Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2018 09:15 Leikarinn Steindi Jr. vermir annað sæti lista Fjrálsrar verslunar yfir tekjuhæstu listamennina. vísir/vilhelm Rithöfundurinn og lögfræðingur Gamma, Ragnar Jónsson, er tekjuhæstur íslenskra listamanna ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Er hann með 2,058 í laun á mánuði. Í öðru sæti er leikarinn Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., með 1,813 milljónir í mánaðarlaun. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Í þriðja sæti listans yfir tekjuhæstu listamennina er Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi, með 1,801 milljónir í mánaðarlaun og í fjórða sæti er rithöfundur Sigurjón B. Sigurðsson, sem er betur þekktur undir listamannsnafni sínu Sjón, með 1,648 milljónir á mánuði í laun. Leikarinn og leikstjórinn Siggi Sigurjóns vermir svo fimmta sæti listans yfir tekjuhæstu listamennina með 1,573 milljónir króna í mánaðarlaun og í sjötta sæti er leikstjórinn Baltasar Kormákur 1,483 milljónir króna á mánuði.Sigga Beinteins tekjuhæsta listakonan Pétur Jóhann Sigfússon, leikari, er í sjöunda sæti listans með 1,393 milljónir króna í mánaðarlaun en fast á hæla hans kemur rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson með 1,361 milljónir króna á mánuði. Hilmir Snær Guðnason, leikari, vermir níunda sæti listans yfir tekjuhæstu listamennina með ,1324 milljónir króna í mánaðarlaun og í tíunda sæti er Huldar Freyr Arnarson, kvikmyndagerðarmaður, með 1,316 milljónir króna á mánuði. Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona, er tekjuhæsta listakonan ef marka má lista Frjálsrar verslunar en hún er í tólfta sæti með 1,112 milljónir króna á mánuði. Ef tekin eru svo nokkur nöfn af handahófi af listanum má sjá að Jón Þór Birgisson, Jónsi, söngvari Sigur Rósar er með 825 þúsund krónur í mánaðarlaun Illugi Jökulsson, rithöfundur, er með 790 þúsund krónur í laun á mánuði, Arnaldur Indriðason, rithöfundur , með 765 þúsund krónur, Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur með 699 þúsund og Sigríður Thorlacius, söngkona, með 555 þúsund krónur. Í neðsta sæti lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu listamennina er svo rithöfundurinn Hallgrímur Helgason með 161 þúsund krónur í mánaðarlaun. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2017 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Crossfitdrottningin skýtur öðrum ref fyrir rass Crossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er langtekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi ef marka má tekjublað DV sem kom út í dag. 1. júní 2018 08:26 Tekjur Íslendinga: Róbert með rúmlega 320 milljónir í laun Forstjóri Alvogen, Róbert Wessmann, er sagður hafa verið með 26,9 milljónir í tekjur á mánuði á síðasta ári 1. júní 2018 06:20 Tekjur Íslendinga: Hagur Davíðs vænkast á milli ára Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn á ný tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar. 1. júní 2018 09:03 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Rithöfundurinn og lögfræðingur Gamma, Ragnar Jónsson, er tekjuhæstur íslenskra listamanna ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Er hann með 2,058 í laun á mánuði. Í öðru sæti er leikarinn Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., með 1,813 milljónir í mánaðarlaun. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Í þriðja sæti listans yfir tekjuhæstu listamennina er Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi, með 1,801 milljónir í mánaðarlaun og í fjórða sæti er rithöfundur Sigurjón B. Sigurðsson, sem er betur þekktur undir listamannsnafni sínu Sjón, með 1,648 milljónir á mánuði í laun. Leikarinn og leikstjórinn Siggi Sigurjóns vermir svo fimmta sæti listans yfir tekjuhæstu listamennina með 1,573 milljónir króna í mánaðarlaun og í sjötta sæti er leikstjórinn Baltasar Kormákur 1,483 milljónir króna á mánuði.Sigga Beinteins tekjuhæsta listakonan Pétur Jóhann Sigfússon, leikari, er í sjöunda sæti listans með 1,393 milljónir króna í mánaðarlaun en fast á hæla hans kemur rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson með 1,361 milljónir króna á mánuði. Hilmir Snær Guðnason, leikari, vermir níunda sæti listans yfir tekjuhæstu listamennina með ,1324 milljónir króna í mánaðarlaun og í tíunda sæti er Huldar Freyr Arnarson, kvikmyndagerðarmaður, með 1,316 milljónir króna á mánuði. Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona, er tekjuhæsta listakonan ef marka má lista Frjálsrar verslunar en hún er í tólfta sæti með 1,112 milljónir króna á mánuði. Ef tekin eru svo nokkur nöfn af handahófi af listanum má sjá að Jón Þór Birgisson, Jónsi, söngvari Sigur Rósar er með 825 þúsund krónur í mánaðarlaun Illugi Jökulsson, rithöfundur, er með 790 þúsund krónur í laun á mánuði, Arnaldur Indriðason, rithöfundur , með 765 þúsund krónur, Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur með 699 þúsund og Sigríður Thorlacius, söngkona, með 555 þúsund krónur. Í neðsta sæti lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu listamennina er svo rithöfundurinn Hallgrímur Helgason með 161 þúsund krónur í mánaðarlaun. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2017 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Crossfitdrottningin skýtur öðrum ref fyrir rass Crossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er langtekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi ef marka má tekjublað DV sem kom út í dag. 1. júní 2018 08:26 Tekjur Íslendinga: Róbert með rúmlega 320 milljónir í laun Forstjóri Alvogen, Róbert Wessmann, er sagður hafa verið með 26,9 milljónir í tekjur á mánuði á síðasta ári 1. júní 2018 06:20 Tekjur Íslendinga: Hagur Davíðs vænkast á milli ára Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn á ný tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar. 1. júní 2018 09:03 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Crossfitdrottningin skýtur öðrum ref fyrir rass Crossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er langtekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi ef marka má tekjublað DV sem kom út í dag. 1. júní 2018 08:26
Tekjur Íslendinga: Róbert með rúmlega 320 milljónir í laun Forstjóri Alvogen, Róbert Wessmann, er sagður hafa verið með 26,9 milljónir í tekjur á mánuði á síðasta ári 1. júní 2018 06:20
Tekjur Íslendinga: Hagur Davíðs vænkast á milli ára Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn á ný tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar. 1. júní 2018 09:03