Hræsnin Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. maí 2018 07:00 Ein helsta gagnrýnin sem beinst hefur að borgarlínunni, nýju almenningssamgöngukerfi sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér saman um að byggja upp, er sú að hún muni koma til með að kosta allt of mikið. Þannig hafa andstæðingar línunnar þrástagast á því hvað hún feli í sér stórfellt bruðl á almannafé sem muni aðeins nýtast örfáum og reynast mörgum þungur baggi. Gagnrýni á opinber gjöld er góðra gjalda verð. Raunar mættu fleira temja sér gagnrýna hugsun og auka aðhaldið með eyðslu stjórnmálamanna. Það merkilega er hins vegar að það eru gjarnan þeir sömu og sjá eftir hverri krónu sem varið er til þess að efla almenningssamgöngur sem sjá ekkert athugavert við að hið opinbera byggi mislæg gatnamót eða önnur ferlíki fyrir tugi milljarða króna. Miðað við óbreytt ástand og enga borgarlínu þarf að verja allt að 350 milljörðum í stofnvegakerfi, götur, ræsi og ný bílastæði á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Til samanburðar er gert ráð fyrir að heildarkostnaður borgarlínu verði í mesta lagi 70 milljarðar. Borgarlínan mun því ekki aðeins draga úr umferðarteppum og stytta þannig ferðatíma fólks heldur jafnframt minnka stórlega fjárfestingaþörf í vegakerfinu. Það er ekkert að því að vilja spara í opinberum rekstri. Í stað þess að fjárfesta í almenningssamgöngum mætti vissulega lækka skatta eða greiða niður skuldir. Það er afstaða sem hægt er að skilja, enda er brýn þörf á hvoru tveggja. Hræsnin felst hins vegar í því að sjá ofsjónum yfir peningum sem fara í almenningssamgöngur en heimta á sama tíma að margfalt hærri fjárhæðum verði eytt í að byggja risastór umferðarmannvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Sjá meira
Ein helsta gagnrýnin sem beinst hefur að borgarlínunni, nýju almenningssamgöngukerfi sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér saman um að byggja upp, er sú að hún muni koma til með að kosta allt of mikið. Þannig hafa andstæðingar línunnar þrástagast á því hvað hún feli í sér stórfellt bruðl á almannafé sem muni aðeins nýtast örfáum og reynast mörgum þungur baggi. Gagnrýni á opinber gjöld er góðra gjalda verð. Raunar mættu fleira temja sér gagnrýna hugsun og auka aðhaldið með eyðslu stjórnmálamanna. Það merkilega er hins vegar að það eru gjarnan þeir sömu og sjá eftir hverri krónu sem varið er til þess að efla almenningssamgöngur sem sjá ekkert athugavert við að hið opinbera byggi mislæg gatnamót eða önnur ferlíki fyrir tugi milljarða króna. Miðað við óbreytt ástand og enga borgarlínu þarf að verja allt að 350 milljörðum í stofnvegakerfi, götur, ræsi og ný bílastæði á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Til samanburðar er gert ráð fyrir að heildarkostnaður borgarlínu verði í mesta lagi 70 milljarðar. Borgarlínan mun því ekki aðeins draga úr umferðarteppum og stytta þannig ferðatíma fólks heldur jafnframt minnka stórlega fjárfestingaþörf í vegakerfinu. Það er ekkert að því að vilja spara í opinberum rekstri. Í stað þess að fjárfesta í almenningssamgöngum mætti vissulega lækka skatta eða greiða niður skuldir. Það er afstaða sem hægt er að skilja, enda er brýn þörf á hvoru tveggja. Hræsnin felst hins vegar í því að sjá ofsjónum yfir peningum sem fara í almenningssamgöngur en heimta á sama tíma að margfalt hærri fjárhæðum verði eytt í að byggja risastór umferðarmannvirki.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar