Stofnuðu minningarsjóð í nafni Einars Darra til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. júní 2018 14:15 Fjölskylda og vinir Einars Darra vinna að forvarnarverkefni sem einblínir á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja á meðal ungmenna. Babl/Úr einkasafni Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. Nú hefur verið stofnaður minningarsjóður í nafni Einars Darra sem rennur til styrktar málefna sem ætluð eru til að hjálpa ungu fólki í fíkniefnavanda. Fjallað er um sögu Einars Darra á síðunni Babl.is sem er nýr fréttavefur fyrir ungt fólk. Greinahöfundar síðunnar eru allir á aldrinum 19 til 21 árs. Leitaði aðstoðar vegna kvíða „Ímynd okkar af þeim sem leiðast út í fíkniefnaneyslu er oft bjöguð og óraunhæf, Einar var vel gefinn strákur sem stóð sig vel í skóla og vinnu, var vinamargur og hamingjusamur. Einar stundaði líkamsrækt á hverjum degi, passaði upp á heilsuna, var náinn fjölskyldu sinni og varði tíma með þeim við hvert tækifæri. Á yfirborðinu var hann með allt á hreinu. Fólk eins og Einar er gott dæmi um það að fíkniefni fara ekki í manngreiningaálit, hver sem er getur lent í klóm þeirra,“ segir í greininni um minningarsjóðinn. Hann hafði reynt að hætta af sjálfsdáðum án árangurs en áður en hann sjálfur og allir í kringum hann gerðu sér grein fyrir alvarleika vandans, þá var það orðið of seint. „Undanfarin ár hefur mikið verið talað um aukinn kvíða barna og unglinga, Einar var eitt þessara barna. Ólíkt mörgum þá var Einar mjög opinn með sinn kvíðavanda og leitaði sér hjálpar samstundis. Þrátt fyrir hjálp hjá sálfræðingum og að hafa tekið það sem virtust allt vera hárréttar ákvarðanir þá sat kvíðinn ennþá eftir í honum.“Hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá Einari Darra eftir að hann kyntist Xanax, samkvæmt fjölskyldu og vinum hans.Vísir/GettyLoksins fundið lausnina Einar Darri notaði kvíðalyfið Xanax, sem hefur verið fjallað töluvert um hér á landi síðustu ár. „Það var ekki fyrr en að Einar kynntist þessu lyfi í gegnum tónlistina sem hann hlustaði á, að hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá honum. Rétt eins og margir aðrir þá hafði hann loksins fundið lausnina við kvíðanum sem hafði verið að hrjá hann.“ Fjölskylda og vinir Einars Darra eru nú byrjuð að vinna að forvarnarverkefni sem einblínir á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja á meðal ungmenna hér á landi og verður verkefnið kynnt betur á næstu dögum. Nánar má lesa um sögu Einars Darra á síðunni Babl en þeim sem vilja styrkja þetta málefni er bent á minningarsjóðinn 354-13-200240, kennitala 160370-5999. Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Heilbrigðis- og menntamálaráðherra hafa ákveðið að taka höndum saman til að auðvelda aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. 20. apríl 2018 21:00 Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt Garðabær á að vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að mennskunni, samkennd og virðingu fyrir hverjum og einum. 17. apríl 2018 14:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. Nú hefur verið stofnaður minningarsjóður í nafni Einars Darra sem rennur til styrktar málefna sem ætluð eru til að hjálpa ungu fólki í fíkniefnavanda. Fjallað er um sögu Einars Darra á síðunni Babl.is sem er nýr fréttavefur fyrir ungt fólk. Greinahöfundar síðunnar eru allir á aldrinum 19 til 21 árs. Leitaði aðstoðar vegna kvíða „Ímynd okkar af þeim sem leiðast út í fíkniefnaneyslu er oft bjöguð og óraunhæf, Einar var vel gefinn strákur sem stóð sig vel í skóla og vinnu, var vinamargur og hamingjusamur. Einar stundaði líkamsrækt á hverjum degi, passaði upp á heilsuna, var náinn fjölskyldu sinni og varði tíma með þeim við hvert tækifæri. Á yfirborðinu var hann með allt á hreinu. Fólk eins og Einar er gott dæmi um það að fíkniefni fara ekki í manngreiningaálit, hver sem er getur lent í klóm þeirra,“ segir í greininni um minningarsjóðinn. Hann hafði reynt að hætta af sjálfsdáðum án árangurs en áður en hann sjálfur og allir í kringum hann gerðu sér grein fyrir alvarleika vandans, þá var það orðið of seint. „Undanfarin ár hefur mikið verið talað um aukinn kvíða barna og unglinga, Einar var eitt þessara barna. Ólíkt mörgum þá var Einar mjög opinn með sinn kvíðavanda og leitaði sér hjálpar samstundis. Þrátt fyrir hjálp hjá sálfræðingum og að hafa tekið það sem virtust allt vera hárréttar ákvarðanir þá sat kvíðinn ennþá eftir í honum.“Hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá Einari Darra eftir að hann kyntist Xanax, samkvæmt fjölskyldu og vinum hans.Vísir/GettyLoksins fundið lausnina Einar Darri notaði kvíðalyfið Xanax, sem hefur verið fjallað töluvert um hér á landi síðustu ár. „Það var ekki fyrr en að Einar kynntist þessu lyfi í gegnum tónlistina sem hann hlustaði á, að hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá honum. Rétt eins og margir aðrir þá hafði hann loksins fundið lausnina við kvíðanum sem hafði verið að hrjá hann.“ Fjölskylda og vinir Einars Darra eru nú byrjuð að vinna að forvarnarverkefni sem einblínir á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja á meðal ungmenna hér á landi og verður verkefnið kynnt betur á næstu dögum. Nánar má lesa um sögu Einars Darra á síðunni Babl en þeim sem vilja styrkja þetta málefni er bent á minningarsjóðinn 354-13-200240, kennitala 160370-5999.
Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Heilbrigðis- og menntamálaráðherra hafa ákveðið að taka höndum saman til að auðvelda aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. 20. apríl 2018 21:00 Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt Garðabær á að vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að mennskunni, samkennd og virðingu fyrir hverjum og einum. 17. apríl 2018 14:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Heilbrigðis- og menntamálaráðherra hafa ákveðið að taka höndum saman til að auðvelda aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. 20. apríl 2018 21:00
Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt Garðabær á að vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að mennskunni, samkennd og virðingu fyrir hverjum og einum. 17. apríl 2018 14:45