Gummi Gumm: Ég er algjörlega kominn í gírinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. júní 2018 14:46 Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Litháen á föstudaginn í fyrri leik liðsins í umspili um sæti á HM 2019 sem fram fer í Danmörku og Þýskalandi á næsta ári. Seinni leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni 13. júní en sigurvegarinn fær farseðilinn á næsta stórmót.Guðmundur Guðmundsson valdi í dag 16 manna hóp sem ferðast út á fimmtudaginn og spilar fyrri leikinn en hann valdi upphaflega 30 til æfinga í síðasta mánuði. Litháen er ekki risi í bransanum en þeir sem að þekkja Guðmund Guðmundsson vita að hann virðir mótherjann meira en nokkur annar maður og það verður ekkert gefið eftir í þessu einvígi. „Þetta er ekkert þekktasta landslið heims en við erum búnir að skoða þá vel og við sjáum að þeir eru með mjög frambærilegt lið. Verkefnið er mjög mikilvægt því við viljum komast inn á næsta HM í Danmörku í Þýskalandi,“ segir Guðmundur.Hópurinn sem Guðmundur valdi.mynd/hsíMikilvægir leikir „Við vitum að við þurfum að spila mjög vel. Þetta er erfiður útivöllur. Litháar hafa spilað vel á heimavelli, til dæmis á móti Noregi og Frakklandi og eru því með sjálfstraust.“ Guðmundur hefur sagt oft eftir að hann tók við liðinu að það taki um þrjú ár að koma þessu „nýja“ liði upp í hæstu hæðir og því hlýtur að vera rosalega mikilvægt að missa ekki út stórmót í þeirri þróun. „Þetta er mjög mikilvægt. Við erum á tímamótum sem lið því það er svo gríðarleg endurnýjun í liðinu. Þarna eru að stíga sín fyrstu skref ungir leikmenn og aðrir sem hafa ekki spilað með landsliðinu í nokkur ár. Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa. Það er spennandi en líka krefjandi,“ segir Guðmundur. „Við áttum okkur á því að við þurfum að hafa fyrir sigri í hverjum einasta leik. Það er ekkert gefið fyrirfram í þessu.“Gummi Gumm er kominn í gírinnvísirÍ gírnum næstu vikuna Landsliðsþjálfarinn hefur ekki getað hætt að brosa eftir að hann tók við liðinu í þriðja sinn fyrr á árinu en hann meðal annars virkilega ánægður með frammistöðu strákanna á æfingamótinu í Noregi í mars. Nú eru aftur á móti gríðarlega mikilvægir leikir framundan og þá er það bara harkan sex. „Ég er bara kominn algjörlega í gírinn og einbeitingin er 100 prósent á þetta verkefni. Ég er vanur því að vilja brosa eftir leikina,“ segir Guðmundur og brosir breitt. „Ég nýt þess að starfa með leikmönnunum og liðinu. Æfingarnar í síðustu viku voru algjörlega stórkostlegar þannig vonandi skilar það sér bara inn í leikina. Ég er kominn í minn einbeitingargír og mun halda honum fram yfir síðari leikinnm,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 6. júní 2018 13:47 Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019. 6. júní 2018 13:56 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Litháen á föstudaginn í fyrri leik liðsins í umspili um sæti á HM 2019 sem fram fer í Danmörku og Þýskalandi á næsta ári. Seinni leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni 13. júní en sigurvegarinn fær farseðilinn á næsta stórmót.Guðmundur Guðmundsson valdi í dag 16 manna hóp sem ferðast út á fimmtudaginn og spilar fyrri leikinn en hann valdi upphaflega 30 til æfinga í síðasta mánuði. Litháen er ekki risi í bransanum en þeir sem að þekkja Guðmund Guðmundsson vita að hann virðir mótherjann meira en nokkur annar maður og það verður ekkert gefið eftir í þessu einvígi. „Þetta er ekkert þekktasta landslið heims en við erum búnir að skoða þá vel og við sjáum að þeir eru með mjög frambærilegt lið. Verkefnið er mjög mikilvægt því við viljum komast inn á næsta HM í Danmörku í Þýskalandi,“ segir Guðmundur.Hópurinn sem Guðmundur valdi.mynd/hsíMikilvægir leikir „Við vitum að við þurfum að spila mjög vel. Þetta er erfiður útivöllur. Litháar hafa spilað vel á heimavelli, til dæmis á móti Noregi og Frakklandi og eru því með sjálfstraust.“ Guðmundur hefur sagt oft eftir að hann tók við liðinu að það taki um þrjú ár að koma þessu „nýja“ liði upp í hæstu hæðir og því hlýtur að vera rosalega mikilvægt að missa ekki út stórmót í þeirri þróun. „Þetta er mjög mikilvægt. Við erum á tímamótum sem lið því það er svo gríðarleg endurnýjun í liðinu. Þarna eru að stíga sín fyrstu skref ungir leikmenn og aðrir sem hafa ekki spilað með landsliðinu í nokkur ár. Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa. Það er spennandi en líka krefjandi,“ segir Guðmundur. „Við áttum okkur á því að við þurfum að hafa fyrir sigri í hverjum einasta leik. Það er ekkert gefið fyrirfram í þessu.“Gummi Gumm er kominn í gírinnvísirÍ gírnum næstu vikuna Landsliðsþjálfarinn hefur ekki getað hætt að brosa eftir að hann tók við liðinu í þriðja sinn fyrr á árinu en hann meðal annars virkilega ánægður með frammistöðu strákanna á æfingamótinu í Noregi í mars. Nú eru aftur á móti gríðarlega mikilvægir leikir framundan og þá er það bara harkan sex. „Ég er bara kominn algjörlega í gírinn og einbeitingin er 100 prósent á þetta verkefni. Ég er vanur því að vilja brosa eftir leikina,“ segir Guðmundur og brosir breitt. „Ég nýt þess að starfa með leikmönnunum og liðinu. Æfingarnar í síðustu viku voru algjörlega stórkostlegar þannig vonandi skilar það sér bara inn í leikina. Ég er kominn í minn einbeitingargír og mun halda honum fram yfir síðari leikinnm,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 6. júní 2018 13:47 Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019. 6. júní 2018 13:56 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 6. júní 2018 13:47
Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019. 6. júní 2018 13:56