LeBron James bætti met Michael Jordan í miðjum hörmungunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2018 17:45 LeBron James bætir NBA-metin en er ekki kátur. Vísir/Getty LeBron James hafði litla ástæðu til að brosa eftir leik næturinnar í lokaúrslitum NBA-deildarinnar og skipti þar litlu þótt að hann hafi þar bætt met Michael Jordan og verið sá fyrsti til að ná tíu þrennum í úrslitaeinvígi um titilinn. James og félagar hans töpuðu þriðja leiknum í röð á móti Golden State Warriors og eiga á hættu að vera sópað út úr lokaúrslitunum í næsta leik sem fer fram í Cleveland.LeBron James records his 10th career #NBAFinals triple-double with 33 PTS, 11 AST, 10 REB at home in Game 3. LBJ passes Michael Jordan for the most 30-point #NBAPlayoffs games in NBA history.#WhateverItTakespic.twitter.com/ZthE2xqxan — NBA (@NBA) June 7, 2018 LeBron James skoraði 30 stig í leiknum í nótt og bætti við 11 stoðsendingum og 10 fráköstum. Hann komst í 30 stigin með því að setja niður þrist tæpum tveimur mínútum fyrir leikslok. Þetta var 238 leikur LeBron James í úrslitakeppni NBA og í 110. skiptið sem hann skorar 30 stig eða meira. Michael Jordan átti metið en hann skorað 30 stig eða meira í 109 af 179 leikjum sínum í úrslitakeppni NBA. James hefur átt hvernig stórleikinn á fætur öðrum í þessari úrslitakeppni og er núna búinn að ná Jordan. James var fyrir löngu búinn að taka stigametið af Jordan. MJ skoraði á sínum tíma 5987 stig í úrslitakeppni en James er kominn með 6888 stig í úrslitakeppni sem er mögnuð tölfræði. Michael Jordan skoraði 33,4 stig að meðaltali í sínum leikjum í úrslitakeppni en LeBron James er með 28,9 stig að meðaltali í sínum leikjum.LeBron James is doing it all. Tonight marks his 10th career NBA Finals triple-double. He's the first player ever with double-digit triple-doubles in the NBA Finals. (Magic Johnson is 2nd with 8) pic.twitter.com/RL30vM21LW — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 7, 2018 James átti þegar metið yfir flestar þrennur í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn en hann hafði áður tekið það af Magic Johnson sem náði á sínum tíma átta slíkum þrennum. Kannski er enn ótrúlegri staðreyn að LeBron James er búinn að vera með að minnsta kosti 25 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar í síðustu tíu leikjum sínum í lokaúrslitum. Vandamálið er bara að Cleveland hefur aðeins unnið þrjá þeirra. NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
LeBron James hafði litla ástæðu til að brosa eftir leik næturinnar í lokaúrslitum NBA-deildarinnar og skipti þar litlu þótt að hann hafi þar bætt met Michael Jordan og verið sá fyrsti til að ná tíu þrennum í úrslitaeinvígi um titilinn. James og félagar hans töpuðu þriðja leiknum í röð á móti Golden State Warriors og eiga á hættu að vera sópað út úr lokaúrslitunum í næsta leik sem fer fram í Cleveland.LeBron James records his 10th career #NBAFinals triple-double with 33 PTS, 11 AST, 10 REB at home in Game 3. LBJ passes Michael Jordan for the most 30-point #NBAPlayoffs games in NBA history.#WhateverItTakespic.twitter.com/ZthE2xqxan — NBA (@NBA) June 7, 2018 LeBron James skoraði 30 stig í leiknum í nótt og bætti við 11 stoðsendingum og 10 fráköstum. Hann komst í 30 stigin með því að setja niður þrist tæpum tveimur mínútum fyrir leikslok. Þetta var 238 leikur LeBron James í úrslitakeppni NBA og í 110. skiptið sem hann skorar 30 stig eða meira. Michael Jordan átti metið en hann skorað 30 stig eða meira í 109 af 179 leikjum sínum í úrslitakeppni NBA. James hefur átt hvernig stórleikinn á fætur öðrum í þessari úrslitakeppni og er núna búinn að ná Jordan. James var fyrir löngu búinn að taka stigametið af Jordan. MJ skoraði á sínum tíma 5987 stig í úrslitakeppni en James er kominn með 6888 stig í úrslitakeppni sem er mögnuð tölfræði. Michael Jordan skoraði 33,4 stig að meðaltali í sínum leikjum í úrslitakeppni en LeBron James er með 28,9 stig að meðaltali í sínum leikjum.LeBron James is doing it all. Tonight marks his 10th career NBA Finals triple-double. He's the first player ever with double-digit triple-doubles in the NBA Finals. (Magic Johnson is 2nd with 8) pic.twitter.com/RL30vM21LW — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 7, 2018 James átti þegar metið yfir flestar þrennur í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn en hann hafði áður tekið það af Magic Johnson sem náði á sínum tíma átta slíkum þrennum. Kannski er enn ótrúlegri staðreyn að LeBron James er búinn að vera með að minnsta kosti 25 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar í síðustu tíu leikjum sínum í lokaúrslitum. Vandamálið er bara að Cleveland hefur aðeins unnið þrjá þeirra.
NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira