Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. júní 2018 08:00 Rúmlega tíu prósent þjóðarinnar hafa skráð sig á lista Landlæknis fyrir líffæragjafa frá 2014. Vísir/Getty Frá og með næstu áramótum verða allir þeir sem ekki hafa hug á að líffæri þeirra, að þeim látnum, verði notuð við læknismeðferð annars einstaklings að gefa andstöðu sína upp meðan þeir lifa. Frumvarp um ætlað samþykki við líffæragjöf, í stað ætlaðrar neitunar, var samþykkt á Alþingi í gær. Lögin taka gildi fyrsta dag ársins 2019. Í upphafi gerði frumvarpið ráð fyrir því að ætlað samþykki lægi fyrir hjá einstaklingum sem væru sjálfráða en sú breyting var felld úr lögunum við meðferð þingsins. Í frumvarpinu felst hins vegar að óheimilt sé að slík aðgerð fari fram leggist nánasti vandamaður hans gegn því. Slíkt gildir óháð því hvort um yfirlýst samþykki er að ræða eða ætlað samþykki.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins„Þetta varð niðurstaðan í nefndinni, að reka þennan varnagla. Almennt er það mikill léttir fyrir aðstandendur að þekkja vilja hins látna og nær undantekningalaust virða þeir afstöðu hans,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, en hún var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Sjá einnig: Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Meðan á undirbúningi málsins stóð var meðal annars rætt við líffæragjafarteymi á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Í þeim viðræðum kom fram að aðeins er eitt þekkt tilfelli í Svíþjóð þar sem aðstandendur viku frá vilja hins látna. „Þessi lög eru mjög ánægjulegur áfangi,“ segir Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Tölur og gögn frá ríkjum heimsins benda til þess að í löndum þar sem ætlað samþykki er lögfest sé gjafatíðni líffæra hærri en í ríkjum sem búa ekki við slík lög. Hingað til hefur sú leið verið farin hér á landi að fólk þurfi að láta vilja sinn til líffæragjafar skýrt í ljós. Stjórnvöld hafa meðal annars ráðist í herferðir til að fjölga á lista líffæragjafa en það hefur skilað sér í því að rétt rúm tíu prósent landsmanna eru á þeim lista. „Staðreyndin er sú að í flestum tilfellum liggur ekkert fyrir um afstöðu mögulegs gefanda. Liggi slíkt ekki fyrir hefur verið leitað til aðstandenda til að kanna hvort afstaða hins látna hafi legið fyrir meðan hann lifði,“ segir Runólfur. Í lögunum er kveðið á um að velferðarráðuneytið þurfi að kynna innihald þeirra fyrir landsmönnum áður en þau taka gildi um næstu áramót. Þeir sem eindregið leggjast gegn því að líffæri þeirra séu notuð verða að gefa þá afstöðu sína upp á þar til gerðu skráningarformi Embættis landlæknis. „Ég vil ítreka við fólk að ræða um afstöðu sína við eldhúsborðið heima. Slíkt getur komið í veg fyrir að fólk lendi í erfiðri stöðu ef slys eða sjúkdóm aðstandanda ber að,“ segir Silja Dögg. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57 Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Frá og með næstu áramótum verða allir þeir sem ekki hafa hug á að líffæri þeirra, að þeim látnum, verði notuð við læknismeðferð annars einstaklings að gefa andstöðu sína upp meðan þeir lifa. Frumvarp um ætlað samþykki við líffæragjöf, í stað ætlaðrar neitunar, var samþykkt á Alþingi í gær. Lögin taka gildi fyrsta dag ársins 2019. Í upphafi gerði frumvarpið ráð fyrir því að ætlað samþykki lægi fyrir hjá einstaklingum sem væru sjálfráða en sú breyting var felld úr lögunum við meðferð þingsins. Í frumvarpinu felst hins vegar að óheimilt sé að slík aðgerð fari fram leggist nánasti vandamaður hans gegn því. Slíkt gildir óháð því hvort um yfirlýst samþykki er að ræða eða ætlað samþykki.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins„Þetta varð niðurstaðan í nefndinni, að reka þennan varnagla. Almennt er það mikill léttir fyrir aðstandendur að þekkja vilja hins látna og nær undantekningalaust virða þeir afstöðu hans,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, en hún var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Sjá einnig: Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Meðan á undirbúningi málsins stóð var meðal annars rætt við líffæragjafarteymi á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Í þeim viðræðum kom fram að aðeins er eitt þekkt tilfelli í Svíþjóð þar sem aðstandendur viku frá vilja hins látna. „Þessi lög eru mjög ánægjulegur áfangi,“ segir Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Tölur og gögn frá ríkjum heimsins benda til þess að í löndum þar sem ætlað samþykki er lögfest sé gjafatíðni líffæra hærri en í ríkjum sem búa ekki við slík lög. Hingað til hefur sú leið verið farin hér á landi að fólk þurfi að láta vilja sinn til líffæragjafar skýrt í ljós. Stjórnvöld hafa meðal annars ráðist í herferðir til að fjölga á lista líffæragjafa en það hefur skilað sér í því að rétt rúm tíu prósent landsmanna eru á þeim lista. „Staðreyndin er sú að í flestum tilfellum liggur ekkert fyrir um afstöðu mögulegs gefanda. Liggi slíkt ekki fyrir hefur verið leitað til aðstandenda til að kanna hvort afstaða hins látna hafi legið fyrir meðan hann lifði,“ segir Runólfur. Í lögunum er kveðið á um að velferðarráðuneytið þurfi að kynna innihald þeirra fyrir landsmönnum áður en þau taka gildi um næstu áramót. Þeir sem eindregið leggjast gegn því að líffæri þeirra séu notuð verða að gefa þá afstöðu sína upp á þar til gerðu skráningarformi Embættis landlæknis. „Ég vil ítreka við fólk að ræða um afstöðu sína við eldhúsborðið heima. Slíkt getur komið í veg fyrir að fólk lendi í erfiðri stöðu ef slys eða sjúkdóm aðstandanda ber að,“ segir Silja Dögg.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57 Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57
Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15