Einstakt afrek Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. júní 2018 07:00 Ísland leikur í dag sinn fyrsta leik í sögunni í lokakeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu karla. Andstæðingarnir eru engir byrjendur – Argentínumenn með sjálfan Messi í broddi fylkingar. Óhætt er að segja að eftirvæntingin sé áþreifanleg. Öll þjóðin bíður með öndina í hálsinum eftir að leikar hefjist. Þetta á ekki síst við um okkur sem störfum í fjölmiðlum. Útsendarar okkar á mótinu geta nú loksins hætt að spyrja strákana hvernig þeir hafi það á hótelinu og farið að fjalla um leikinn sjálfan og eftirköst hans. Ísland mætir til leiks með lítið breytt lið. Flestir Íslendingar geta væntanlega allt að því þulið upp byrjunarliðið í leiknum á morgun með lokuð augun, og náð að minnsta kosti níu af ellefu réttum. Af hverju ættum við líka að breyta til? Árangurinn hefur verið ævintýri líkastur undanfarin ár. Við skulum þó ekki taka því sem sjálfsögðum hlut að Ísland fari nú á hvert stórmótið á fætur öðru. Líkurnar verða aldrei með okkur. Við erum langfámennasta þjóðin sem leikið hefur í lokakeppni HM frá upphafi. Það vorum við líka á EM fyrir örfáum árum. Sá hópur leikmanna sem nú spilar fyrir Ísland er líka einstakur. Grjótharðir reynsluboltar eins og Kári Árnason, eða Ragnar Sigurðsson, í bland við náttúrulega hæfileika leikmanna eins og Jóhanns Berg Guðmundssonar og Gylfa Sigurðssonar. Sumir þessara leikmanna eru nú komnir á aldur í knattspyrnulegu tilliti, aðrir, eins og landsliðsfyrirliðinn sjálfur, hafa lagt líf og limi að veði fyrir landsliðið í mörg ár og finna fyrir því á líkama og sál. Að minnsta kosti þrír landsliðsmenn hafa gengið til liðs við íslensk lið og hætta því væntanlega leik með landsliðinu að loknu HM. Kynslóðaskipti eru að hefjast fyrir alvöru. Árangur Íslands undanfarin ár er samspil margra þátta. Lars Lagerbäck hóf byltinguna og Heimir Hallgrímsson hefur fumlaust tekið við kyndlinum. Þeir hafa haft úr einstakri gullkynslóð leikmanna að spila. Leikmanna sem hafa ekki bara hæfileika heldur líka hugarfar til að leggja sig alla fram fyrir lið og þjóð. Umgjörð um landsliðið hefur líka verið í sífelldri þróun. Bæði knattspyrnusambandið og aðdáendur íslenska liðsins geta verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur. KSÍ er örvinnustaður í samanburði við önnur knattspyrnusambönd, starfsmenn sambandsins virðast þó margra manna makar í vinnuframlagi og tryggja að aðbúnaður landsliðsins sé eins og best verður á kosið. Stuðningsmenn hafa líka séð til þess að ekkert erlent lið hlakkar nú til heimsóknar á Laugardalsvöllinn. Hálftómar stúkur heyra sögunni til. Við Íslendingar skulum njóta þessara vikna í Rússlandi, bæði þau okkar sem heima sitjum og þau sem ætla að fylgja liðinu. Það eitt og sér að Ísland sé þátttakandi á mótinu er afrek sem lengi verður í minnum haft. Við getum ekki búist við að Ísland fari á stórmót á tveggja ára fresti. Nú er bara að finna leið til að stoppa þennan Messi. Áfram Ísland! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ísland leikur í dag sinn fyrsta leik í sögunni í lokakeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu karla. Andstæðingarnir eru engir byrjendur – Argentínumenn með sjálfan Messi í broddi fylkingar. Óhætt er að segja að eftirvæntingin sé áþreifanleg. Öll þjóðin bíður með öndina í hálsinum eftir að leikar hefjist. Þetta á ekki síst við um okkur sem störfum í fjölmiðlum. Útsendarar okkar á mótinu geta nú loksins hætt að spyrja strákana hvernig þeir hafi það á hótelinu og farið að fjalla um leikinn sjálfan og eftirköst hans. Ísland mætir til leiks með lítið breytt lið. Flestir Íslendingar geta væntanlega allt að því þulið upp byrjunarliðið í leiknum á morgun með lokuð augun, og náð að minnsta kosti níu af ellefu réttum. Af hverju ættum við líka að breyta til? Árangurinn hefur verið ævintýri líkastur undanfarin ár. Við skulum þó ekki taka því sem sjálfsögðum hlut að Ísland fari nú á hvert stórmótið á fætur öðru. Líkurnar verða aldrei með okkur. Við erum langfámennasta þjóðin sem leikið hefur í lokakeppni HM frá upphafi. Það vorum við líka á EM fyrir örfáum árum. Sá hópur leikmanna sem nú spilar fyrir Ísland er líka einstakur. Grjótharðir reynsluboltar eins og Kári Árnason, eða Ragnar Sigurðsson, í bland við náttúrulega hæfileika leikmanna eins og Jóhanns Berg Guðmundssonar og Gylfa Sigurðssonar. Sumir þessara leikmanna eru nú komnir á aldur í knattspyrnulegu tilliti, aðrir, eins og landsliðsfyrirliðinn sjálfur, hafa lagt líf og limi að veði fyrir landsliðið í mörg ár og finna fyrir því á líkama og sál. Að minnsta kosti þrír landsliðsmenn hafa gengið til liðs við íslensk lið og hætta því væntanlega leik með landsliðinu að loknu HM. Kynslóðaskipti eru að hefjast fyrir alvöru. Árangur Íslands undanfarin ár er samspil margra þátta. Lars Lagerbäck hóf byltinguna og Heimir Hallgrímsson hefur fumlaust tekið við kyndlinum. Þeir hafa haft úr einstakri gullkynslóð leikmanna að spila. Leikmanna sem hafa ekki bara hæfileika heldur líka hugarfar til að leggja sig alla fram fyrir lið og þjóð. Umgjörð um landsliðið hefur líka verið í sífelldri þróun. Bæði knattspyrnusambandið og aðdáendur íslenska liðsins geta verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur. KSÍ er örvinnustaður í samanburði við önnur knattspyrnusambönd, starfsmenn sambandsins virðast þó margra manna makar í vinnuframlagi og tryggja að aðbúnaður landsliðsins sé eins og best verður á kosið. Stuðningsmenn hafa líka séð til þess að ekkert erlent lið hlakkar nú til heimsóknar á Laugardalsvöllinn. Hálftómar stúkur heyra sögunni til. Við Íslendingar skulum njóta þessara vikna í Rússlandi, bæði þau okkar sem heima sitjum og þau sem ætla að fylgja liðinu. Það eitt og sér að Ísland sé þátttakandi á mótinu er afrek sem lengi verður í minnum haft. Við getum ekki búist við að Ísland fari á stórmót á tveggja ára fresti. Nú er bara að finna leið til að stoppa þennan Messi. Áfram Ísland!
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun