Óvenjulegt ákvæði felldi niður risaskuld Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2018 22:00 Borpallur á Skálafirði í Færeyjum haustið 2014 að lokinni borun níundu holunnar á landgrunni eyjanna. Atlantic Supply Base/Eli Lassen. Færeyingar urðu skyndilega átta milljörðum króna ríkari í dag vegna þess að engin olía hefur ennþá fundist við eyjarnar. Fjárhæðin jafngildir því að íslenska þjóðin hefði fengið sextíu milljarða króna happadrættisvinning á einu bretti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Færeyskir fjölmiðlar þakka Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, það að þeir urðu hálfum milljarði danskra króna ríkari í dag. Fjármálaráðherra Færeyja, Kristina Háfoss, lýsir því hvernig þjóðarbúskapur þeirra hefur skyndilega styrkst við það að risastór skuld hafi nú verið strikuð út á einu bretti.Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, er þakkað samningsákvæðið í færeyskum fjölmiðlum.Upphaf málsins er bankahrunið í Færeyjum fyrir aldarfjórðungi en þá neyddust Færeyingar til að leita á náðir Dana með björgunaraðgerðir. Meðal þeirra var lánssamningur sem þeir Anfinn Kallsberg lögmaður og Mogens Lykketoft, þáverandi fjármálaráðherra Dana, undirrituðu þann 10. júní árið 1998. Efnahagslíf Færeyja var þá í rúst eftir bankakreppuna en jafnframt ríkti bjartsýni á þeim tíma um að olíuleit myndi gera Færeyinga ríka og vonuðust samningsaðilar til að eyjarnar myndu þróast úr fiskveiðisamfélagi yfir í olíuríki. Var því ákvæði sett í lánssamninginn þess efnis að ef Færeyingar yrðu byrjaðir að fá tekjur af olíuvinnslu innan 20 ára myndu þeir greiða lánið að fullu til baka, en annars yrði lánið fellt niður.Frá Færeyjum.Stöð 2/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Stóri dagurinn rann svo upp í gær, 10. júní 2018, og þar sem engin olíuvinnsla er ennþá hafin við Færeyjar, er núna búið að strika yfir stóru skuldina við Dani, jafnvirði 8,4 milljarða íslenskra króna. Sú fjárhæð, miðað við höfðatölu, jafngildir því að 60 milljarða króna skuld íslenska ríkisins við útlönd yrði felld niður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Færeyingar urðu skyndilega átta milljörðum króna ríkari í dag vegna þess að engin olía hefur ennþá fundist við eyjarnar. Fjárhæðin jafngildir því að íslenska þjóðin hefði fengið sextíu milljarða króna happadrættisvinning á einu bretti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Færeyskir fjölmiðlar þakka Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, það að þeir urðu hálfum milljarði danskra króna ríkari í dag. Fjármálaráðherra Færeyja, Kristina Háfoss, lýsir því hvernig þjóðarbúskapur þeirra hefur skyndilega styrkst við það að risastór skuld hafi nú verið strikuð út á einu bretti.Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, er þakkað samningsákvæðið í færeyskum fjölmiðlum.Upphaf málsins er bankahrunið í Færeyjum fyrir aldarfjórðungi en þá neyddust Færeyingar til að leita á náðir Dana með björgunaraðgerðir. Meðal þeirra var lánssamningur sem þeir Anfinn Kallsberg lögmaður og Mogens Lykketoft, þáverandi fjármálaráðherra Dana, undirrituðu þann 10. júní árið 1998. Efnahagslíf Færeyja var þá í rúst eftir bankakreppuna en jafnframt ríkti bjartsýni á þeim tíma um að olíuleit myndi gera Færeyinga ríka og vonuðust samningsaðilar til að eyjarnar myndu þróast úr fiskveiðisamfélagi yfir í olíuríki. Var því ákvæði sett í lánssamninginn þess efnis að ef Færeyingar yrðu byrjaðir að fá tekjur af olíuvinnslu innan 20 ára myndu þeir greiða lánið að fullu til baka, en annars yrði lánið fellt niður.Frá Færeyjum.Stöð 2/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Stóri dagurinn rann svo upp í gær, 10. júní 2018, og þar sem engin olíuvinnsla er ennþá hafin við Færeyjar, er núna búið að strika yfir stóru skuldina við Dani, jafnvirði 8,4 milljarða íslenskra króna. Sú fjárhæð, miðað við höfðatölu, jafngildir því að 60 milljarða króna skuld íslenska ríkisins við útlönd yrði felld niður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15