Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna 11. júní 2018 07:00 Rammasamningur hins opinbera mun taka gagngerum breytingum á næstu misserum. Vísir/Vilhelm Sérfræðilæknar hafa óskað upplýsinga frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um hvað hún hyggist gera í málefnum sérfræðilækna en samningur þeirra við Sjúkratryggingar Íslands rennur út um næstu áramót. Einstaklingar sem fara í aðgerð í sumar gætu þurft á endurkomu að halda eftir áramót. Verði engir samningar á borðinu gæti kostnaður sjúklinga hækkað gríðarlega. Þrír valkostir eru í boði þann 1. janúar næstkomandi. Sá fyrsti er að gera nýjan samning við sérfræðilækna en ráðherra segir það alveg ljóst að það yrði ekki opinn rammasamningur. „Sá samningur yrði mun skýrari um hvað ríkið kaupir af sérfræðilæknum,“ segir Svandís. Annar möguleikinn er að núgildandi samningur yrði framlengdur meðan unnið væri að breytingum. Þriðji og síðasti möguleikinn er sá að samningurinn rynni út og enginn samningur væri í gildi.Sjá einnig: Svandís vill breyta rammasamningnum Svandís telur mikilvægt að ákvarðanir um skipulag heilbrigðisþjónustu séu ekki teknar til að takast á við tilfallandi uppákomur. Heildarhugsun þurfi í málaflokknum. „Ég vil sjá heildstætt kerfi. Við erum með brotakennt kerfi sem samkvæmt úttektum, nú síðast frá Ríkisendurskoðun, er ekki að öllu leyti hagkvæmt. Að hluta til eru að fara peningar út úr kerfinu í lækningar sem við þurfum ekki á að halda. Við þurfum að stíga stór skref í átt að heildstæðara kerfi og efla opinbera heilbrigðiskerfið,“ segir Svandís. „Þetta er heilmikið verkefni sem er fyrir höndum. Íslenskt heilbrigðiskerfi þarf á því að halda að ákvarðanir séu teknar með heildarstefnu í huga en ekki sem svar við tilfallandi uppákomum í kerfinu.“Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.vísir/gvaSteingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, stofnunar sem heyrir beint undir ráðherra heilbrigðismála, hefur verið gagnrýninn á hugmyndir Svandísar og aðstoðarmanns hennar, Birgis Jakobssonar, fyrrverandi landlæknis. Birgir hefur látið hafa eftir sér að sérfræðingar sem vinni að hluta til á Landspítala og að hluta á einkaklíník út í bæ séu ekki af heilum hug sem starfsmenn spítalans og hefur gagnrýnt „hið tvöfalda kerfi“ afar mikið. „Það er ekki einu sinni verið að stilla þessu upp vegna kostnaðar því á sama tíma er verið að auka kostnaðarþátttöku hins opinbera í sjúkraþjálfun til að mynda,“ segir Steingrímur Ari. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta bara spurning um forgangsröðun.“ Átta sérfræðilæknar hafa kært íslenska ríkið fyrir að heimila þeim ekki að taka þátt í rammasamningnum við ríkið. Gísli Guðni Hall er lögmaður læknanna. Að hans mati snýst mál læknanna um hvort íslenska ríkinu sé ekki skylt að standa við gerða samninga. „Við erum að gera kröfu um að ákvörðun Sjúkratrygginga, að hleypa þessum læknum ekki inn á rammasamninginn, verði felld úr gildi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 „Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00 Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Sérfræðilæknar hafa óskað upplýsinga frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um hvað hún hyggist gera í málefnum sérfræðilækna en samningur þeirra við Sjúkratryggingar Íslands rennur út um næstu áramót. Einstaklingar sem fara í aðgerð í sumar gætu þurft á endurkomu að halda eftir áramót. Verði engir samningar á borðinu gæti kostnaður sjúklinga hækkað gríðarlega. Þrír valkostir eru í boði þann 1. janúar næstkomandi. Sá fyrsti er að gera nýjan samning við sérfræðilækna en ráðherra segir það alveg ljóst að það yrði ekki opinn rammasamningur. „Sá samningur yrði mun skýrari um hvað ríkið kaupir af sérfræðilæknum,“ segir Svandís. Annar möguleikinn er að núgildandi samningur yrði framlengdur meðan unnið væri að breytingum. Þriðji og síðasti möguleikinn er sá að samningurinn rynni út og enginn samningur væri í gildi.Sjá einnig: Svandís vill breyta rammasamningnum Svandís telur mikilvægt að ákvarðanir um skipulag heilbrigðisþjónustu séu ekki teknar til að takast á við tilfallandi uppákomur. Heildarhugsun þurfi í málaflokknum. „Ég vil sjá heildstætt kerfi. Við erum með brotakennt kerfi sem samkvæmt úttektum, nú síðast frá Ríkisendurskoðun, er ekki að öllu leyti hagkvæmt. Að hluta til eru að fara peningar út úr kerfinu í lækningar sem við þurfum ekki á að halda. Við þurfum að stíga stór skref í átt að heildstæðara kerfi og efla opinbera heilbrigðiskerfið,“ segir Svandís. „Þetta er heilmikið verkefni sem er fyrir höndum. Íslenskt heilbrigðiskerfi þarf á því að halda að ákvarðanir séu teknar með heildarstefnu í huga en ekki sem svar við tilfallandi uppákomum í kerfinu.“Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.vísir/gvaSteingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, stofnunar sem heyrir beint undir ráðherra heilbrigðismála, hefur verið gagnrýninn á hugmyndir Svandísar og aðstoðarmanns hennar, Birgis Jakobssonar, fyrrverandi landlæknis. Birgir hefur látið hafa eftir sér að sérfræðingar sem vinni að hluta til á Landspítala og að hluta á einkaklíník út í bæ séu ekki af heilum hug sem starfsmenn spítalans og hefur gagnrýnt „hið tvöfalda kerfi“ afar mikið. „Það er ekki einu sinni verið að stilla þessu upp vegna kostnaðar því á sama tíma er verið að auka kostnaðarþátttöku hins opinbera í sjúkraþjálfun til að mynda,“ segir Steingrímur Ari. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta bara spurning um forgangsröðun.“ Átta sérfræðilæknar hafa kært íslenska ríkið fyrir að heimila þeim ekki að taka þátt í rammasamningnum við ríkið. Gísli Guðni Hall er lögmaður læknanna. Að hans mati snýst mál læknanna um hvort íslenska ríkinu sé ekki skylt að standa við gerða samninga. „Við erum að gera kröfu um að ákvörðun Sjúkratrygginga, að hleypa þessum læknum ekki inn á rammasamninginn, verði felld úr gildi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 „Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00 Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30
„Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00
Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00