Snjallsímablinda Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 13. júní 2018 07:00 Við eigum öll ósvífni í skúmaskoti sálarinnar. Eitt af því sem ég skemmti mér yfir á netinu eru upptökur þar sem fólk gengur með snjallsímana sína og sendir sms endalaust gangandi ýmist ofan í gosbrunna eða á staura. Og það er svo auðséð að þetta er falin myndavél. Ástæða gleði minnar er sú að mér finnst svo erfitt að sjá fólk út um allt í endalausum samskiptum við þetta tæki. Einhver myndi segja að það bæri vott um það að ég sé miðaldra kelling. Já, og? Það hefur nánast orðið að trúarbrögðum hjá mér að nota bara spjallsíma en alls ekki snjallsíma. Það getur verið vegna þess að ég óttast að verða forfallin eins og fólkið í myndböndunum. Það gerist æði oft að maður mætir fólki sem er að pikka á símann sinn og víkur ekki úr vegi og ég fer alltaf í gegnum það í huganum að víkja ekki og lenda frekar í samstuði við manneskjuna, en veit að það er of gremjuleg aðferð því að ég er hvorki staur né gosbrunnur. Um daginn á leiðinni í vinnu dansaði bíll á veginum fyrir framan mig og ég gaf mér að ökumaðurinn væri í svipuðu ástandi og Edda Björgvins lék í áramótaskaupinu ’84 þegar Laddi í hlutverki lögreglumanns gerði tilraun til að stöðva hana. Og þegar bíllinn nam staðar á rauðu ljósi stökk ég út og opnaði dyrnar hjá ökumanni sem reyndist ekki drukkin frú í pels heldur ung stúlka sem var í þann mund að ljúka við sín gríðarmikilvægu skilaboð. Stúlkan horfði á mig skelfingaraugum en ég sagði við hana: „Ó ég hélt að þú værir drukkin en ég sé að þú ert að pikka á símann þinn!“ Ég hitti einn afa um daginn sem hefur þann sið að biðja afkomendur sína að geyma snjallsímana í körfu frammi í forstofu svo að hægt sé að halda uppi eðlilegum samskiptum á meðan fjölskyldan kemur saman. Það er snilldarhugmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Við eigum öll ósvífni í skúmaskoti sálarinnar. Eitt af því sem ég skemmti mér yfir á netinu eru upptökur þar sem fólk gengur með snjallsímana sína og sendir sms endalaust gangandi ýmist ofan í gosbrunna eða á staura. Og það er svo auðséð að þetta er falin myndavél. Ástæða gleði minnar er sú að mér finnst svo erfitt að sjá fólk út um allt í endalausum samskiptum við þetta tæki. Einhver myndi segja að það bæri vott um það að ég sé miðaldra kelling. Já, og? Það hefur nánast orðið að trúarbrögðum hjá mér að nota bara spjallsíma en alls ekki snjallsíma. Það getur verið vegna þess að ég óttast að verða forfallin eins og fólkið í myndböndunum. Það gerist æði oft að maður mætir fólki sem er að pikka á símann sinn og víkur ekki úr vegi og ég fer alltaf í gegnum það í huganum að víkja ekki og lenda frekar í samstuði við manneskjuna, en veit að það er of gremjuleg aðferð því að ég er hvorki staur né gosbrunnur. Um daginn á leiðinni í vinnu dansaði bíll á veginum fyrir framan mig og ég gaf mér að ökumaðurinn væri í svipuðu ástandi og Edda Björgvins lék í áramótaskaupinu ’84 þegar Laddi í hlutverki lögreglumanns gerði tilraun til að stöðva hana. Og þegar bíllinn nam staðar á rauðu ljósi stökk ég út og opnaði dyrnar hjá ökumanni sem reyndist ekki drukkin frú í pels heldur ung stúlka sem var í þann mund að ljúka við sín gríðarmikilvægu skilaboð. Stúlkan horfði á mig skelfingaraugum en ég sagði við hana: „Ó ég hélt að þú værir drukkin en ég sé að þú ert að pikka á símann þinn!“ Ég hitti einn afa um daginn sem hefur þann sið að biðja afkomendur sína að geyma snjallsímana í körfu frammi í forstofu svo að hægt sé að halda uppi eðlilegum samskiptum á meðan fjölskyldan kemur saman. Það er snilldarhugmynd.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun