Adrift þriðja vinsælasta kvikmyndin Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júní 2018 07:45 Adrift verður frumsýnd hér á landi þann 13. júní næstkomandi. STXFILMS Adrift, nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, var þriðja aðsóknarmesta myndin í bandarískum kvikmyndahúsum um helgina. Kvikmyndin er talin hafa rakað inn um 11,5 milljónum bandaríkjadala þessa fyrstu sýningarhelgi, eða næstum 1,2 milljörðum króna. Myndin er talin hafa kostað um 35 milljónir dollara í framleiðslu, eða um 3,6 milljarða íslenskra króna. Því má ætla að fyrsta sýningarhelgin hafi náð að greiða upp um þriðjung kostnaðarins. Á vef Rotten Tomatoes kemur fram að Adrift sé jafnframt sú nýja kvikmynd, þ.e. kvikmynd sem frumsýnd var um helgina, sem aflaði mestra tekna. Aðeins stórmyndirnar Solo: A Star Wars Story og Deadpool 2 nutu meiri vinsælda.Sjá einnig: Mynd Baltasars fær blendnar viðtökurAthyglisvert verður að teljast að spá Variety um gengi myndarinnar gekk nokkurn veginn fullkomlega eftir. Glanstímaritið áætlaði í liðinni viku að Adrift yrði þriðja aðsóknarhæsta myndin og kynni að hala inn um 7 til 11 milljónum bandaríkjadala. Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi voru fyrstu viðtökur Adrift heldur blendnar. Myndin virðist þó hafa rétt nokkuð úr kútnum síðustu daga, 71% gagnrýnenda teljast nú hrifnir af myndinni og heil 87% áhorfenda. Adrift fær til að mynda fjórar stjörnur af fjórum mögulegum frá gagnrýnanda breska stórblaðsins Guardian. Adrift verður frumsýnd hér á landi 13. júní næstkomandi. Til gamans má geta að Íslendingar koma að tveimur aðsóknarmestu kvikmyndunum vestanhafs þessa helgina. Að frátalinni fyrrnefndri Adrift ber Elísabet Ronaldsdóttir ábyrgð á klippingu Deadpool 2, sem situr í öðru sæti listans. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42 „Mér líður eins og ég hafi eignast vin fyrir lífstíð“ Aðalleikararnir í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Adrift, eru virkilega ánægðir með reynsluna. 3. júní 2018 17:05 Mynd Baltasars fær blendnar viðtökur Nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, ástar-slysamyndin Adrift, fær sæmilega dóma ef marka má gagnrýnendur vestanhafs. 1. júní 2018 07:19 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Adrift, nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, var þriðja aðsóknarmesta myndin í bandarískum kvikmyndahúsum um helgina. Kvikmyndin er talin hafa rakað inn um 11,5 milljónum bandaríkjadala þessa fyrstu sýningarhelgi, eða næstum 1,2 milljörðum króna. Myndin er talin hafa kostað um 35 milljónir dollara í framleiðslu, eða um 3,6 milljarða íslenskra króna. Því má ætla að fyrsta sýningarhelgin hafi náð að greiða upp um þriðjung kostnaðarins. Á vef Rotten Tomatoes kemur fram að Adrift sé jafnframt sú nýja kvikmynd, þ.e. kvikmynd sem frumsýnd var um helgina, sem aflaði mestra tekna. Aðeins stórmyndirnar Solo: A Star Wars Story og Deadpool 2 nutu meiri vinsælda.Sjá einnig: Mynd Baltasars fær blendnar viðtökurAthyglisvert verður að teljast að spá Variety um gengi myndarinnar gekk nokkurn veginn fullkomlega eftir. Glanstímaritið áætlaði í liðinni viku að Adrift yrði þriðja aðsóknarhæsta myndin og kynni að hala inn um 7 til 11 milljónum bandaríkjadala. Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi voru fyrstu viðtökur Adrift heldur blendnar. Myndin virðist þó hafa rétt nokkuð úr kútnum síðustu daga, 71% gagnrýnenda teljast nú hrifnir af myndinni og heil 87% áhorfenda. Adrift fær til að mynda fjórar stjörnur af fjórum mögulegum frá gagnrýnanda breska stórblaðsins Guardian. Adrift verður frumsýnd hér á landi 13. júní næstkomandi. Til gamans má geta að Íslendingar koma að tveimur aðsóknarmestu kvikmyndunum vestanhafs þessa helgina. Að frátalinni fyrrnefndri Adrift ber Elísabet Ronaldsdóttir ábyrgð á klippingu Deadpool 2, sem situr í öðru sæti listans.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42 „Mér líður eins og ég hafi eignast vin fyrir lífstíð“ Aðalleikararnir í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Adrift, eru virkilega ánægðir með reynsluna. 3. júní 2018 17:05 Mynd Baltasars fær blendnar viðtökur Nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, ástar-slysamyndin Adrift, fær sæmilega dóma ef marka má gagnrýnendur vestanhafs. 1. júní 2018 07:19 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42
„Mér líður eins og ég hafi eignast vin fyrir lífstíð“ Aðalleikararnir í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Adrift, eru virkilega ánægðir með reynsluna. 3. júní 2018 17:05
Mynd Baltasars fær blendnar viðtökur Nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, ástar-slysamyndin Adrift, fær sæmilega dóma ef marka má gagnrýnendur vestanhafs. 1. júní 2018 07:19