Sagan um smáblómið eilífa Guðmundur Steingrímsson skrifar 18. júní 2018 07:00 Í miðjum fyrri hálfleik á Ísland – Argentína fór ég allt í einu að hlæja. Allan morguninn fram að leik hafði ég ekki verið með réttu ráði. Taugaspennan var yfirþyrmandi. Ég vissi ekki hvort ég ætti að sitja eða standa. Rétt fyrir leik spurði konan mín mig hvort ég væri ekki örugglega í lagi. „Jú, jú, jú,“ svaraði ég. „Ég er bara spenntur, þú veist. Allt í fína.“ Í miðjum fyrri hálfleik varð ég semsagt var við það að ég var svo spenntur að neðri kjálkinn á mér var farinn að titra. Þá fór ég að hlæja. Þetta var ekki heilbrigt. Þarna sat maður í sófa hjá vinafólki með gamlan Íslandstrefil um hálsinn og gat ekki stjórnað kjálkanum á sér út af stressi. Næsta skref hefði verið að ég missti stjórn á munnvatni. Líkaminn höndlar þetta varla. Ég veit um fólk sem missti stjórn á þvagi þegar Ísland mætti Englandi um árið og ég skil það vel.Hvað er í húfi? „Pabbi, hvað gerist ef við töpum?“ spurði níu ára sonur minn í upphafi leiks. Alltaf þurfa börn að spyrja erfiðustu spurninganna. Ég tafsaði á þessu. „Auðvitað gerist í sjálfu sér ekki neitt,“ muldraði ég. Það var ekki gott svar, eða til þess fallið að auka áhuga sonar míns á fótbolta. Ég bætti auðvitað við með tilheyrandi handahreyfingum að við þyrftum jú að vinna til þess að auka líkur okkar á því að komast upp úr riðlinum og þá þurfti ég að útskýra hvað riðill er, og þá var ég búinn að missa athyglina. Hvað gerist ef við töpum? Þetta er strembin spurning. Hvernig á að svara þessu? Af hverju er maður með titrandi kjálka af stressi út af einhverjum fótboltaleik? Ég ætla að svara þessu svona, sonur sæll. Taka tvö: Málið er, að það að vera Íslendingur er að mörgu leyti skrítinn díll. Við húkum hér á norðurhjara í skítaveðri mestmegnis, og myrkri. Við erum rosalega fá. Það er smá dýrmætt fyrir mann sem Íslending að umheimurinn fái að vita endrum og eins að við erum til, að við erum hérna og að við höfum eitthvað fram að færa. En þetta segir ekki allt. Við erum nefnilega líka sagnaþjóðin sem brennum fyrir það að segja öðrum sögur. Íslenska fótboltalandsliðið er saga. Hún er sagan um það hvernig litli aðilinn, sem fólk vanmetur og fáir búast við að geti nokkuð, er rosagóður og kemur veröldinni á óvart með snilli sinni, samvinnu, óttaleysi og trú. Það að litla Ísland komi á völlinn og skíttapi fyrir þeim stóra, það er leiðinleg saga. Það að Ísland vinni er skemmtileg saga. Það er saga sem getur kennt öðru fólki að það getur líka, þrátt fyrir að vera fyrirfram álitið lítið og vanmáttugt, náð markmiðum sínum og gert hið ómögulega. Íslensk saga Staðreyndin er þessi: Hannes Þór Halldórsson getur núna fundið sér bar hvar sem er í veröldinni, sest inn á hann og verið þar, í ókeypis mat og drykk hér eftir, safnað hári og skeggi og talað um það, aftur og aftur, þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi. Það myndi öllum finnast það skiljanlegt ef Hannes léti prenta út myndina af sér að verja í 3 metrum sinnum 7 og láta veggfóðra hana á svefnherbergisvegginn sinn. Það er rétt sem blaðamaður Guardian skrifaði: Barnabörnin hans og barnabarnabörnin hans eiga eftir að horfa á þetta á YouTube svo lengi sem YouTube verður til. Þetta er komið hjá gæjanum. Hann þarf ekki að gera meira. En þetta er önnur saga. Sagan sem maður tengir við er frábrugðin. Það sem er svo frábært við liðsmenn íslenska landsliðsins er það hversu æðrulausir þeir eru. Þeir afgreiða eitt verkefni og fara svo í næsta. Ekkert er óyfirstíganlegt. Ekkert er rosalegt. Það er enginn að fara yfir um. Mér finnst ég skynja í landsliðinu sama æðruleysið og Íslendingar hafa gripið til um aldir í viðureignum sínum við gereyðingarmátt náttúrunnar. Maður verður bara að synda í land. Maður verður bara að komast yfir þessa heiði í þessum byl. Maður verður bara að verja þetta víti. Smá kaffi á undan og molasykur. Á þennan hátt er þetta alíslensk saga upp á gamla móðinn. Svoleiðis saga á erindi við heiminn allan á þessu risastóra leiksviði sem HM er. Þetta er sagan um frumkraftinn og lífsbjörgina sem býr í litlu eilífðar smáblómi með titrandi tár í veröld stórra ógna. Löngunin til að upplifa þessa sögu, að þessi saga sé sögð með tilheyrandi hetjudáðum, er svo mikil og djúpstæð að kjálkinn á manni semsagt titrar. Og fólk pissar í sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Sjá meira
Í miðjum fyrri hálfleik á Ísland – Argentína fór ég allt í einu að hlæja. Allan morguninn fram að leik hafði ég ekki verið með réttu ráði. Taugaspennan var yfirþyrmandi. Ég vissi ekki hvort ég ætti að sitja eða standa. Rétt fyrir leik spurði konan mín mig hvort ég væri ekki örugglega í lagi. „Jú, jú, jú,“ svaraði ég. „Ég er bara spenntur, þú veist. Allt í fína.“ Í miðjum fyrri hálfleik varð ég semsagt var við það að ég var svo spenntur að neðri kjálkinn á mér var farinn að titra. Þá fór ég að hlæja. Þetta var ekki heilbrigt. Þarna sat maður í sófa hjá vinafólki með gamlan Íslandstrefil um hálsinn og gat ekki stjórnað kjálkanum á sér út af stressi. Næsta skref hefði verið að ég missti stjórn á munnvatni. Líkaminn höndlar þetta varla. Ég veit um fólk sem missti stjórn á þvagi þegar Ísland mætti Englandi um árið og ég skil það vel.Hvað er í húfi? „Pabbi, hvað gerist ef við töpum?“ spurði níu ára sonur minn í upphafi leiks. Alltaf þurfa börn að spyrja erfiðustu spurninganna. Ég tafsaði á þessu. „Auðvitað gerist í sjálfu sér ekki neitt,“ muldraði ég. Það var ekki gott svar, eða til þess fallið að auka áhuga sonar míns á fótbolta. Ég bætti auðvitað við með tilheyrandi handahreyfingum að við þyrftum jú að vinna til þess að auka líkur okkar á því að komast upp úr riðlinum og þá þurfti ég að útskýra hvað riðill er, og þá var ég búinn að missa athyglina. Hvað gerist ef við töpum? Þetta er strembin spurning. Hvernig á að svara þessu? Af hverju er maður með titrandi kjálka af stressi út af einhverjum fótboltaleik? Ég ætla að svara þessu svona, sonur sæll. Taka tvö: Málið er, að það að vera Íslendingur er að mörgu leyti skrítinn díll. Við húkum hér á norðurhjara í skítaveðri mestmegnis, og myrkri. Við erum rosalega fá. Það er smá dýrmætt fyrir mann sem Íslending að umheimurinn fái að vita endrum og eins að við erum til, að við erum hérna og að við höfum eitthvað fram að færa. En þetta segir ekki allt. Við erum nefnilega líka sagnaþjóðin sem brennum fyrir það að segja öðrum sögur. Íslenska fótboltalandsliðið er saga. Hún er sagan um það hvernig litli aðilinn, sem fólk vanmetur og fáir búast við að geti nokkuð, er rosagóður og kemur veröldinni á óvart með snilli sinni, samvinnu, óttaleysi og trú. Það að litla Ísland komi á völlinn og skíttapi fyrir þeim stóra, það er leiðinleg saga. Það að Ísland vinni er skemmtileg saga. Það er saga sem getur kennt öðru fólki að það getur líka, þrátt fyrir að vera fyrirfram álitið lítið og vanmáttugt, náð markmiðum sínum og gert hið ómögulega. Íslensk saga Staðreyndin er þessi: Hannes Þór Halldórsson getur núna fundið sér bar hvar sem er í veröldinni, sest inn á hann og verið þar, í ókeypis mat og drykk hér eftir, safnað hári og skeggi og talað um það, aftur og aftur, þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi. Það myndi öllum finnast það skiljanlegt ef Hannes léti prenta út myndina af sér að verja í 3 metrum sinnum 7 og láta veggfóðra hana á svefnherbergisvegginn sinn. Það er rétt sem blaðamaður Guardian skrifaði: Barnabörnin hans og barnabarnabörnin hans eiga eftir að horfa á þetta á YouTube svo lengi sem YouTube verður til. Þetta er komið hjá gæjanum. Hann þarf ekki að gera meira. En þetta er önnur saga. Sagan sem maður tengir við er frábrugðin. Það sem er svo frábært við liðsmenn íslenska landsliðsins er það hversu æðrulausir þeir eru. Þeir afgreiða eitt verkefni og fara svo í næsta. Ekkert er óyfirstíganlegt. Ekkert er rosalegt. Það er enginn að fara yfir um. Mér finnst ég skynja í landsliðinu sama æðruleysið og Íslendingar hafa gripið til um aldir í viðureignum sínum við gereyðingarmátt náttúrunnar. Maður verður bara að synda í land. Maður verður bara að komast yfir þessa heiði í þessum byl. Maður verður bara að verja þetta víti. Smá kaffi á undan og molasykur. Á þennan hátt er þetta alíslensk saga upp á gamla móðinn. Svoleiðis saga á erindi við heiminn allan á þessu risastóra leiksviði sem HM er. Þetta er sagan um frumkraftinn og lífsbjörgina sem býr í litlu eilífðar smáblómi með titrandi tár í veröld stórra ógna. Löngunin til að upplifa þessa sögu, að þessi saga sé sögð með tilheyrandi hetjudáðum, er svo mikil og djúpstæð að kjálkinn á manni semsagt titrar. Og fólk pissar í sig.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun