Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2018 22:01 Donald Trump og Justin Trudeau ræðast við. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir fyrr í dag að hann vildi ryðja viðskiptahindrunum úr vegi á milli Bandaríkjamanna og nánustu bandamanna þeirra. Þetta sagði Trump þrátt fyrir að hafa sjálfur lagt verndartolla á innflutning á stáli og áli frá Evrópu, Kanada og Mexíkó til Bandaríkjanna. Trump sagði þetta á óundirbúnum blaðamannafundi eftir fund leiðtoga G7 ríkjanna í Kanada í dag. Sagði Trump takmark sitt vera að útrýma öllum tollum.Hann sagði Bandaríkjastjórn ekki ætla að sætta sig við áframhaldandi viðskiptahindrunum sem aðrar þjóðir standa fyrir. Óttast margir að tollastríð í kjölfar ákvörðunar Trump að leggja verndartolla á innflutning á stáli og áli til Bandaríkjanna. Forsætisráðherra Kanada, Justin Tudeau, fullvissaði blaðamenn í fyrr í dag að hann myndi svara þessari ákvörðun Trump 1. júlí næstkomandi með því að leggja verndartolla á innflutning á vörum frá Bandaríkjunum til Kanada. Trudeau sagði Kanadamenn vera kurteisa en bætti við: „Við munum ekki láta ráðskast með okkur. Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada.“ Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland tilheyra G7. Leiðtogar þeirra ríkja höfðu vonast til að geta nýtt G7-fundinn til að ræða þessa tolla við Trump, en forseti Bandaríkjanna sagði við blaðamenn að það hefði komið til tals að fella niður tolla. „Ég lagði það til. Ég held að þau séu á leiðinni aftur að teikniborðinu til að kanna þetta frekar,“ sagði Trump sem sagði samskipti ríkjanna vera góð og nefndi þar sérstaklega Frakkland og Kanada. Donald Trump Kanada Mexíkó Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir fyrr í dag að hann vildi ryðja viðskiptahindrunum úr vegi á milli Bandaríkjamanna og nánustu bandamanna þeirra. Þetta sagði Trump þrátt fyrir að hafa sjálfur lagt verndartolla á innflutning á stáli og áli frá Evrópu, Kanada og Mexíkó til Bandaríkjanna. Trump sagði þetta á óundirbúnum blaðamannafundi eftir fund leiðtoga G7 ríkjanna í Kanada í dag. Sagði Trump takmark sitt vera að útrýma öllum tollum.Hann sagði Bandaríkjastjórn ekki ætla að sætta sig við áframhaldandi viðskiptahindrunum sem aðrar þjóðir standa fyrir. Óttast margir að tollastríð í kjölfar ákvörðunar Trump að leggja verndartolla á innflutning á stáli og áli til Bandaríkjanna. Forsætisráðherra Kanada, Justin Tudeau, fullvissaði blaðamenn í fyrr í dag að hann myndi svara þessari ákvörðun Trump 1. júlí næstkomandi með því að leggja verndartolla á innflutning á vörum frá Bandaríkjunum til Kanada. Trudeau sagði Kanadamenn vera kurteisa en bætti við: „Við munum ekki láta ráðskast með okkur. Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada.“ Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland tilheyra G7. Leiðtogar þeirra ríkja höfðu vonast til að geta nýtt G7-fundinn til að ræða þessa tolla við Trump, en forseti Bandaríkjanna sagði við blaðamenn að það hefði komið til tals að fella niður tolla. „Ég lagði það til. Ég held að þau séu á leiðinni aftur að teikniborðinu til að kanna þetta frekar,“ sagði Trump sem sagði samskipti ríkjanna vera góð og nefndi þar sérstaklega Frakkland og Kanada.
Donald Trump Kanada Mexíkó Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48