WOW air sleppur við bætur vegna fugls Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júní 2018 21:14 Flugi WOW var aflýst vegna skemmda á hreyfli vélarinnar. Vísir/Getty WOW air þarf ekki að greiða átta einstaklingum skaðabætur eftir að flugi flugfélagsins frá Kaupmannahafnar til Keflavíkur þann 23. október síðastliðinn var aflýst. Samgöngustofa hafnaði kröfu farþeganna. Fluginu var aflýst eftir að í ljós kom við skoðun á vélinni fyrir flugtak að alvarlegar skemmdir væru á öðrum hreyfli vélarinnar sem rekja mátti til áreksturs fugls við hreyfilinn.Líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma urðu nokkrar raskanir á leiðakerfi WOW air vegna bilunarinnar. Hluti farþega vélarinnar fékk far með öðru flugi um tólf tímum eftir áætlað flugtak en aðrir farþegar biðu í rúmlega sólarhring. Átta farþegar sem áttu bókað far með vélinni sendu inn fimm kvartanir til Samgöngustofu þar sem farið var fram á skaðabætur vegna þeirra tafa sem urðu á för þeirra vegna bilunarinnar.Flugfélagið telur sig ekki hafa stjórn á fuglum WOW air hafnaði bótaskyldu vegna allra kvartananna á þeim grundvelli að það atvik að fugl fari í hreyfil flokkist undir óviðráðanlegar aðstæður í skilningu laga. Fuglar séu hluti af náttúrunni, lúti ekki stjórn neins og að flugfélagið hafi engin úrræði til þess að koma í veg fyrir að fuglar fljúgi í hreyfla flugvéla flugfélagsins. Þá hafi flugfélagið einnig gert allt sem í sínu valdi stóð til að takmarka seinkunina. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir stofnunin telji þau atvik þar sem fugl fer í hreyfil flugvélar vera tilviljanakennd og óviðráðanleg af hálfu viðkomandi flugfélags. Ómögulegt væri fyrir flugrekendur að afstýra slíkum atvikum. Því væri WOW air ekki skaðabótaskylt vegna þeirra tafa sem farþegarnir urðu fyrir. Segir einnig að það atvik sem olli því að fluginu var aflýst hafi gert flugvélina óflughæfa og því ekki óeðlilegt að verulega raskanir yrðu á flugferð þeirra sem kvörtuðu. WOW air hafi hins vegar gert sitt til þess að lágmarka neikvæðar afleiðingar bilunarinnar með því að bjóða farþegum endurgreiðslu eða að komast á ákvörðunarstað með öðru flugferðum sem áttu sér stað 12 eða 24 klukkutímum eftir upphaflegan brottfarartíma. Af þeim sem kvörtuðu voru tveir sem fengu far með seinni ferðinni og þurftu þeir því að bíða í 24 tíma. Þarf WOW air að greiða þeim kostnað vegna farar til og frá flugvelli, sem og dagpeninga og hótelkostnað, samtals 360 evrur, um 45 þúsund krónur. Niðurstöðu Samgöngustofu má sjá hér, hér, hér, hér og hér. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn "Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr.“ 24. október 2017 15:59 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
WOW air þarf ekki að greiða átta einstaklingum skaðabætur eftir að flugi flugfélagsins frá Kaupmannahafnar til Keflavíkur þann 23. október síðastliðinn var aflýst. Samgöngustofa hafnaði kröfu farþeganna. Fluginu var aflýst eftir að í ljós kom við skoðun á vélinni fyrir flugtak að alvarlegar skemmdir væru á öðrum hreyfli vélarinnar sem rekja mátti til áreksturs fugls við hreyfilinn.Líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma urðu nokkrar raskanir á leiðakerfi WOW air vegna bilunarinnar. Hluti farþega vélarinnar fékk far með öðru flugi um tólf tímum eftir áætlað flugtak en aðrir farþegar biðu í rúmlega sólarhring. Átta farþegar sem áttu bókað far með vélinni sendu inn fimm kvartanir til Samgöngustofu þar sem farið var fram á skaðabætur vegna þeirra tafa sem urðu á för þeirra vegna bilunarinnar.Flugfélagið telur sig ekki hafa stjórn á fuglum WOW air hafnaði bótaskyldu vegna allra kvartananna á þeim grundvelli að það atvik að fugl fari í hreyfil flokkist undir óviðráðanlegar aðstæður í skilningu laga. Fuglar séu hluti af náttúrunni, lúti ekki stjórn neins og að flugfélagið hafi engin úrræði til þess að koma í veg fyrir að fuglar fljúgi í hreyfla flugvéla flugfélagsins. Þá hafi flugfélagið einnig gert allt sem í sínu valdi stóð til að takmarka seinkunina. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir stofnunin telji þau atvik þar sem fugl fer í hreyfil flugvélar vera tilviljanakennd og óviðráðanleg af hálfu viðkomandi flugfélags. Ómögulegt væri fyrir flugrekendur að afstýra slíkum atvikum. Því væri WOW air ekki skaðabótaskylt vegna þeirra tafa sem farþegarnir urðu fyrir. Segir einnig að það atvik sem olli því að fluginu var aflýst hafi gert flugvélina óflughæfa og því ekki óeðlilegt að verulega raskanir yrðu á flugferð þeirra sem kvörtuðu. WOW air hafi hins vegar gert sitt til þess að lágmarka neikvæðar afleiðingar bilunarinnar með því að bjóða farþegum endurgreiðslu eða að komast á ákvörðunarstað með öðru flugferðum sem áttu sér stað 12 eða 24 klukkutímum eftir upphaflegan brottfarartíma. Af þeim sem kvörtuðu voru tveir sem fengu far með seinni ferðinni og þurftu þeir því að bíða í 24 tíma. Þarf WOW air að greiða þeim kostnað vegna farar til og frá flugvelli, sem og dagpeninga og hótelkostnað, samtals 360 evrur, um 45 þúsund krónur. Niðurstöðu Samgöngustofu má sjá hér, hér, hér, hér og hér.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn "Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr.“ 24. október 2017 15:59 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn "Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr.“ 24. október 2017 15:59