Skoða möguleika á að koma gröfu upp að Steini til að bjarga helsta kennileiti Esjunnar Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2018 16:15 Steininn í hlíðum Esjunnar hefur sigið mikið undanfarin ár og hafa fjallagarpar fylgst með halla hans undanfarið. Erla Kristín Birgisdóttir „Hann er farinn að halla dálítið,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um Steininn í hlíð Esjunnar sem er farinn að halla talsvert. Hefur hallinn aukist svo mikið undanfarin ár að fjallagarpar eru farnir að hafa áhyggjur af honum og fylgjast náið með hreyfingum steinsins. Skógræktarfélag Reykjavíkur sér um stígagerð í hlíðum Esjunnar en Helgi Gíslason segir steininn hafa sigið mikið undanfarin ár. Til stóð að vinna í stígum í Esjunni í maí mánuði en ekkert varð að því sökum bleytu. Helgi á von á því að Skógræktarfélagið verði með menn í stígagerð ofarlega í Esjunni um mitt sumar í júlí.Einu sinni var merkið á Steininum beint, en svo er ekki lengur sökum þess hvað hann hefur sigið mikið.Erla Kristín Birgisdóttir.„Og þá myndum við nú freistast til að líta á það ef við teldum okkur komast skammlaust upp með gröfu sem verður notuð þarna í fjallinu,“ segir Helgi. Ef hægt verður að koma gröfunni upp að Steini verður gerð tilraun til að styrkja hann til að varna því að hann fari niður hlíðina. „Auðvitað viljum við ekki missa þetta kennileiti. Þetta er eitt helsta kennileitið á svæðinu og metnaður mjög margra að komast upp að Steini,“ segir Helgi.Ríkisútvarpið sagði frá því fyrr í mánuðinum að Steininn hefði sigið talsvert og tók fram að nokkur ár væru liðin síðan fór að bera á halla steinsins í Esju. Helgi segir engar sérstakar mælingar hafa verið gerðar á steininum undanfarin ár og því ómögulegt að segja hvað hann hefur sigið mikið lengi. „Og til dæmis eins og þessi vetur var, þar sem fraus og þiðnaði látlaust á víxl, þá virkar það eins og tjakkur undir steininum,“ segir Helgi. Hann segist vonast til að verða með öfluga Strandamenn í hleðslum í efstu hlutum stígsins upp í sumar. Mun vinnan fara fram tiltölulega stutt fyrir neðan steininn og verður kannaður sá möguleiki hvort hægt sé að koma lítill gröfu upp að Steini. Helgi tekur þó fram að Esjan sé náttúruperla og ekki standi til að skemma hana með því að setja spor í hlíðar hennar eftir gröfuna til að bjarga steininum. Gönguleiðin upp að Steini frá rótum Esjunnar er um 6,6 kílómetrar að lengd en Steinninn er í 597 metra hæð efsta á Langahrygg. Esjan Reykjavík Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
„Hann er farinn að halla dálítið,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um Steininn í hlíð Esjunnar sem er farinn að halla talsvert. Hefur hallinn aukist svo mikið undanfarin ár að fjallagarpar eru farnir að hafa áhyggjur af honum og fylgjast náið með hreyfingum steinsins. Skógræktarfélag Reykjavíkur sér um stígagerð í hlíðum Esjunnar en Helgi Gíslason segir steininn hafa sigið mikið undanfarin ár. Til stóð að vinna í stígum í Esjunni í maí mánuði en ekkert varð að því sökum bleytu. Helgi á von á því að Skógræktarfélagið verði með menn í stígagerð ofarlega í Esjunni um mitt sumar í júlí.Einu sinni var merkið á Steininum beint, en svo er ekki lengur sökum þess hvað hann hefur sigið mikið.Erla Kristín Birgisdóttir.„Og þá myndum við nú freistast til að líta á það ef við teldum okkur komast skammlaust upp með gröfu sem verður notuð þarna í fjallinu,“ segir Helgi. Ef hægt verður að koma gröfunni upp að Steini verður gerð tilraun til að styrkja hann til að varna því að hann fari niður hlíðina. „Auðvitað viljum við ekki missa þetta kennileiti. Þetta er eitt helsta kennileitið á svæðinu og metnaður mjög margra að komast upp að Steini,“ segir Helgi.Ríkisútvarpið sagði frá því fyrr í mánuðinum að Steininn hefði sigið talsvert og tók fram að nokkur ár væru liðin síðan fór að bera á halla steinsins í Esju. Helgi segir engar sérstakar mælingar hafa verið gerðar á steininum undanfarin ár og því ómögulegt að segja hvað hann hefur sigið mikið lengi. „Og til dæmis eins og þessi vetur var, þar sem fraus og þiðnaði látlaust á víxl, þá virkar það eins og tjakkur undir steininum,“ segir Helgi. Hann segist vonast til að verða með öfluga Strandamenn í hleðslum í efstu hlutum stígsins upp í sumar. Mun vinnan fara fram tiltölulega stutt fyrir neðan steininn og verður kannaður sá möguleiki hvort hægt sé að koma lítill gröfu upp að Steini. Helgi tekur þó fram að Esjan sé náttúruperla og ekki standi til að skemma hana með því að setja spor í hlíðar hennar eftir gröfuna til að bjarga steininum. Gönguleiðin upp að Steini frá rótum Esjunnar er um 6,6 kílómetrar að lengd en Steinninn er í 597 metra hæð efsta á Langahrygg.
Esjan Reykjavík Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira