Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2018 20:30 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. Í Fréttablaðinu í dag kveðst hjartveikur maður hafa gleymst á hjartagátt Landspítalans í síðustu viku. Eftir ómskoðun beið hann afskiptur í fleiri klukkutíma en að lokum fór hann heim og skildi eftir símanúmerið sitt. Um kvöldið var hringt í hann og hann boðaður í tafarlausa hjartaþræðingu enda ein slagæðin níutíu prósent lokuð. Aðspurður segir Páll að sjúklingurinn hafi að öllum líkindum ekki gleymst: „Nei, það tel ég nú ekki vera en í sjálfu sér er ekki rétt að ég tjái mig um málefni einstakra sjúklinga. Þetta mál er til skoðunar hjá okkur og landlækni en mér skilst að enginn skaði hafi orðið.” Páll segir líklegra að sjúklingurinn hafi lent í allt of langri bið vegna manneklu. „Við erum í vanda með mönnun, sérstaklega yfir sumarmánuðina og þegar álagið, sem er vissulega sveiflukennt í bráðastarfsemi, verður mjög mikið þá getur orðið handagangur í öskjunni.” Hjartagáttin er á Landspítala við Hringbraut en þar sem ekki hefur tekist að fá hjúkrunarfræðinga til starfa í sumar verður deildinni lokað í júlí. Bráðaþjónustan mun flytjast yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi, þar sem mikill þungi er í starfsemi nú þegar. Hluti af þjónustunni, sem ekki er í forgangi, mun frestast fram yfir sumarfrí starfsmanna. „Við erum að reyna að nýta á sem allra besta hátt það sérhæfa starfsfólk sem við höfum, sem er að leggja sig virkilega fram og jafnvel sumt hvert að fresta sumarfríum til þess að við getum veitt þá þjónustu sem við viljum veita fyrir landsmenn.” Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Hjartveikur maður hefur kvartað til Landlæknis eftir að hafa gleymst á gangi hjartagáttar Landspítalans í síðustu viku. Sat afskiptur með hjartaverk í fimm tíma. Tveimur dögum eftir að hann leitaði fyrst á deildina fór hann í þræðingu. Slagæð reyndist nær alveg lokuð. 4. júní 2018 06:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. Í Fréttablaðinu í dag kveðst hjartveikur maður hafa gleymst á hjartagátt Landspítalans í síðustu viku. Eftir ómskoðun beið hann afskiptur í fleiri klukkutíma en að lokum fór hann heim og skildi eftir símanúmerið sitt. Um kvöldið var hringt í hann og hann boðaður í tafarlausa hjartaþræðingu enda ein slagæðin níutíu prósent lokuð. Aðspurður segir Páll að sjúklingurinn hafi að öllum líkindum ekki gleymst: „Nei, það tel ég nú ekki vera en í sjálfu sér er ekki rétt að ég tjái mig um málefni einstakra sjúklinga. Þetta mál er til skoðunar hjá okkur og landlækni en mér skilst að enginn skaði hafi orðið.” Páll segir líklegra að sjúklingurinn hafi lent í allt of langri bið vegna manneklu. „Við erum í vanda með mönnun, sérstaklega yfir sumarmánuðina og þegar álagið, sem er vissulega sveiflukennt í bráðastarfsemi, verður mjög mikið þá getur orðið handagangur í öskjunni.” Hjartagáttin er á Landspítala við Hringbraut en þar sem ekki hefur tekist að fá hjúkrunarfræðinga til starfa í sumar verður deildinni lokað í júlí. Bráðaþjónustan mun flytjast yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi, þar sem mikill þungi er í starfsemi nú þegar. Hluti af þjónustunni, sem ekki er í forgangi, mun frestast fram yfir sumarfrí starfsmanna. „Við erum að reyna að nýta á sem allra besta hátt það sérhæfa starfsfólk sem við höfum, sem er að leggja sig virkilega fram og jafnvel sumt hvert að fresta sumarfríum til þess að við getum veitt þá þjónustu sem við viljum veita fyrir landsmenn.”
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Hjartveikur maður hefur kvartað til Landlæknis eftir að hafa gleymst á gangi hjartagáttar Landspítalans í síðustu viku. Sat afskiptur með hjartaverk í fimm tíma. Tveimur dögum eftir að hann leitaði fyrst á deildina fór hann í þræðingu. Slagæð reyndist nær alveg lokuð. 4. júní 2018 06:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Hjartveikur maður hefur kvartað til Landlæknis eftir að hafa gleymst á gangi hjartagáttar Landspítalans í síðustu viku. Sat afskiptur með hjartaverk í fimm tíma. Tveimur dögum eftir að hann leitaði fyrst á deildina fór hann í þræðingu. Slagæð reyndist nær alveg lokuð. 4. júní 2018 06:00