Farþegar WOW strandaglópar á Írlandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júní 2018 06:15 Farþegar vörðu alls um 5 klukkustundum á flugvellinum í Shannon, áður en þeim var loks komið fyrir á hóteli í hálftíma fjarlægð. WOW Air Farþegar í flugi WOW Air frá Barcelona til Keflavíkur furða sig á takmarkaðri upplýsingagjöf frá flugfélaginu. Þeir eru nú strandaglópar í Shannon á Írlandi og gera ekki ráð fyrir að koma til Íslands fyrr en í kvöld, um sólarhring eftir að ferðalag þeirra hófst. Upplýsingafulltrúi WOW segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma farþegum til síns heima. Í samtali við Vísi segir einn farþegi vélarinnar, sem ekki vill láta nafn síns getið, að vélinni hafi verið beint til Írlands eftir um tveggja klukkustunda flug. Lagt var af stað frá Barcelona klukkan 21:20 að íslenskum tíma og fyrirhugað var að lenda í Keflavík um kl. 01:40 í nótt. Flugmaður vélarinnar hafi tjáð farþegum að ástæðan fyrir útúrdúrnum væri þykk þoka í Keflavík, skyggnið væri svo lítið að ekki væri talið óhætt að lenda vélinni. Farþeginn bendir blaðamanni á að sú skýring haldi varla vatni. Önnur vél WOW Air, sem flaug frá Varsjá í Póllandi, lenti í Keflavík um klukkan 01:40 - sama tíma og fyrirhugað var að lenda vélinni frá Barcelona. Ekki er að sjá á vef Keflavíkurflugvallar að öðrum vélum hafi þurft að vísa frá Keflavík vegna þoku - aðeins fluginu frá Barcelona, sem nú hefur verið aflýst. Þegar til Shannon var komið þurftu farþegar að bíða í vélinni í um þrjár klukkustundir áður en þeim var hleypt inn í flugstöðina. Þegar farþegar bentu áhafnarmeðlimum á að aðrar vélar virtust hafa geta lent í Keflavík, þrátt fyrir meinta þoku, var þeim tjáð að viðkomuna á Írlandi mætti í raun rekja til eldsneytisskorts. Ákveðið hafi verið að lenda í Shannon til að fylla á tank vélarinnar. Þessa stundina eru starfsmenn vallarins í óðaönn við að flytja farþega á hótel í Limerick og ætlað er að þeir verði komnir inn á herbergi um klukkan 07:00. Þeir gera ekki ráð fyrir öðru en að dvelja þar næstu 10 tímana hið minnsta, enda þarf áhöfn vélarinnar að uppfylla lögbundinn hvíldartíma. Farþegar vélarinnar sem Vísir hefur rætt við eru argir vegna samskiptanna við flugfélagið, en þeir lýsa upplýsingagjöfinni sem „lélegri og misvísandi.“Aðstæður geti breyst hratt Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir í tölvupósti til Vísis að það hafi verið ákvörðun flugstjórans að lenda ekki í Keflavík. Ástæðan hafi verið þoka og undirstrikar Svanhvít að aðstæður geti breyst mjög hratt. Öryggi farþega sé ávallt í fyrirrúmi og því hafi flugstjórinn ekki viljað hætta á lendingu í Keflavík. Svanhvít segir jafnframt að WOW vinni nú „hörðum höndum að því að koma farþegum til landsins.“ Í tilkynningu WOW Air til farþega sem send var á tíunda tímanum í morgun kemur fram að reiknað sé með því að flugvélin fari í loftið klukkan 16:30 að staðartíma í dag. Beðist er velvirðingar á óþægindunum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 09:43 eftir tilkynningu WOW Air til farþega. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
Farþegar í flugi WOW Air frá Barcelona til Keflavíkur furða sig á takmarkaðri upplýsingagjöf frá flugfélaginu. Þeir eru nú strandaglópar í Shannon á Írlandi og gera ekki ráð fyrir að koma til Íslands fyrr en í kvöld, um sólarhring eftir að ferðalag þeirra hófst. Upplýsingafulltrúi WOW segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma farþegum til síns heima. Í samtali við Vísi segir einn farþegi vélarinnar, sem ekki vill láta nafn síns getið, að vélinni hafi verið beint til Írlands eftir um tveggja klukkustunda flug. Lagt var af stað frá Barcelona klukkan 21:20 að íslenskum tíma og fyrirhugað var að lenda í Keflavík um kl. 01:40 í nótt. Flugmaður vélarinnar hafi tjáð farþegum að ástæðan fyrir útúrdúrnum væri þykk þoka í Keflavík, skyggnið væri svo lítið að ekki væri talið óhætt að lenda vélinni. Farþeginn bendir blaðamanni á að sú skýring haldi varla vatni. Önnur vél WOW Air, sem flaug frá Varsjá í Póllandi, lenti í Keflavík um klukkan 01:40 - sama tíma og fyrirhugað var að lenda vélinni frá Barcelona. Ekki er að sjá á vef Keflavíkurflugvallar að öðrum vélum hafi þurft að vísa frá Keflavík vegna þoku - aðeins fluginu frá Barcelona, sem nú hefur verið aflýst. Þegar til Shannon var komið þurftu farþegar að bíða í vélinni í um þrjár klukkustundir áður en þeim var hleypt inn í flugstöðina. Þegar farþegar bentu áhafnarmeðlimum á að aðrar vélar virtust hafa geta lent í Keflavík, þrátt fyrir meinta þoku, var þeim tjáð að viðkomuna á Írlandi mætti í raun rekja til eldsneytisskorts. Ákveðið hafi verið að lenda í Shannon til að fylla á tank vélarinnar. Þessa stundina eru starfsmenn vallarins í óðaönn við að flytja farþega á hótel í Limerick og ætlað er að þeir verði komnir inn á herbergi um klukkan 07:00. Þeir gera ekki ráð fyrir öðru en að dvelja þar næstu 10 tímana hið minnsta, enda þarf áhöfn vélarinnar að uppfylla lögbundinn hvíldartíma. Farþegar vélarinnar sem Vísir hefur rætt við eru argir vegna samskiptanna við flugfélagið, en þeir lýsa upplýsingagjöfinni sem „lélegri og misvísandi.“Aðstæður geti breyst hratt Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir í tölvupósti til Vísis að það hafi verið ákvörðun flugstjórans að lenda ekki í Keflavík. Ástæðan hafi verið þoka og undirstrikar Svanhvít að aðstæður geti breyst mjög hratt. Öryggi farþega sé ávallt í fyrirrúmi og því hafi flugstjórinn ekki viljað hætta á lendingu í Keflavík. Svanhvít segir jafnframt að WOW vinni nú „hörðum höndum að því að koma farþegum til landsins.“ Í tilkynningu WOW Air til farþega sem send var á tíunda tímanum í morgun kemur fram að reiknað sé með því að flugvélin fari í loftið klukkan 16:30 að staðartíma í dag. Beðist er velvirðingar á óþægindunum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 09:43 eftir tilkynningu WOW Air til farþega.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira