Staðan næstu vikurnar Guðmundur Steingrímsson skrifar 11. júní 2018 07:00 Ég verð að játa að nú þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu nálgast er ég meira og meira að fara úr jafnvægi. Ég er fáránlega spenntur yfir þessu. HM í fóbolta hefur alltaf skipað virðingarsess í sálinni, alveg síðan í bernsku. Ég var aðdáandi Brassanna. Ég fór að gráta þegar Zico, Eder, Junior og Sókrates töpuðu fyrir Paolo Rossi og ítalska landsliðinu þegar ég var tíu ára. Ég man ennþá hina sáru tilfinningu. Þetta hafði djúpstæð áhrif á barnssálina. Kannski markaði þetta áfall í raun upphaf fullorðinsáranna. Ég hef alltaf horft á HM og EM, og sokkið inn í spennuna. Á annan fótbolta horfi ég varla neitt. Ég held ég deili því hugarástandi með fjölmörgum Íslendingum, að finnast hálfóraunverulegt og skrítið að núna skuli Ísland vera með í þessum áhrifamikla stórviðburði. Hvaða þýðingu hefur það? Þetta þarf að ræða.Flóðbylgja skellur á Heimsmeistaramótið mun skella á þessu samfélagi í lok vikunnar eins og flóðbylgja. Það mun engu máli skipta hverrar skoðunar við erum innbyrðis, hvað við gerum, hver við erum, hvaða stétt við tilheyrum. Við fáum öll sama hlutverkaspjaldið afhent frá umheiminum: Víkingar frá litla Íslandi. Hvort þú heitir Eyþór Arnalds eða Dagur B., Bjarni Ben eða Sanna Magdalena, Kata Jak. eða Björgólfur Thor. Hvort þú ert kvótaeigandi eða verkalýðsforkólfur. Með eða á móti Reykjavíkurflugvelli. Ekkert svoleiðis mun skipta máli. Við verðum bara Íslendingar. Það er flóðbylgjan. Allt annað verður máð burt. Við verðum kraftaverkið á stórmótinu, örþjóðin sem reynir sig við hið ómögulega. Krúttlegt fólk sem öskrar húh. Þetta verða vikur hinnar íslensku staðalmyndar. Þeim hjálmi verður troðið á okkur öll. Sá sem hefur skipulagt málþing fyrir klukkan fimm næsta laugardag um til dæmis stöðuna í ríkisfjármálum, eða alþjóðleg viðhorf til norrænnar matargerðar, eða togstreitu mínímalisma og rókokkóstíls í íslenskum arkitektúr á árabilinu 1950-70, getur gleymt því að nokkur mæti. Það er hægt að afpanta sal og veitingar núna. Kalt mat: Fótbolti mun yfirtaka allt. Ráð til áhugalausra Ég er ennþá að bögglast með að ákveða hvort ég eigi að kaupa bol á mig og fjölskylduna. Svoldið dýrt. Við þyrftum þá að bíða með að kaupa nýjan ísskáp. Ég á Íslandstrefil, sem ég fékk, gott ef ekki, á Laugardalsvelli í ágúst 1981, þegar Ísland mætti Nígeríu í eina skiptið hingað til. Ísland vann 3-0. Það var rok. Árni Sveinsson skoraði af kantinum. Hann ætlaði að gefa fyrir en boltinn fauk inn, í stóran sveig yfir kappklæddan markvörðinn. Það væri skemmtilegt ef við skoruðum svona mark á móti Nígeru núna. En hvað um það. Ég hugsa að ég láti þennan trefil nægja, og andlitsmálningu. Ég fagna semsagt HM. Til eru aðrir hins vegar, og ég þekki þá nokkra, sem hafa ekki snefil af áhuga á þessu. Það fólk færi ekki í landsliðstreyju nema gegn mjög háu gjaldi. Hvernig á þetta fólk að haga sér næstu vikurnar? Verður lífið óbærilegt? Ég veit ekki hversu skynsamlegt það er fyrir þetta fólk að reyna að vera fúlt á móti. Ég held að það berjist enginn við þessa flóðbylgju. Það verður talað um „strákana okkar“ sem mun sjálfsagt fara í taugarnar á einhverjum. Réttara er auðvitað að segja „strákarnir“, en ég held að enginn muni mæta á málþing um það. Mín fyrsta ráðlegging til þessa fólks, sem ég hef fulla samúð með, er að reyna að hafa gaman af þessu. Ég sá kanadískan dansflokk leika rollur á Listahátíð nú um helgina. Það var virkilega fyndið og skemmtilegt og mjög spennandi. Maður velti fyrir sér hvað rollurnar myndu gera næst. Maður sökk inn í atriðið. Fótbolti er ekki ósvipaður. Það má opna hugann fyrir honum einsog öðru. Ýmislegt hægt að gera Ef þessi nálgun virkar ekki, þá geta auðvitað líka falist mikil tækifæri í því að þjóðfélagið verði almennt upptekið við að horfa á sjónvarpið og að restin sé í Rússlandi. Það verða fáir í sundi um miðjan dag á laugardaginn næsta, til dæmis. Maður getur æft flugsund eins og brjálæðingur. Jafnvel á sprellanum. Ef maður er haldinn þörf til að ganga um í Kringlunni í Spidermanbúningi, verður gott tækifæri þá. Næstu vikur verða líka góðar til að gera ýmislegt, sem fólk vill kannski koma í framkvæmd svo lítið ber á. Koma út úr skápnum, fá sér húðflúr, hætta á Facebook, skipta um hárgreiðslu. Í pólitíkinni geta líka ótal tækifæri skapast: Ganga úr Nató, taka upp nýjan gjaldmiðil, samþykkja áfengi í matvöruverslanir, eyða gögnum. Ísland verður líklega aldrei eins aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Ég verð að játa að nú þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu nálgast er ég meira og meira að fara úr jafnvægi. Ég er fáránlega spenntur yfir þessu. HM í fóbolta hefur alltaf skipað virðingarsess í sálinni, alveg síðan í bernsku. Ég var aðdáandi Brassanna. Ég fór að gráta þegar Zico, Eder, Junior og Sókrates töpuðu fyrir Paolo Rossi og ítalska landsliðinu þegar ég var tíu ára. Ég man ennþá hina sáru tilfinningu. Þetta hafði djúpstæð áhrif á barnssálina. Kannski markaði þetta áfall í raun upphaf fullorðinsáranna. Ég hef alltaf horft á HM og EM, og sokkið inn í spennuna. Á annan fótbolta horfi ég varla neitt. Ég held ég deili því hugarástandi með fjölmörgum Íslendingum, að finnast hálfóraunverulegt og skrítið að núna skuli Ísland vera með í þessum áhrifamikla stórviðburði. Hvaða þýðingu hefur það? Þetta þarf að ræða.Flóðbylgja skellur á Heimsmeistaramótið mun skella á þessu samfélagi í lok vikunnar eins og flóðbylgja. Það mun engu máli skipta hverrar skoðunar við erum innbyrðis, hvað við gerum, hver við erum, hvaða stétt við tilheyrum. Við fáum öll sama hlutverkaspjaldið afhent frá umheiminum: Víkingar frá litla Íslandi. Hvort þú heitir Eyþór Arnalds eða Dagur B., Bjarni Ben eða Sanna Magdalena, Kata Jak. eða Björgólfur Thor. Hvort þú ert kvótaeigandi eða verkalýðsforkólfur. Með eða á móti Reykjavíkurflugvelli. Ekkert svoleiðis mun skipta máli. Við verðum bara Íslendingar. Það er flóðbylgjan. Allt annað verður máð burt. Við verðum kraftaverkið á stórmótinu, örþjóðin sem reynir sig við hið ómögulega. Krúttlegt fólk sem öskrar húh. Þetta verða vikur hinnar íslensku staðalmyndar. Þeim hjálmi verður troðið á okkur öll. Sá sem hefur skipulagt málþing fyrir klukkan fimm næsta laugardag um til dæmis stöðuna í ríkisfjármálum, eða alþjóðleg viðhorf til norrænnar matargerðar, eða togstreitu mínímalisma og rókokkóstíls í íslenskum arkitektúr á árabilinu 1950-70, getur gleymt því að nokkur mæti. Það er hægt að afpanta sal og veitingar núna. Kalt mat: Fótbolti mun yfirtaka allt. Ráð til áhugalausra Ég er ennþá að bögglast með að ákveða hvort ég eigi að kaupa bol á mig og fjölskylduna. Svoldið dýrt. Við þyrftum þá að bíða með að kaupa nýjan ísskáp. Ég á Íslandstrefil, sem ég fékk, gott ef ekki, á Laugardalsvelli í ágúst 1981, þegar Ísland mætti Nígeríu í eina skiptið hingað til. Ísland vann 3-0. Það var rok. Árni Sveinsson skoraði af kantinum. Hann ætlaði að gefa fyrir en boltinn fauk inn, í stóran sveig yfir kappklæddan markvörðinn. Það væri skemmtilegt ef við skoruðum svona mark á móti Nígeru núna. En hvað um það. Ég hugsa að ég láti þennan trefil nægja, og andlitsmálningu. Ég fagna semsagt HM. Til eru aðrir hins vegar, og ég þekki þá nokkra, sem hafa ekki snefil af áhuga á þessu. Það fólk færi ekki í landsliðstreyju nema gegn mjög háu gjaldi. Hvernig á þetta fólk að haga sér næstu vikurnar? Verður lífið óbærilegt? Ég veit ekki hversu skynsamlegt það er fyrir þetta fólk að reyna að vera fúlt á móti. Ég held að það berjist enginn við þessa flóðbylgju. Það verður talað um „strákana okkar“ sem mun sjálfsagt fara í taugarnar á einhverjum. Réttara er auðvitað að segja „strákarnir“, en ég held að enginn muni mæta á málþing um það. Mín fyrsta ráðlegging til þessa fólks, sem ég hef fulla samúð með, er að reyna að hafa gaman af þessu. Ég sá kanadískan dansflokk leika rollur á Listahátíð nú um helgina. Það var virkilega fyndið og skemmtilegt og mjög spennandi. Maður velti fyrir sér hvað rollurnar myndu gera næst. Maður sökk inn í atriðið. Fótbolti er ekki ósvipaður. Það má opna hugann fyrir honum einsog öðru. Ýmislegt hægt að gera Ef þessi nálgun virkar ekki, þá geta auðvitað líka falist mikil tækifæri í því að þjóðfélagið verði almennt upptekið við að horfa á sjónvarpið og að restin sé í Rússlandi. Það verða fáir í sundi um miðjan dag á laugardaginn næsta, til dæmis. Maður getur æft flugsund eins og brjálæðingur. Jafnvel á sprellanum. Ef maður er haldinn þörf til að ganga um í Kringlunni í Spidermanbúningi, verður gott tækifæri þá. Næstu vikur verða líka góðar til að gera ýmislegt, sem fólk vill kannski koma í framkvæmd svo lítið ber á. Koma út úr skápnum, fá sér húðflúr, hætta á Facebook, skipta um hárgreiðslu. Í pólitíkinni geta líka ótal tækifæri skapast: Ganga úr Nató, taka upp nýjan gjaldmiðil, samþykkja áfengi í matvöruverslanir, eyða gögnum. Ísland verður líklega aldrei eins aftur.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun