Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. júní 2018 19:15 nda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. Ljósmæður kolfelldu kjarasamninginn sem var undirrituður í byrjun mánaðar og verður næsti fundur í deilunni þann 20. júní. Engar uppsagnir hafa verið dregnar til baka og hætta nítján ljósmæður störfum á Landspítalanum um mánaðarmótin. „Sautján af þeim eru á einni og sömu deildinni sem er meðgöngu- og sængurlegudeild. Þannig þetta bitnar verst þar," segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. „Þetta er töluvert stórt hlutfall af þeirri deild. Líklega um þriðjungur af deildinni." Að sögn Lindu er enn verið að vinna aðgerðaráætlun vegna uppsagnanna en ljóst er að þjónusta á meðgöngu- og sængurlegudeild skerðist strax um mánaðarmótin. Það er alveg ljóst að við þurfum að fækka innlögnum á deildina og treysta böndin við okkar samstarfsstofnanir, heilbrigðisstofnanir. Og þá er ég að hugsa um Akranes, Keflavík og Selfoss í því samhengi. Þannig að við eigum eftir að vinna það í smáatriðum. En okkar plön ganga út á það. Að fækka innlögnum á deildina og flýta útskriftum eins og kostur er. Við reynum samt náttúrulega að sjálfsögðu að tryggja öryggi allra eftir því sem við best getum," segir Linda. Hún segir stöðuna alvarlega. „Við höfum miklar áhyggjur hér á deildinni af stöðunni. Þetta verður erfitt og flókið mál að leysa þetta."Svandís SvavarsdóttirAðkoma heilbrigðisráðherra að viðræðunum hefur verið sögð hafa liðkað fyrir undirritun samningsins sem var felldur en í honum fólst meðal annars sextíu milljóna króna sjóður sem átt að nýta til launaleiðréttingar. Heilbirðigsráðherra telur deiluna aftur komna á byrjunarreit. „Ég lít svo á að mitt innspil inn í þessar kjaraviðræður hafi sýnt sig að dugði ekki. Þannig að ég lít svo á að mín aðkoma hafi ekki verið fullnægjandi og ég held að það sé rétt að samninganefnd ríkisins og samninganefnd ljósmæðra skoði stöðuna miðað við þá staðreynd," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. Ljósmæður kolfelldu kjarasamninginn sem var undirrituður í byrjun mánaðar og verður næsti fundur í deilunni þann 20. júní. Engar uppsagnir hafa verið dregnar til baka og hætta nítján ljósmæður störfum á Landspítalanum um mánaðarmótin. „Sautján af þeim eru á einni og sömu deildinni sem er meðgöngu- og sængurlegudeild. Þannig þetta bitnar verst þar," segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. „Þetta er töluvert stórt hlutfall af þeirri deild. Líklega um þriðjungur af deildinni." Að sögn Lindu er enn verið að vinna aðgerðaráætlun vegna uppsagnanna en ljóst er að þjónusta á meðgöngu- og sængurlegudeild skerðist strax um mánaðarmótin. Það er alveg ljóst að við þurfum að fækka innlögnum á deildina og treysta böndin við okkar samstarfsstofnanir, heilbrigðisstofnanir. Og þá er ég að hugsa um Akranes, Keflavík og Selfoss í því samhengi. Þannig að við eigum eftir að vinna það í smáatriðum. En okkar plön ganga út á það. Að fækka innlögnum á deildina og flýta útskriftum eins og kostur er. Við reynum samt náttúrulega að sjálfsögðu að tryggja öryggi allra eftir því sem við best getum," segir Linda. Hún segir stöðuna alvarlega. „Við höfum miklar áhyggjur hér á deildinni af stöðunni. Þetta verður erfitt og flókið mál að leysa þetta."Svandís SvavarsdóttirAðkoma heilbrigðisráðherra að viðræðunum hefur verið sögð hafa liðkað fyrir undirritun samningsins sem var felldur en í honum fólst meðal annars sextíu milljóna króna sjóður sem átt að nýta til launaleiðréttingar. Heilbirðigsráðherra telur deiluna aftur komna á byrjunarreit. „Ég lít svo á að mitt innspil inn í þessar kjaraviðræður hafi sýnt sig að dugði ekki. Þannig að ég lít svo á að mín aðkoma hafi ekki verið fullnægjandi og ég held að það sé rétt að samninganefnd ríkisins og samninganefnd ljósmæðra skoði stöðuna miðað við þá staðreynd," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00
Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37