvæmni og jafnvel má segja að í mínum huga sé lúxus að hjóla. Að hjóla til vinnu á fallegum vormorgni eru lífsgæði, ekki kvöð. Þarna fást fimmtán mínútur til að hugsa málin, hlaða andlegar rafhlöður fyrir vinnudaginn, fá blóðið smá á hreyfingu og roða í kinnar. Engin bið í umferðarhnútum og ég legg við dyrnar á áfangastað án þess að leita að bílastæði. Ég get ekki hugsað mér betra upphaf á deginum. Þeir sem vilja ekki hjóla þurfa ekki að hjóla. Þessi sjö prósent heildarferða okkar Reykvíkinga eru farnar utan umferðaræða, svo þær létta á bílaumferðinni. Með því að auka hlutfall annarra samgöngumáta en bílferða minnkar mengun og svifryk, sem fer oftar yfir viðmiðunarmörk í Reykjavík en í sumum erlendum stórborgum. Sumir geta kosið að eiga einn bíl þegar þeir þyrftu ella tvo. Sumir kjósa að eiga engan bíl. Málið snýst um valkosti. Val til þess að ganga, hjóla, keyra eða nota almenningssamgöngur. Frelsi til að blanda þessu öllu saman eftir hentugleika. Hjólreiðar eru hagkvæmar fyrir Reykvíkinga og öllum til bóta. Líka fyrir þá sem stunda þær ekki. Ég hyggst beita mér fyrir því að Reykvíkingar hafi val um fjölbreyttar samgöngur.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun