Mikil ólga innan grasrótar VG Sveinn Arnarsson skrifar 7. júní 2018 06:00 Frá kosningavöku Vinstri grænna fyrir alþingiskosningarnar síðastliðið haust. Vísir/Laufey Grasrót Vinstri grænna er afar óánægð með forystu flokksins fyrir að hafa staðið að framlagningu frumvarps um breytingu á veiðigjöldum sem áttu að færa stórútgerðinni skattaafslátt. Síðustu sjö mánuðir hafa verið ansi erfiðir fyrir flokkinn og skilja margir flokksmenn hvorki upp né niður í vegferð hans undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Veiðigjaldafrumvarpið hefur sett þingstörf á hliðina en rúm vika er síðan atvinnuveganefnd lagði til lækkun á veiðigjöldum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, taldi þetta þá vera mikilvægt mál sem þyrfti að samþykkja. „Ég skynja reiði meðal flokksmanna og töluvert öðruvísi og þyngri tón en áður. Flokkurinn hefur fengið yfir sig margar gusurnar síðan ríkisstjórn var mynduð síðastliðið haust. Sú reiði sem kom við stjórnarmyndun er skiljanleg. Hins vegar er þyngri tónn í reiðinni núna og þetta mál ristir dýpra í hugum flokksmanna,“ segir Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna„Mitt persónulega mat er að veiðigjaldamálið þurfi meiri yfirlegu.“ Edward segir VG hafa fengið á sig nokkuð ómaklega gagnrýni á síðustu mánuðum. Samstarfið hafi tekið á. Ekki er langt síðan þingmenn og ráðherrar flokksins skiptu um skoðun á embættisfærslum dómsmálaráðherra til að viðhalda stjórnarsamstarfinu. „Gagnrýni á flokkinn hefur verið mikil og hún skiptist að mínu mati í tvennt. Annars vegar strangt og gott aðhald í félagsmönnum þar sem virkir félagsmenn veita uppbyggilega og vandaða gagnrýni,“ segir Edward. „Hins vegar er svo gagnrýni sem er að einhverju leyti ómakleg. Við verðum að muna að flokkurinn fékk 17 prósenta fylgi og er ekki einráður í ríkisstjórn. Svo virðist sem skuldinni sé skellt á Vinstri græn fyrir allt sem aflaga kunni að fara.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23 Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Grasrót Vinstri grænna er afar óánægð með forystu flokksins fyrir að hafa staðið að framlagningu frumvarps um breytingu á veiðigjöldum sem áttu að færa stórútgerðinni skattaafslátt. Síðustu sjö mánuðir hafa verið ansi erfiðir fyrir flokkinn og skilja margir flokksmenn hvorki upp né niður í vegferð hans undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Veiðigjaldafrumvarpið hefur sett þingstörf á hliðina en rúm vika er síðan atvinnuveganefnd lagði til lækkun á veiðigjöldum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, taldi þetta þá vera mikilvægt mál sem þyrfti að samþykkja. „Ég skynja reiði meðal flokksmanna og töluvert öðruvísi og þyngri tón en áður. Flokkurinn hefur fengið yfir sig margar gusurnar síðan ríkisstjórn var mynduð síðastliðið haust. Sú reiði sem kom við stjórnarmyndun er skiljanleg. Hins vegar er þyngri tónn í reiðinni núna og þetta mál ristir dýpra í hugum flokksmanna,“ segir Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna„Mitt persónulega mat er að veiðigjaldamálið þurfi meiri yfirlegu.“ Edward segir VG hafa fengið á sig nokkuð ómaklega gagnrýni á síðustu mánuðum. Samstarfið hafi tekið á. Ekki er langt síðan þingmenn og ráðherrar flokksins skiptu um skoðun á embættisfærslum dómsmálaráðherra til að viðhalda stjórnarsamstarfinu. „Gagnrýni á flokkinn hefur verið mikil og hún skiptist að mínu mati í tvennt. Annars vegar strangt og gott aðhald í félagsmönnum þar sem virkir félagsmenn veita uppbyggilega og vandaða gagnrýni,“ segir Edward. „Hins vegar er svo gagnrýni sem er að einhverju leyti ómakleg. Við verðum að muna að flokkurinn fékk 17 prósenta fylgi og er ekki einráður í ríkisstjórn. Svo virðist sem skuldinni sé skellt á Vinstri græn fyrir allt sem aflaga kunni að fara.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23 Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23
Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00
Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda