Rúnar Kárason: Viðbjóðslegur tilfinningaleikur Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2018 14:00 Rúnar Kárason hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Hannover-Burgdorf. vísir/getty „Tilfinningin er góð núna. Ég er búinn að vera í miklum tilfinningarússíbana síðustu tíu daga eða svo en núna er þetta búið.“ Þetta segir Rúnar Kárason, landsliðsmaður Íslands í handbolta, sem hefur spilað sinn síðasta leik í búningi Hannover-Burgdorf í Þýskalandi. Síðustu 18 mánuðir þar hafa verið honum mjög erfiðir en nú taka við spennandi tímar hjá Ribe-Esbjerg í Danmörku. Rúnar vakti athygli með röð tísta á Twitter-síðu sinni í gær þar sem hann viðurkenndi að hafa grátið meira í síðustu viku en á síðustu níu árum ævi sinnar. Atvinnumennskan getur verið harður heimur og því fékk Rúnar að kynnast á síðustu mánuðunum í Hannover.#allirgráta og ég skammast mín ekki fyrir það.. það er alltaf ljós í enda ganganna, ég er byrjaður að sjá það og ég er glaður! Engin tár til nema fyrir gleði! — Rúnar Kárason (@runarkarason) June 3, 2018mynd/hannover-burgdorfLeið vel utan vallar „Síðustu viku erum við búin að vera að kveðja og ganga frá okkar málum. Við konan erum með tvo krakka á leikskóla og þeim gengur mjög vel. Þeir hafa eignast góða vini þar sem er ekkert sjálfgefið og svo höfum við eignast góða vini í gegnum þessar fjölskyldur. Þær var erfitt að kveðja,“ segir Rúnar sem hefur verið einn undanfarna daga. „Konan og börnin fóru á miðvikudaginn og þá var bara fyrir mig að komast í gegnum þrjár æfingar og síðasta leikinn. Tilfinningarússíbaninn hefur aðallega tengst því að kveðja gott fólk og það var sérstaklega erfitt fyrir börnin að kveðja vini sína og erfitt fyrir okkur að vita að þetta fólk munum við líklega aldrei hitta aftur.“ Þrátt fyrir að Rúnari hefur ekki liðið nægilega vel í handboltanum síðustu mánuði hefur lífið utan vallar verið fínt og að einhverju leyti það sem hefur haldið honum gangandi. „Okkur hefur liðið mjög vel utan vallar. Menningarmunurinn í Þýskalandi fer svona að koma í ljós meira og meira því lengur sem maður er hérna og þankagangurinn í fólkinu. Það fer í taugarnar á manni en við höfðum það rosalega gott. Við bjuggum á góðum stað og krökkunum gekk mjög vel í leikskólanum,“ segir Rúnar. „Á meðan þetta allt hefur verið í gangi með að kveðja og pakka fyrir flutningana hefur maður ýtt kjaftæðinu í boltanum til hliðar. Þetta braust svo allt saman út eftir síðasta leikinn. Nú er þetta loksins búið, en síðustu 18 mánuðir hafa verið skrýtnir.“Rúnar spilaði vel á HM í Frakklandi.vísir/gettyVildi losna fyrir löngu Rúnar gerði nýjan samning við Hannover fyrir þremur árum sem var uppsegjanlegur fyrir síðustu leiktíð. Hann ákvað strax í september 2016 að hann vildi ekki vera lengur hjá Hannover-Burgdorf eða í Þýskalandi yfir höfuð. Hann bað því umboðsmann sinn um að rifta samningnum og finna eitthvað nýtt lið fyrir sig þar að hann gæti hafið störf í byrjun árs 2017 eftir HM í Frakklandi. „Umbinn sem ég var með þá var þýskur jaki sem vildi hafa mig í Þýskalandi. Hann var svona komin á efri árin og nennti ekkert alltaf að vinna vinnuna sína. Hann sagði mér bara að róa mig en ég gerði honum alveg ljóst að ég vildi ekki vera áfram í Þýskalandi,“ segir Rúnar sem er hjá sínu fimmta liði þar í landi. „Þarna dregur alltaf nær og nær áramótum og ekkert er að gerast. Ég segi félaginu að ég vilji komast í burtu en þá er ég beðinn um að vera áfram og skrifa undir klásúlu sem að tekur út klásúluna um að ég gæti farið. Það myndi tryggja að ég yrði áfram.“ Ekkert gerðist og alltaf styttist í HM 2017. Rúnar er í sambúð og á tvö börn og gat ekki tekið áhættuna á að fara samningslaus á HM í Frakklandi því ef hann myndi meiðast þar stæði hann uppi atvinnulaus. „Ég, búinn að slíta krossband tvisvar sinnum, gat ekki tekið þessa áhættu. Ég var hræddur við að segja upp samningnum þarna og vera með fjölskylduna í hers höndum. Við ákváðum því að vera áfram en svo fór ég á HM, spilaði vel og fékk strax tvö eða þrjú góð tilboð sem ég gat ekki tekið því ég var fastur í Þýskalandi,“ segir Rúnar.Rúnar sló í gegn með uppeldisfélaginu Fram áður en að hann fór út.vísirUpphafið að endanum Eftir að Rúnar kom aftur til móts við Hannover eftir HM 2017 gekk liðinu ömurlega. Það vann varla leik en Rúnar var samt sem áður að spila 20-40 mínútur í leik sem þykir bara fínt í atvinnuhandbolta þar sem tveir eru í hverri stöðu. En, þegar að liðið vann ekkert breytti þjálfarinn engu. „Þjálfarinn var með sömu æfingarnar, sama byrjunarliðið og gerði sömu skiptingarnar. Þrátt fyrir að ég væri kannski að spila vel í fyrri hálfleik kom hinn alltaf inn á í seinni. Hann treysti honum betur en þeir voru gamlir liðsfélagar,“ segir Rúnar. „Ég sagði við þjálfarann í mars 2017 að ég vildi fara. Hann vildi ekki sleppa mér og maí mánuður var ógeðslega erfiður. En, svo var þjálfarinn rekinn og ég var sæmilega spenntur fyrir því. Svo byrjar nýtt undirbúningstímabil og það var alveg ljóst að ég var ekkert inn í myndinni hjá nýja þjálfaranum.“ „Það sama var uppi á teningnum. Það átti greinilega að nota hinn leikmaninn sem heitir Kai Häfner og er þýskur landsliðsmaður. Ég er ekki að segja að ég hafi gefist upp en þetta dró alveg úr mér kraftinn. Það var erfitt að berjast við vegg sem var augljóst að maður komst ekki í gegnum,“ segir Rúnar.Carlos Ortega kom illa fram við Rúnar undir lokin.vísir/getty„Þú gerir ekkert fyrir liðið“ Rúnar segir að strax í september á síðasta ári hafi nýr þjálfari liðsins áttað sig á því að hann gat ekki spilað þýska landsliðsmanninum í 60 mínútur í öllum leikjum. Rúnar fékk því að spila tíu mínútur í vörn og sókn í fyrri hálfleik og allan seinni hálfleikinn í vörninni. Það var hans nýja hlutverk. „Ég stóð mig bara vel, sérstaklega í varnarleiknum. Við vorum að snúa leikjum í seinni hálfleik þannig að þrátt fyrir að ég væri ekkert svakalega sáttur reyndi ég bara að einbeita mér að því góða,“ segir Rúnar, en svo kom að endalokum hjá honum og spænska þjálfaranum Carlos Ortega. Liðið var komið í undanúrslit bikarsins en bikarhelgin (Final Four) er hápunktur tímabilsins í Þýskalandi. Hannover tapaði mjög illa í síðasta leiknum fyrir bikarhelgina þar sem að allir spiluðu mjög illa en Rúnar var tekinn hressilega fyrir og það á stórfurðulegum tímapunkti. „Þjálfarinn segir við mig í hádegismatnum tveimur klukkutímum fyrir undanúrslitaleikinn að ég geri ekki neitt fyrir liðið og ég sé lélegur sóknarmaður og þess vegna muni ég ekkert spila í undanúrslitaleiknum. Þetta kom alveg flatt upp á mig því fram að þessu höfðu samskipti okkar þjálfarans verð fín,“ segir Rúnar. „Ég sagði tveimur liðsfélögum mínum frá þessu og þeir voru alveg í sjokki. Ég grátbað þjálfarann um að endurskoða þessa afstöðu sína á fundinum með honum því ég vildi meina að ég væri að hjálpa liðinu. Hann ætlaði að taka mig út og leyfa strák úr unglingaliðinu að sitja á bekknum í staðinn. Sá strákur var ekki búinn að spila eina sekúndu á tímabilinu. Hann var bara að láta eins og hálfviti.“Rúnar er búinn að vera í atvinnumennskunni síðan árið 2009.vísir/gettyAndlega fjarverandi í maí Þrátt fyrir þennan furðulega fund með þjálfara liðsins þar sem að hann fullyrti að það væri betra að vera með Rúnar utan hóps en í liðinu endaði Rúnar á því að spila og var kominn inn á í undanúrslitaleiknum eftir tólf mínútur. Leikurinn vannst og komst Hannover í úrslit þar sem að liðið tapaði fyrir Rhein-Neckar Löwen. „Eftir leik sagði þjálfarinn við mig að hann hefði talað við aðstoðarþjálfarinn sem fékk hann til að skipta um skoðun. Mér var alveg sama því ég var hvort sem er búinn að ákveða að láta þetta ekki eyðileggja bikarúrslitahelgina fyrir mér. Þetta er eitthvað sem maður fær kannski að upplifa einu sinni á ævinni. Ég kyngdi bara því sem kyngja þurfti,“ segir Rúnar en fjölskylda hans var öll mætt til að horfa. „Ég fann þarna að ég átti ekkert meira að gefa honum eða liðinu. Þetta var alveg búið fyrir mig þarna. Ég gekk hálfpartinn í svefni síðasta mánuðinn þarna og var meira að einbeita mér að því að pakka niður. Það var bara skylda að mæta á æfingar. Það var ógeðslega leiðinlegt að enda þetta svona, sérstaklega að reyna að ýta til hliðar svona óréttlæti að mér fannst.“ Rúnar segist aldrei hafa búist við að vera aðalstjarna liðsins enda þýskur landsliðsmaður á undan honum í stöðunni og blæti Þjóðverja fyrir sínum mönnum er gríðarlegt. Sanngirnin í spiltíma og framkomu í sinn garð fannst honum einfaldlega engin. „Það er allt í lagi að vera númer tvö en eina krafan er þá að maður fær tækifæri þegar að hinn er að spila illa. Þetta er lið og til hvers að vera með tvo leikmenn í sömu stöðunni ef annar spilar sama hvað gengur á,“ segir Rúnar.Rúnar lyftir sér upp í búningi Rhein-Neckar Löwen.vísir/gettyGott að fljúga burt „Þetta var bara viðbjóðslegur tilfinningaleikur hjá þjálfaranum sem ég veit ekki hvað honum gekk til með. Hann sá greinilega eftir þessu því hann tók ekki í höndina á mér né horfði framan í mig allan maímánuð,“ segir Rúnar. „Hér í Þýskalandi er alltaf tekist í hendur á hverjum degi þannig að þetta sýnir hversu mikil skita þetta var hjá þjálfaranum,“ segir Rúnar sem getur nú farið að hugsa um aðra hluti eins og landsliðið og nýtt líf í Danmörku.“ Rúnar og kona hans eru búin að kaupa hús í Esbjerg þar sem hann hefur svo leik með danska úrvalsdeildarliðinu Ribe-Esberg næsta haust. Nú horfir hann fram veginn og hlakkar til nýrra verkefna. „Þetta var erfitt, sérstaklega undir lokin, því ég vil meina að ég sé góður gaur og setji þarfir liðsins fram fyrir mínar eigin og að ég sé góður liðsmaður. Þess vegna svona helst brutust fram þessar tilfinningar nú á lokametrunum. Það er bara ógeðslega gott að þetta sé búið. Konan og börnin eru búin að vera í hitabylgjunni í Danmörku síðustu daga og það eru allir bara rosalega spenntir,“ segir Rúnar. „Það er búið að setja saman hörkulið hjá Ribe-Esbjerg. Ég er alveg hrikalega spenntur fyrir þessu. Það var gott að fljúga burt frá Hannover í morgun og nú er það bara landsliðið og Danmörk. Ég fæ meira að segja nokkra aukadaga í frí sem félagar mínir hérna í Þýskalandi öfunda mig af.“Næst á dagskrá hjá Rúnari er landsliðið.vísirHarður heimur Atvinnumennskan er ekkert grín eins og sést hjá Rúnari. Stórskyttan örvhenta hefur verið erlendis hjá Füchse Berlín, Bergischer, Grosswallstadt, Rhein-Neckar Löwen og nú Hannover frá 2009 og hafa tímarnir verið misjafnir. „Marga unga leikmenn dreymir um að komast í atvinnumennsku. Þeir, eins og ég var, eru ekkert vanir öðru en svona félagsheimilis stemningu. Þegar að þú ert erlendis á stað þar sem þú ert ekkert dýrkaður og dáður verður þetta bara vinna og hlutirnir geta orðið ógeðslega erfiðir,“ segir Rúnar. „Þú ert bara leikmaður sem félagið getur skipt út ef það vill. En, svo ef að þú vilt eitthvað fara ef að þér líður illa þá ertu allt í einu samningsbundinn og mátt ekkert gera. Þetta er alveg sérstaklega kalt og ömurlegt í Þýskalandi en líklega er þetta aðeins skárra í Skandinavíu.“ Rúnar sat á flugvelli á leið til Íslands til móts við landsliðið þegar að Vísir tók hann tali. Seinkunn var á fluginu þannig að líklega missir hann af landsliðsæfingu í dag. Það var þó ekkert að angra hann í dag því eins og hann sagði á Twitter er tonni létt af baki hans. „Það er svo gott að geta bara sagt: Skál, þetta er búið,“ segir Rúnar Kárason. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
„Tilfinningin er góð núna. Ég er búinn að vera í miklum tilfinningarússíbana síðustu tíu daga eða svo en núna er þetta búið.“ Þetta segir Rúnar Kárason, landsliðsmaður Íslands í handbolta, sem hefur spilað sinn síðasta leik í búningi Hannover-Burgdorf í Þýskalandi. Síðustu 18 mánuðir þar hafa verið honum mjög erfiðir en nú taka við spennandi tímar hjá Ribe-Esbjerg í Danmörku. Rúnar vakti athygli með röð tísta á Twitter-síðu sinni í gær þar sem hann viðurkenndi að hafa grátið meira í síðustu viku en á síðustu níu árum ævi sinnar. Atvinnumennskan getur verið harður heimur og því fékk Rúnar að kynnast á síðustu mánuðunum í Hannover.#allirgráta og ég skammast mín ekki fyrir það.. það er alltaf ljós í enda ganganna, ég er byrjaður að sjá það og ég er glaður! Engin tár til nema fyrir gleði! — Rúnar Kárason (@runarkarason) June 3, 2018mynd/hannover-burgdorfLeið vel utan vallar „Síðustu viku erum við búin að vera að kveðja og ganga frá okkar málum. Við konan erum með tvo krakka á leikskóla og þeim gengur mjög vel. Þeir hafa eignast góða vini þar sem er ekkert sjálfgefið og svo höfum við eignast góða vini í gegnum þessar fjölskyldur. Þær var erfitt að kveðja,“ segir Rúnar sem hefur verið einn undanfarna daga. „Konan og börnin fóru á miðvikudaginn og þá var bara fyrir mig að komast í gegnum þrjár æfingar og síðasta leikinn. Tilfinningarússíbaninn hefur aðallega tengst því að kveðja gott fólk og það var sérstaklega erfitt fyrir börnin að kveðja vini sína og erfitt fyrir okkur að vita að þetta fólk munum við líklega aldrei hitta aftur.“ Þrátt fyrir að Rúnari hefur ekki liðið nægilega vel í handboltanum síðustu mánuði hefur lífið utan vallar verið fínt og að einhverju leyti það sem hefur haldið honum gangandi. „Okkur hefur liðið mjög vel utan vallar. Menningarmunurinn í Þýskalandi fer svona að koma í ljós meira og meira því lengur sem maður er hérna og þankagangurinn í fólkinu. Það fer í taugarnar á manni en við höfðum það rosalega gott. Við bjuggum á góðum stað og krökkunum gekk mjög vel í leikskólanum,“ segir Rúnar. „Á meðan þetta allt hefur verið í gangi með að kveðja og pakka fyrir flutningana hefur maður ýtt kjaftæðinu í boltanum til hliðar. Þetta braust svo allt saman út eftir síðasta leikinn. Nú er þetta loksins búið, en síðustu 18 mánuðir hafa verið skrýtnir.“Rúnar spilaði vel á HM í Frakklandi.vísir/gettyVildi losna fyrir löngu Rúnar gerði nýjan samning við Hannover fyrir þremur árum sem var uppsegjanlegur fyrir síðustu leiktíð. Hann ákvað strax í september 2016 að hann vildi ekki vera lengur hjá Hannover-Burgdorf eða í Þýskalandi yfir höfuð. Hann bað því umboðsmann sinn um að rifta samningnum og finna eitthvað nýtt lið fyrir sig þar að hann gæti hafið störf í byrjun árs 2017 eftir HM í Frakklandi. „Umbinn sem ég var með þá var þýskur jaki sem vildi hafa mig í Þýskalandi. Hann var svona komin á efri árin og nennti ekkert alltaf að vinna vinnuna sína. Hann sagði mér bara að róa mig en ég gerði honum alveg ljóst að ég vildi ekki vera áfram í Þýskalandi,“ segir Rúnar sem er hjá sínu fimmta liði þar í landi. „Þarna dregur alltaf nær og nær áramótum og ekkert er að gerast. Ég segi félaginu að ég vilji komast í burtu en þá er ég beðinn um að vera áfram og skrifa undir klásúlu sem að tekur út klásúluna um að ég gæti farið. Það myndi tryggja að ég yrði áfram.“ Ekkert gerðist og alltaf styttist í HM 2017. Rúnar er í sambúð og á tvö börn og gat ekki tekið áhættuna á að fara samningslaus á HM í Frakklandi því ef hann myndi meiðast þar stæði hann uppi atvinnulaus. „Ég, búinn að slíta krossband tvisvar sinnum, gat ekki tekið þessa áhættu. Ég var hræddur við að segja upp samningnum þarna og vera með fjölskylduna í hers höndum. Við ákváðum því að vera áfram en svo fór ég á HM, spilaði vel og fékk strax tvö eða þrjú góð tilboð sem ég gat ekki tekið því ég var fastur í Þýskalandi,“ segir Rúnar.Rúnar sló í gegn með uppeldisfélaginu Fram áður en að hann fór út.vísirUpphafið að endanum Eftir að Rúnar kom aftur til móts við Hannover eftir HM 2017 gekk liðinu ömurlega. Það vann varla leik en Rúnar var samt sem áður að spila 20-40 mínútur í leik sem þykir bara fínt í atvinnuhandbolta þar sem tveir eru í hverri stöðu. En, þegar að liðið vann ekkert breytti þjálfarinn engu. „Þjálfarinn var með sömu æfingarnar, sama byrjunarliðið og gerði sömu skiptingarnar. Þrátt fyrir að ég væri kannski að spila vel í fyrri hálfleik kom hinn alltaf inn á í seinni. Hann treysti honum betur en þeir voru gamlir liðsfélagar,“ segir Rúnar. „Ég sagði við þjálfarann í mars 2017 að ég vildi fara. Hann vildi ekki sleppa mér og maí mánuður var ógeðslega erfiður. En, svo var þjálfarinn rekinn og ég var sæmilega spenntur fyrir því. Svo byrjar nýtt undirbúningstímabil og það var alveg ljóst að ég var ekkert inn í myndinni hjá nýja þjálfaranum.“ „Það sama var uppi á teningnum. Það átti greinilega að nota hinn leikmaninn sem heitir Kai Häfner og er þýskur landsliðsmaður. Ég er ekki að segja að ég hafi gefist upp en þetta dró alveg úr mér kraftinn. Það var erfitt að berjast við vegg sem var augljóst að maður komst ekki í gegnum,“ segir Rúnar.Carlos Ortega kom illa fram við Rúnar undir lokin.vísir/getty„Þú gerir ekkert fyrir liðið“ Rúnar segir að strax í september á síðasta ári hafi nýr þjálfari liðsins áttað sig á því að hann gat ekki spilað þýska landsliðsmanninum í 60 mínútur í öllum leikjum. Rúnar fékk því að spila tíu mínútur í vörn og sókn í fyrri hálfleik og allan seinni hálfleikinn í vörninni. Það var hans nýja hlutverk. „Ég stóð mig bara vel, sérstaklega í varnarleiknum. Við vorum að snúa leikjum í seinni hálfleik þannig að þrátt fyrir að ég væri ekkert svakalega sáttur reyndi ég bara að einbeita mér að því góða,“ segir Rúnar, en svo kom að endalokum hjá honum og spænska þjálfaranum Carlos Ortega. Liðið var komið í undanúrslit bikarsins en bikarhelgin (Final Four) er hápunktur tímabilsins í Þýskalandi. Hannover tapaði mjög illa í síðasta leiknum fyrir bikarhelgina þar sem að allir spiluðu mjög illa en Rúnar var tekinn hressilega fyrir og það á stórfurðulegum tímapunkti. „Þjálfarinn segir við mig í hádegismatnum tveimur klukkutímum fyrir undanúrslitaleikinn að ég geri ekki neitt fyrir liðið og ég sé lélegur sóknarmaður og þess vegna muni ég ekkert spila í undanúrslitaleiknum. Þetta kom alveg flatt upp á mig því fram að þessu höfðu samskipti okkar þjálfarans verð fín,“ segir Rúnar. „Ég sagði tveimur liðsfélögum mínum frá þessu og þeir voru alveg í sjokki. Ég grátbað þjálfarann um að endurskoða þessa afstöðu sína á fundinum með honum því ég vildi meina að ég væri að hjálpa liðinu. Hann ætlaði að taka mig út og leyfa strák úr unglingaliðinu að sitja á bekknum í staðinn. Sá strákur var ekki búinn að spila eina sekúndu á tímabilinu. Hann var bara að láta eins og hálfviti.“Rúnar er búinn að vera í atvinnumennskunni síðan árið 2009.vísir/gettyAndlega fjarverandi í maí Þrátt fyrir þennan furðulega fund með þjálfara liðsins þar sem að hann fullyrti að það væri betra að vera með Rúnar utan hóps en í liðinu endaði Rúnar á því að spila og var kominn inn á í undanúrslitaleiknum eftir tólf mínútur. Leikurinn vannst og komst Hannover í úrslit þar sem að liðið tapaði fyrir Rhein-Neckar Löwen. „Eftir leik sagði þjálfarinn við mig að hann hefði talað við aðstoðarþjálfarinn sem fékk hann til að skipta um skoðun. Mér var alveg sama því ég var hvort sem er búinn að ákveða að láta þetta ekki eyðileggja bikarúrslitahelgina fyrir mér. Þetta er eitthvað sem maður fær kannski að upplifa einu sinni á ævinni. Ég kyngdi bara því sem kyngja þurfti,“ segir Rúnar en fjölskylda hans var öll mætt til að horfa. „Ég fann þarna að ég átti ekkert meira að gefa honum eða liðinu. Þetta var alveg búið fyrir mig þarna. Ég gekk hálfpartinn í svefni síðasta mánuðinn þarna og var meira að einbeita mér að því að pakka niður. Það var bara skylda að mæta á æfingar. Það var ógeðslega leiðinlegt að enda þetta svona, sérstaklega að reyna að ýta til hliðar svona óréttlæti að mér fannst.“ Rúnar segist aldrei hafa búist við að vera aðalstjarna liðsins enda þýskur landsliðsmaður á undan honum í stöðunni og blæti Þjóðverja fyrir sínum mönnum er gríðarlegt. Sanngirnin í spiltíma og framkomu í sinn garð fannst honum einfaldlega engin. „Það er allt í lagi að vera númer tvö en eina krafan er þá að maður fær tækifæri þegar að hinn er að spila illa. Þetta er lið og til hvers að vera með tvo leikmenn í sömu stöðunni ef annar spilar sama hvað gengur á,“ segir Rúnar.Rúnar lyftir sér upp í búningi Rhein-Neckar Löwen.vísir/gettyGott að fljúga burt „Þetta var bara viðbjóðslegur tilfinningaleikur hjá þjálfaranum sem ég veit ekki hvað honum gekk til með. Hann sá greinilega eftir þessu því hann tók ekki í höndina á mér né horfði framan í mig allan maímánuð,“ segir Rúnar. „Hér í Þýskalandi er alltaf tekist í hendur á hverjum degi þannig að þetta sýnir hversu mikil skita þetta var hjá þjálfaranum,“ segir Rúnar sem getur nú farið að hugsa um aðra hluti eins og landsliðið og nýtt líf í Danmörku.“ Rúnar og kona hans eru búin að kaupa hús í Esbjerg þar sem hann hefur svo leik með danska úrvalsdeildarliðinu Ribe-Esberg næsta haust. Nú horfir hann fram veginn og hlakkar til nýrra verkefna. „Þetta var erfitt, sérstaklega undir lokin, því ég vil meina að ég sé góður gaur og setji þarfir liðsins fram fyrir mínar eigin og að ég sé góður liðsmaður. Þess vegna svona helst brutust fram þessar tilfinningar nú á lokametrunum. Það er bara ógeðslega gott að þetta sé búið. Konan og börnin eru búin að vera í hitabylgjunni í Danmörku síðustu daga og það eru allir bara rosalega spenntir,“ segir Rúnar. „Það er búið að setja saman hörkulið hjá Ribe-Esbjerg. Ég er alveg hrikalega spenntur fyrir þessu. Það var gott að fljúga burt frá Hannover í morgun og nú er það bara landsliðið og Danmörk. Ég fæ meira að segja nokkra aukadaga í frí sem félagar mínir hérna í Þýskalandi öfunda mig af.“Næst á dagskrá hjá Rúnari er landsliðið.vísirHarður heimur Atvinnumennskan er ekkert grín eins og sést hjá Rúnari. Stórskyttan örvhenta hefur verið erlendis hjá Füchse Berlín, Bergischer, Grosswallstadt, Rhein-Neckar Löwen og nú Hannover frá 2009 og hafa tímarnir verið misjafnir. „Marga unga leikmenn dreymir um að komast í atvinnumennsku. Þeir, eins og ég var, eru ekkert vanir öðru en svona félagsheimilis stemningu. Þegar að þú ert erlendis á stað þar sem þú ert ekkert dýrkaður og dáður verður þetta bara vinna og hlutirnir geta orðið ógeðslega erfiðir,“ segir Rúnar. „Þú ert bara leikmaður sem félagið getur skipt út ef það vill. En, svo ef að þú vilt eitthvað fara ef að þér líður illa þá ertu allt í einu samningsbundinn og mátt ekkert gera. Þetta er alveg sérstaklega kalt og ömurlegt í Þýskalandi en líklega er þetta aðeins skárra í Skandinavíu.“ Rúnar sat á flugvelli á leið til Íslands til móts við landsliðið þegar að Vísir tók hann tali. Seinkunn var á fluginu þannig að líklega missir hann af landsliðsæfingu í dag. Það var þó ekkert að angra hann í dag því eins og hann sagði á Twitter er tonni létt af baki hans. „Það er svo gott að geta bara sagt: Skál, þetta er búið,“ segir Rúnar Kárason.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira