Sykurspeni fótboltans Lára G. Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2018 07:00 „Ég hélt með Íslendingum,“ hvíslaði Englendingurinn að mér eftir hinn eftirminnilega sigur gegn Englandi. Ég fylltist stolti. Fannst svalt að geta kallað mig Íslending. Heimsbyggðin hélt með okkur og gapti yfir kjarki og krafti víkingastrákanna. Árangur íslenska karlalandsliðsins fær hárin til að rísa og fangar auglýsingin „Saman með Coca-Cola“ ágætlega tilfinninguna. Undir takti víkingaklappsins víðfræga sjáum við sveitasamfélag í stórbrotnu landslagi, landsmenn kljást við harkalegt veðurfar, hreystimenni taka á því og börn hylla strákana okkar. Og Coca-Cola er aldrei langt undan. Þá rísa hárin hjá mér aftur – en ekki af góðu. Að tengja heimsins hraustustu íþróttamenn við gosdrykk sem veikir okkur er furðulegt. Coca-Cola hefur auglýst á HM síðan 1950 og hefur tryggt sér samning við FIFA til ársins 2030. Pepsi lætur sitt ekki eftir liggja og merkir sína gosdrykki með frægustu fótboltastjörnum heims. Messi fær 230 milljónir og Gylfi væntanlega góða summu. Allt hefur þetta sinn tilgang. Coca-Cola og Pepsi fá fleiri viðskiptavini, KSÍ og fótboltahetjurnar væna upphæð í vasann og við almúginn sykursýki, hjartaáföll, þvagsýrugigt, tannskemmdir og stærri björgunarhring um mittið! Fyrir hvern 230 ml sykurdrykk sem barn sýpur á dag aukast líkurnar á að það verði of feitt um 60% og ef þú drekkur hálfan lítra af gosi á dag er hætta á að þú þyngist um 11 kíló á ári. Það væri óskandi að KSÍ klippti á strenginn við gosdrykkjafyrirtækin og hætti að hvetja ungmenni þessa lands til að leggjast á sykurspena. Víkingastrákarnir eru til fyrirmyndar – gosdrykkir eru það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Tengdar fréttir Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44 Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég hélt með Íslendingum,“ hvíslaði Englendingurinn að mér eftir hinn eftirminnilega sigur gegn Englandi. Ég fylltist stolti. Fannst svalt að geta kallað mig Íslending. Heimsbyggðin hélt með okkur og gapti yfir kjarki og krafti víkingastrákanna. Árangur íslenska karlalandsliðsins fær hárin til að rísa og fangar auglýsingin „Saman með Coca-Cola“ ágætlega tilfinninguna. Undir takti víkingaklappsins víðfræga sjáum við sveitasamfélag í stórbrotnu landslagi, landsmenn kljást við harkalegt veðurfar, hreystimenni taka á því og börn hylla strákana okkar. Og Coca-Cola er aldrei langt undan. Þá rísa hárin hjá mér aftur – en ekki af góðu. Að tengja heimsins hraustustu íþróttamenn við gosdrykk sem veikir okkur er furðulegt. Coca-Cola hefur auglýst á HM síðan 1950 og hefur tryggt sér samning við FIFA til ársins 2030. Pepsi lætur sitt ekki eftir liggja og merkir sína gosdrykki með frægustu fótboltastjörnum heims. Messi fær 230 milljónir og Gylfi væntanlega góða summu. Allt hefur þetta sinn tilgang. Coca-Cola og Pepsi fá fleiri viðskiptavini, KSÍ og fótboltahetjurnar væna upphæð í vasann og við almúginn sykursýki, hjartaáföll, þvagsýrugigt, tannskemmdir og stærri björgunarhring um mittið! Fyrir hvern 230 ml sykurdrykk sem barn sýpur á dag aukast líkurnar á að það verði of feitt um 60% og ef þú drekkur hálfan lítra af gosi á dag er hætta á að þú þyngist um 11 kíló á ári. Það væri óskandi að KSÍ klippti á strenginn við gosdrykkjafyrirtækin og hætti að hvetja ungmenni þessa lands til að leggjast á sykurspena. Víkingastrákarnir eru til fyrirmyndar – gosdrykkir eru það ekki.
Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun