Nú er ég orðinn nöðrubani Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 5. júní 2018 07:00 Í fyrradag sýndist mér ég sjá rottuhala einn renna fimlega bak við strigapoka þegar ég var ásamt tengdó í skúr hans að hella bruggi á vínbelgi. Ég brást víkingalega við og reif pokann upp en þá blasti við mér snákur einn svipljótur. Vildi hann þó spara mér fundinn við sig svo hann flúði út í horn en þar gerði tengdó atlögu að dýrinu með göngustafinn á lofti. Hvæsti snákurinn þá svo hvein í skúrnum. En aftur flúði sá ílangi en þá skipti engum togum að gamli ólífubóndinn, sem hafði flókaskó góða á fótum, steig á kvikindið aftanvert sem komst því hvergi. Var ég kvikur þá sem kúreki í einvígi og náði í rör eitt eigi all lítið og lamdi þann ílanga ofarlega svo nær tók af höfuðið og var það hans bani. Var allt kjurt um stund og taldi ég óhætt að vinda sér í vínið og önnur tilfallandi landbúnaðarstörf sem gengu áfallalaust. Að þeim loknum vildi ég farga vágesti þessum og setti ég því plastpoka utan um puttana til að höndla dýrið. Vildi þá ekki betur til en svo að snákurinn tók upp fyrri hætti og skók ílangan skrokkinn eins og ungviði. Kunni ég þessu illa enda langt um liðið frá því ég hafði vegið snákinn. Nú er freistandi að nota skáldaleyfið og halda því fram að hér hafi verið eiturnaðra mikil á ferðinni. En langnaðra þessi er reyndar alveg meinlaus. Ja, meinlaus, það er kannski ekki rétt að orða það svo því eftir fund þennan er ég svo hvekktur orðinn að ég sé ekki fram á að geta snert garðslöngu næstu árin né lagt mér nokkuð ílangt til munns. Eins og mér fannst nú spagetti gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrradag sýndist mér ég sjá rottuhala einn renna fimlega bak við strigapoka þegar ég var ásamt tengdó í skúr hans að hella bruggi á vínbelgi. Ég brást víkingalega við og reif pokann upp en þá blasti við mér snákur einn svipljótur. Vildi hann þó spara mér fundinn við sig svo hann flúði út í horn en þar gerði tengdó atlögu að dýrinu með göngustafinn á lofti. Hvæsti snákurinn þá svo hvein í skúrnum. En aftur flúði sá ílangi en þá skipti engum togum að gamli ólífubóndinn, sem hafði flókaskó góða á fótum, steig á kvikindið aftanvert sem komst því hvergi. Var ég kvikur þá sem kúreki í einvígi og náði í rör eitt eigi all lítið og lamdi þann ílanga ofarlega svo nær tók af höfuðið og var það hans bani. Var allt kjurt um stund og taldi ég óhætt að vinda sér í vínið og önnur tilfallandi landbúnaðarstörf sem gengu áfallalaust. Að þeim loknum vildi ég farga vágesti þessum og setti ég því plastpoka utan um puttana til að höndla dýrið. Vildi þá ekki betur til en svo að snákurinn tók upp fyrri hætti og skók ílangan skrokkinn eins og ungviði. Kunni ég þessu illa enda langt um liðið frá því ég hafði vegið snákinn. Nú er freistandi að nota skáldaleyfið og halda því fram að hér hafi verið eiturnaðra mikil á ferðinni. En langnaðra þessi er reyndar alveg meinlaus. Ja, meinlaus, það er kannski ekki rétt að orða það svo því eftir fund þennan er ég svo hvekktur orðinn að ég sé ekki fram á að geta snert garðslöngu næstu árin né lagt mér nokkuð ílangt til munns. Eins og mér fannst nú spagetti gott.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun