Talsverð aukning á sýklalyfjaónæmi Grétar Þór Sigurðsson skrifar 22. maí 2018 05:00 Vel er fylgst með sýklalyfjaónæmi en vandamál geta skapast á spítölum ef slíkt ónæmi nær að breiðast út að sögn Haraldar Briem. Vísir/Getty Talsverð aukning var í greiningum á bakteríum sem valda sýklalyfjaónæmi á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri farsóttarskýrslu sem gefin er út af Embætti landlæknis. Í skýrslunni segir enn fremur að erlendis sé slíkt ónæmi vaxandi vandamál. Haraldur Briem, starfandi sóttvarnalæknir, segir aukninguna ákveðið áhyggjuefni. „Þetta getur valdið því að færri meðferðarúrræði verði í boði,“ segir Haraldur um hvaða afleiðingar slíkt ónæmi getur haft. „Þetta eru sýklar sem hafa þá eiginleika að geta myndað efni sem skemma ákveðin sýklalyf,“ segir hann enn fremur um bakteríurnar. Helstu ástæðuna fyrir aukningunni telur Haraldur vera ofnotkun á sýklalyfjum, hún ýti undir að bakteríurnar taki upp á því að búa sér til varnir. „Það er mikilvægt að sýklalyf séu rétt notuð og ekki notuð of mikið,“ bætir hann við. „Svo er kannski stóra málið þessi aukning á kynsjúkdómum, lekanda og sárasótt,“ bendir hann á. Í skýrslunni kemur fram að á síðasta ári hafi 100 greinst með lekanda og hefur þeim fjölgað umtalsvert á síðustu tveimur árum. Alls greindust 39 einstaklingar með sárasótt á síðasta ári. Í skýrslunni segir að sárasótt skeri sig úr hvað varðar fjölgun tilfella í fyrra og er fjöldinn langt umfram það sem greinst hefur undanfarin ár. Haraldur segir einnig að sér hafi fundist fjöldi matarsýkinga á síðasta ári óvenjulegur. Að þessum sýkingum er vikið í inngangi skýrslunnar en þar er sagt að árið 2017 hafi einkennst af fæðubornum hópsýkingum, meðal annars af völdum nóróveira, salmonellu og listeríu. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Talsverð aukning var í greiningum á bakteríum sem valda sýklalyfjaónæmi á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri farsóttarskýrslu sem gefin er út af Embætti landlæknis. Í skýrslunni segir enn fremur að erlendis sé slíkt ónæmi vaxandi vandamál. Haraldur Briem, starfandi sóttvarnalæknir, segir aukninguna ákveðið áhyggjuefni. „Þetta getur valdið því að færri meðferðarúrræði verði í boði,“ segir Haraldur um hvaða afleiðingar slíkt ónæmi getur haft. „Þetta eru sýklar sem hafa þá eiginleika að geta myndað efni sem skemma ákveðin sýklalyf,“ segir hann enn fremur um bakteríurnar. Helstu ástæðuna fyrir aukningunni telur Haraldur vera ofnotkun á sýklalyfjum, hún ýti undir að bakteríurnar taki upp á því að búa sér til varnir. „Það er mikilvægt að sýklalyf séu rétt notuð og ekki notuð of mikið,“ bætir hann við. „Svo er kannski stóra málið þessi aukning á kynsjúkdómum, lekanda og sárasótt,“ bendir hann á. Í skýrslunni kemur fram að á síðasta ári hafi 100 greinst með lekanda og hefur þeim fjölgað umtalsvert á síðustu tveimur árum. Alls greindust 39 einstaklingar með sárasótt á síðasta ári. Í skýrslunni segir að sárasótt skeri sig úr hvað varðar fjölgun tilfella í fyrra og er fjöldinn langt umfram það sem greinst hefur undanfarin ár. Haraldur segir einnig að sér hafi fundist fjöldi matarsýkinga á síðasta ári óvenjulegur. Að þessum sýkingum er vikið í inngangi skýrslunnar en þar er sagt að árið 2017 hafi einkennst af fæðubornum hópsýkingum, meðal annars af völdum nóróveira, salmonellu og listeríu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira