Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. júní 2018 11:29 Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. T.v. Steinunn, t.h. úr safni nurhaks „Í ár er 100 ára fullveldisafmæli Íslands fagnað. Fullveldið Ísland treystir sér augljóslega ekki til að taka afstöðu til þess þegar annað ríki, sem er bandamaður þeirra í Nató, kallar ríkisborgara Íslands hryðjuverkamann og réttlætir með orðalaginu meint dráp á honum. Fullveldið Ísland treystir sér heldur ekki til að spyrja með skýrum hætti hvar lík Hauks er, sé hann þá látinn, eða hvað Tyrkir geri almennt við lík þeirra sem féllu í Afrin.“ Þetta segir Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakona, og vinkona Hauks Hilmarssonar en rúmlega þrír mánuðir eru síðan tyrkneskir fjölmiðlar birtu fréttir af því að hann hefði verið drepinn í árás tyrkneska hersins á Kúrda í Afrín-héraði í norðurhluta Sýrlands. Steinunn segir að Haukur hafi verið sér sem bróðir í tólf ár og að svarleysið og óvissan hafi tekið mikið á. „Þau svör sem síðan hafa komið frá ríkisvaldinu hafa verið svo köld. Þetta er allt flækt í einhvern orðavaðal en þegar maður rýnir í þetta þá eru þetta engin svör. Þau eru alltaf bara búin að vera að sýna okkur takmarkanir kerfisins; að það sé ekki pólitískur vilji til að fara lengra en þetta og það er þetta viðmót sem við höfum mætt síðastliðna þrjá mánuði.“ Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. Haukur Hilmarsson var Steinunni eins og bróðir í tólf ár.Mynd/Eva Hauksdóttir „Á þessum hundrað dögum hafa íslensk stjórnvöld nákvæmlega ekkert sagt um afstöðu sína til þess að íslenskur ríkisborgari sé kallaður hryðjuverkamaður í tyrkneskum fjölmiðlum, sem flestir eru undir hæl þarlendra stjórnvalda, og óbeint af Erdogan sjálfum. Þau hafa heldur ekki tjáð sig um afstöðu þeirra til þess að hann hafi hugsanlega verið myrtur í ólöglegri innrás tyrkneska hersins í Afrin og reyndar virðast fjölmiðlar ekki heldur hafa spurt íslensk stjórnvöld um afstöðu þeirra í þessum efnum,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Steinunn segir að aðstandendur Hauks viti ekki hvort íslensk stjórnvöld taki undir skilgreiningu Tyrkja – að Haukur sé hryðjuverkamaður – og af þeim sökum viti vinir og fjölskylda Hauks ekki á hvaða forsendum athugun á afdrifum hans er. „Sé Haukur hryðjuverkamaður í augum íslenskra yfirvalda ættu þau að hafa dug í sér að segja það opinberlega. Sé hann það ekki ættu þau að fordæma þá skilgreiningu opinberlega og sinna leitinni að honum án nokkurs undirlægjuháttar,“ segir Steinunn sem bendir á að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi gott tækifæri til að opinbera afstöðu ríkisstjórnarinnar áður en hún hittir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, á ráðstefnu Nató í Brussel um miðjan næsta mánuð. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Eva Hauksdóttir í viðtali við BBC um mál Hauks Óttast að lík Hauks gæti legið á víðavangi eða í fjöldagröf. 17. maí 2018 08:50 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Sjá meira
„Í ár er 100 ára fullveldisafmæli Íslands fagnað. Fullveldið Ísland treystir sér augljóslega ekki til að taka afstöðu til þess þegar annað ríki, sem er bandamaður þeirra í Nató, kallar ríkisborgara Íslands hryðjuverkamann og réttlætir með orðalaginu meint dráp á honum. Fullveldið Ísland treystir sér heldur ekki til að spyrja með skýrum hætti hvar lík Hauks er, sé hann þá látinn, eða hvað Tyrkir geri almennt við lík þeirra sem féllu í Afrin.“ Þetta segir Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakona, og vinkona Hauks Hilmarssonar en rúmlega þrír mánuðir eru síðan tyrkneskir fjölmiðlar birtu fréttir af því að hann hefði verið drepinn í árás tyrkneska hersins á Kúrda í Afrín-héraði í norðurhluta Sýrlands. Steinunn segir að Haukur hafi verið sér sem bróðir í tólf ár og að svarleysið og óvissan hafi tekið mikið á. „Þau svör sem síðan hafa komið frá ríkisvaldinu hafa verið svo köld. Þetta er allt flækt í einhvern orðavaðal en þegar maður rýnir í þetta þá eru þetta engin svör. Þau eru alltaf bara búin að vera að sýna okkur takmarkanir kerfisins; að það sé ekki pólitískur vilji til að fara lengra en þetta og það er þetta viðmót sem við höfum mætt síðastliðna þrjá mánuði.“ Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. Haukur Hilmarsson var Steinunni eins og bróðir í tólf ár.Mynd/Eva Hauksdóttir „Á þessum hundrað dögum hafa íslensk stjórnvöld nákvæmlega ekkert sagt um afstöðu sína til þess að íslenskur ríkisborgari sé kallaður hryðjuverkamaður í tyrkneskum fjölmiðlum, sem flestir eru undir hæl þarlendra stjórnvalda, og óbeint af Erdogan sjálfum. Þau hafa heldur ekki tjáð sig um afstöðu þeirra til þess að hann hafi hugsanlega verið myrtur í ólöglegri innrás tyrkneska hersins í Afrin og reyndar virðast fjölmiðlar ekki heldur hafa spurt íslensk stjórnvöld um afstöðu þeirra í þessum efnum,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Steinunn segir að aðstandendur Hauks viti ekki hvort íslensk stjórnvöld taki undir skilgreiningu Tyrkja – að Haukur sé hryðjuverkamaður – og af þeim sökum viti vinir og fjölskylda Hauks ekki á hvaða forsendum athugun á afdrifum hans er. „Sé Haukur hryðjuverkamaður í augum íslenskra yfirvalda ættu þau að hafa dug í sér að segja það opinberlega. Sé hann það ekki ættu þau að fordæma þá skilgreiningu opinberlega og sinna leitinni að honum án nokkurs undirlægjuháttar,“ segir Steinunn sem bendir á að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi gott tækifæri til að opinbera afstöðu ríkisstjórnarinnar áður en hún hittir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, á ráðstefnu Nató í Brussel um miðjan næsta mánuð.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Eva Hauksdóttir í viðtali við BBC um mál Hauks Óttast að lík Hauks gæti legið á víðavangi eða í fjöldagröf. 17. maí 2018 08:50 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Sjá meira
Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29
Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45
Eva Hauksdóttir í viðtali við BBC um mál Hauks Óttast að lík Hauks gæti legið á víðavangi eða í fjöldagröf. 17. maí 2018 08:50