Fengi sjálfur afslátt með eigin frumvarpi Jóhann Óli Eiðsson og Sveinn Arnarsson skrifa 1. júní 2018 06:00 Sigurður Páll tók sæti á Alþingi fyrir Miðflokkinn eftir síðustu kosningar. Alþingi Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, er einn flutningsmanna frumvarps um að lækka veiðigjöld. Hann er einnig eigandi alls hlutafjár fyrirtækisins Kári ehf., sem á aflahlutdeild að verðmæti 106 milljónir króna. Frumvarpið, sem Sigurður er flutningsmaður að, mun skila fyrirtæki hans um milljón króna afslætti. Þar sem frestur til að leggja fram ný frumvörp er löngu liðinn þurfti samþykki þings til að leggja þetta fram. Hafðist það með naumindum. Alls greiddu 28 þingmenn atkvæði með en 27 voru á móti. Sigurður Páll vill koma þessari umræðu af stað í þinginu. „Ég hef beðið um umræðu um þessi mál og reynt að fá svör frá ráðherra án árangurs í allan vetur. Síðan kemur þetta mál og ég vil ekki standa í vegi fyrir því,“ segir Sigurður Páll.Sjá einnig: Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Frumvarpið veitir ekki aðeins litlum og meðalstórum útgerðarfyrirtækjum afslátt heldur fá stærstu fyrirtækin hlutfallslega mestan afslátt. En telur Sigurður Páll sig ekki vera vanhæfan að vera flutningsmaður slíks lagafrumvarps þar sem hann er eigandi útgerðarfyrirtækis. „Þá eru nú ansi margir vanhæfir. Eru þá ekki bændur vanhæfir að ræða búvörusamninga?“ spyr Sigurður Páll á móti. Fyrirtæki Sigurðar Páls á og nýtir aflaheimildir. Í síðasta ársreikningi kemur fram að bókfært virði aflaheimilda fyrirtækisins er metið106 milljónir króna. Fyrirtækið þyrfti að greiða um fjórar milljónir króna í veiðigjöld miðað við núgildandi lög en ef fyrirtækið fullnýtir kvóta samkvæmt frumvarpi Sigurðar Páls og félaga þyrfti fyrirtæki hans að greiða innan við þrjár milljónir. Sigurður segist samt ekki vanhæfur. „Ég er þingmaður og hef ekki skoðað mín mál í sambandi við þetta. Ég reikna með að fá afslátt enda er reksturinn þungur og margir hafa gefist upp.“En ertu þá ekki vanhæfur? „Nei ég get ekki séð það, getur þú séð það?“ spyr Sigurður Páll á móti. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, er einn flutningsmanna frumvarps um að lækka veiðigjöld. Hann er einnig eigandi alls hlutafjár fyrirtækisins Kári ehf., sem á aflahlutdeild að verðmæti 106 milljónir króna. Frumvarpið, sem Sigurður er flutningsmaður að, mun skila fyrirtæki hans um milljón króna afslætti. Þar sem frestur til að leggja fram ný frumvörp er löngu liðinn þurfti samþykki þings til að leggja þetta fram. Hafðist það með naumindum. Alls greiddu 28 þingmenn atkvæði með en 27 voru á móti. Sigurður Páll vill koma þessari umræðu af stað í þinginu. „Ég hef beðið um umræðu um þessi mál og reynt að fá svör frá ráðherra án árangurs í allan vetur. Síðan kemur þetta mál og ég vil ekki standa í vegi fyrir því,“ segir Sigurður Páll.Sjá einnig: Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Frumvarpið veitir ekki aðeins litlum og meðalstórum útgerðarfyrirtækjum afslátt heldur fá stærstu fyrirtækin hlutfallslega mestan afslátt. En telur Sigurður Páll sig ekki vera vanhæfan að vera flutningsmaður slíks lagafrumvarps þar sem hann er eigandi útgerðarfyrirtækis. „Þá eru nú ansi margir vanhæfir. Eru þá ekki bændur vanhæfir að ræða búvörusamninga?“ spyr Sigurður Páll á móti. Fyrirtæki Sigurðar Páls á og nýtir aflaheimildir. Í síðasta ársreikningi kemur fram að bókfært virði aflaheimilda fyrirtækisins er metið106 milljónir króna. Fyrirtækið þyrfti að greiða um fjórar milljónir króna í veiðigjöld miðað við núgildandi lög en ef fyrirtækið fullnýtir kvóta samkvæmt frumvarpi Sigurðar Páls og félaga þyrfti fyrirtæki hans að greiða innan við þrjár milljónir. Sigurður segist samt ekki vanhæfur. „Ég er þingmaður og hef ekki skoðað mín mál í sambandi við þetta. Ég reikna með að fá afslátt enda er reksturinn þungur og margir hafa gefist upp.“En ertu þá ekki vanhæfur? „Nei ég get ekki séð það, getur þú séð það?“ spyr Sigurður Páll á móti.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45
Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00