Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. maí 2018 13:00 Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. Vísir/Getty Faith Rogers hefur kært R&B söngvarann R. Kelly. Hún segir að hann hafi beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi auk þess sem hann á að hafa vitandi vits smitað hana af Herpes-veirunni. Hún lýsir meintu kynferðisofbeldi sem „ekki með samþykki, sárt og ofbeldisfullt.“ Þá greinir hún frá því að rapparinn hafi án hennar samþykkis myndað hana í „afbrigðilegum og vafasömum kynferðislegum aðstæðum“. Að því er fram kemur á vef Guardian hefur Kelly ekki enn svarað ásökunum sem bornar eru á hendur honum en í hvert sinn sem kona hefur stigið fram og greint frá reynslu sinni af R. Kelly hefur hann staðfastlega neitað sök. Hann kallar ásakanir á hendur sér „gráðugt, meðvitað og illgjarnt samsæri ætlað til að lítillækka sig, fjölskyldu sína og konurnar sem hann umgengst“. Rogers segir Kelly hafa læst sig inn í ýmsum herbergjum og bílum til þess að refsa henni fyrir að hafa ekki náð að „fullnægja honum kynferðislega og fyrir að ætluð brot á siðareglum sem hann skrifaði“. Tarana Burke er upphafskona Metoo byltingarinnar. Hún vill að umheimurinn þaggi niður í R. Kelly. Frásögn Rogers svipar mjög til fjölda frásagna kvenna sem var haldið gegn vilja sínum í „sértrúarsöfnuði“ söngvarans. Fjöldi kvenna steig fram í fyrrasumar með ásakanir á hendur R. Kelly. Honum var gefið að sök að hafa heilaþvegið konur, beitt þær harðræði og kynferðislegu ofbeldi. Hann er sagður skipa þeim að slíta á öll tengsl við fjölskyldu og vini. Sjá frétt Vísis um hóp kvenna sem steig fram með ásakanir á hendur R. Kelly hér. Upphafskona Metoo byltingarinnar, Tarana Burke, segir að ástæðan fyrir því að almenningur hafi ekki lokað á söngvarann sé sú að meintir brotaþolar eru svartar konur. Ava DuVerney, leikstjóri kvikmyndarinnar A Wrinkle in Time, tekur stöðu með kynsystrum sínum og segir velgengni R. Kellys velta á ósýnileika svartra kvenna og stúlkan í samfélaginu. Svartar konur séu þjóðfélagsstétt sem hafi löngum hvorki átt skilið vernd né umhyggju. Svartar konur hafa efnt til byltingar undir myllumerkinu þöggum niður í R. Kelly eða #muterkelly. Sjá frétt Vísis um baráttu svartra kvenna hér. Eitthvað virðist hafa þokast áfram í baráttu svartra kvenna fyrir réttlæti því tónlistarveitan Spotify ákvað á dögunum að fjarlægja lög söngvarans af lagalistum sínum. Talsmenn Spotify segja að lagalistar veitunnar eigi að endurspegla gildi fyrirtækisins. Ákvörðunin byggir á nýrri stefnu veitunnar um „hatursefni og hatursfulla hegðun“. Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37 R. Kelly hent út af lagalistum Spotify Tónlist hans verður áfram aðgengileg á tónlistarveitunni vinsælu en fyrirtækið mun ekki lengur raða henni á lagalista sem það mælir með við notendur sína. 10. maí 2018 17:32 R. Kelly hafnar ásökunum um „hrottafenginn sértrúarsöfnuð“ Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. 18. júlí 2017 06:47 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Faith Rogers hefur kært R&B söngvarann R. Kelly. Hún segir að hann hafi beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi auk þess sem hann á að hafa vitandi vits smitað hana af Herpes-veirunni. Hún lýsir meintu kynferðisofbeldi sem „ekki með samþykki, sárt og ofbeldisfullt.“ Þá greinir hún frá því að rapparinn hafi án hennar samþykkis myndað hana í „afbrigðilegum og vafasömum kynferðislegum aðstæðum“. Að því er fram kemur á vef Guardian hefur Kelly ekki enn svarað ásökunum sem bornar eru á hendur honum en í hvert sinn sem kona hefur stigið fram og greint frá reynslu sinni af R. Kelly hefur hann staðfastlega neitað sök. Hann kallar ásakanir á hendur sér „gráðugt, meðvitað og illgjarnt samsæri ætlað til að lítillækka sig, fjölskyldu sína og konurnar sem hann umgengst“. Rogers segir Kelly hafa læst sig inn í ýmsum herbergjum og bílum til þess að refsa henni fyrir að hafa ekki náð að „fullnægja honum kynferðislega og fyrir að ætluð brot á siðareglum sem hann skrifaði“. Tarana Burke er upphafskona Metoo byltingarinnar. Hún vill að umheimurinn þaggi niður í R. Kelly. Frásögn Rogers svipar mjög til fjölda frásagna kvenna sem var haldið gegn vilja sínum í „sértrúarsöfnuði“ söngvarans. Fjöldi kvenna steig fram í fyrrasumar með ásakanir á hendur R. Kelly. Honum var gefið að sök að hafa heilaþvegið konur, beitt þær harðræði og kynferðislegu ofbeldi. Hann er sagður skipa þeim að slíta á öll tengsl við fjölskyldu og vini. Sjá frétt Vísis um hóp kvenna sem steig fram með ásakanir á hendur R. Kelly hér. Upphafskona Metoo byltingarinnar, Tarana Burke, segir að ástæðan fyrir því að almenningur hafi ekki lokað á söngvarann sé sú að meintir brotaþolar eru svartar konur. Ava DuVerney, leikstjóri kvikmyndarinnar A Wrinkle in Time, tekur stöðu með kynsystrum sínum og segir velgengni R. Kellys velta á ósýnileika svartra kvenna og stúlkan í samfélaginu. Svartar konur séu þjóðfélagsstétt sem hafi löngum hvorki átt skilið vernd né umhyggju. Svartar konur hafa efnt til byltingar undir myllumerkinu þöggum niður í R. Kelly eða #muterkelly. Sjá frétt Vísis um baráttu svartra kvenna hér. Eitthvað virðist hafa þokast áfram í baráttu svartra kvenna fyrir réttlæti því tónlistarveitan Spotify ákvað á dögunum að fjarlægja lög söngvarans af lagalistum sínum. Talsmenn Spotify segja að lagalistar veitunnar eigi að endurspegla gildi fyrirtækisins. Ákvörðunin byggir á nýrri stefnu veitunnar um „hatursefni og hatursfulla hegðun“.
Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37 R. Kelly hent út af lagalistum Spotify Tónlist hans verður áfram aðgengileg á tónlistarveitunni vinsælu en fyrirtækið mun ekki lengur raða henni á lagalista sem það mælir með við notendur sína. 10. maí 2018 17:32 R. Kelly hafnar ásökunum um „hrottafenginn sértrúarsöfnuð“ Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. 18. júlí 2017 06:47 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37
R. Kelly hent út af lagalistum Spotify Tónlist hans verður áfram aðgengileg á tónlistarveitunni vinsælu en fyrirtækið mun ekki lengur raða henni á lagalista sem það mælir með við notendur sína. 10. maí 2018 17:32
R. Kelly hafnar ásökunum um „hrottafenginn sértrúarsöfnuð“ Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. 18. júlí 2017 06:47