Kim og Trump funda á fimm stjörnu hóteli Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júní 2018 06:49 Capella hótelið er sagt sneisafullt af alls kyns þægindum. Vísir/getty Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. Talsmaður Hvíta hússins greindi frá staðsetningunni í nótt en fundurinn fer fram þann 12. júní næstkomandi, á þriðjudaginn í næstu viku. Þetta verður fyrsti fundur sem leiðtogi Norður-Kóreu hefur átt með sitjandi forseta Bandaríkjanna. Í ljósi sögulegs mikilvægis fundarins var því ekki talið úr vegi að velja virðulegan fundarstað.Sjá einnig: Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un?UPDATE: The venue for the Singapore summit between @POTUS and Leader Kim Jong Un will be the Capella Hotel on Sentosa Island. We thank our great Singaporean hosts for their hospitality.— Sarah Sanders (@PressSec) June 5, 2018 Því varð hið fimm stjörnu Capella hótel á Sentosa fyrir valinu. Eyjan er ein þerra 63 sem mynda Singapúr. Hótelið er sagt sitja á landareign sem telur um 500 hektara, sé uppfullt af alls kyns þægindum, einkaströndum og fallegum golfvöllum. Líklegt verður að teljast að Trump og Kim grípi sér golfkylfu í hönd einhvern tímann á milli funda, en sá fyrrnefndi er þekktur fyrir að draga þjóðarleiðtoga með sér á golfvöllinn. Hvort sá síðarnefndi sé liðtækur í golfi liggur þó ekki fyrr. Fræg er þó flökkusagan af föður hans, Kim Jong-il, sem sagður er hafa farið 11 holur í höggi á einum golfhring í Pjongjang. Hvað sem því líður þá mun ekki væsa um leiðtogana, ef marka má myndirnar af fundarstað þeirra á vef hótelsins. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34 Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. 2. júní 2018 23:30 Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. Talsmaður Hvíta hússins greindi frá staðsetningunni í nótt en fundurinn fer fram þann 12. júní næstkomandi, á þriðjudaginn í næstu viku. Þetta verður fyrsti fundur sem leiðtogi Norður-Kóreu hefur átt með sitjandi forseta Bandaríkjanna. Í ljósi sögulegs mikilvægis fundarins var því ekki talið úr vegi að velja virðulegan fundarstað.Sjá einnig: Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un?UPDATE: The venue for the Singapore summit between @POTUS and Leader Kim Jong Un will be the Capella Hotel on Sentosa Island. We thank our great Singaporean hosts for their hospitality.— Sarah Sanders (@PressSec) June 5, 2018 Því varð hið fimm stjörnu Capella hótel á Sentosa fyrir valinu. Eyjan er ein þerra 63 sem mynda Singapúr. Hótelið er sagt sitja á landareign sem telur um 500 hektara, sé uppfullt af alls kyns þægindum, einkaströndum og fallegum golfvöllum. Líklegt verður að teljast að Trump og Kim grípi sér golfkylfu í hönd einhvern tímann á milli funda, en sá fyrrnefndi er þekktur fyrir að draga þjóðarleiðtoga með sér á golfvöllinn. Hvort sá síðarnefndi sé liðtækur í golfi liggur þó ekki fyrr. Fræg er þó flökkusagan af föður hans, Kim Jong-il, sem sagður er hafa farið 11 holur í höggi á einum golfhring í Pjongjang. Hvað sem því líður þá mun ekki væsa um leiðtogana, ef marka má myndirnar af fundarstað þeirra á vef hótelsins.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34 Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. 2. júní 2018 23:30 Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34
Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. 2. júní 2018 23:30
Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59