Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Hörður Ægisson skrifar 27. júní 2018 06:00 Íslenskum fjárfestum var úthlutaður um 9 prósenta hlutur í nýafstöðnu útboði Arion banka. Erlendir sjóðir fengu um 20 prósent. Fréttablaðið/Stefán Fjárfestingarfélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármann í gegnum eignarhaldsfélagið S121, er stærsti íslenski einkafjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka með 0,6 prósenta hlut, eða samtals 12 milljónir hluta, sem er metinn á tæplega milljarð króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa bankans miðvikudaginn 20. júní, sem Markaðurinn hefur séð, átti félagið Vogun hf., sem seldi fyrir skemmstu þriðjungshlut sinn í HB Granda, samtals 0,4 prósent af heildarútgefnum bréfum bankans. Markaðsvirði hlutar Vogunar, en stærsti hluthafi þess félags er Kristján Loftsson og fjölskylda í gegnum Fiskveiðihlutafélagið Venus, er í dag um 660 milljónir króna. Eignarhlutur annarra einkafjárfesta í Arion banka er hverfandi.Við lokun markaða í gær nam hlutabréfaverð Arion banka 83 krónum á hlut og var um ellefu prósentum hærra en í nýafstöðnu útboði bankans þegar Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor seldu um 29 prósenta hlut á genginu 75 fyrir samtals um 39 milljarða. Kaupendur að bréfunum voru að stærstum hluta erlendir fjárfestingasjóðir á meðan íslenskir fjárfestar – almenningur, fagfjárfestar og lífeyrissjóðir – fengu aðeins að kaupa samanlagt um 9 prósenta hlut. Samkvæmt hluthafalista Arion banka eiga átta af stærstu lífeyrissjóðum landsins samtals um 3,1 prósents hlut í bankanum. Þar munar mest um 0,65 prósenta hlut Gildis, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins á 0,53 prósent, Frjálsi og Stapi eiga hvor um sig 0,4 prósenta hlut, Lífeyrissjóður verslunarmanna fer með 0,38 prósent og Almenni á 0,35 prósent. Eignarhlutur annarra sjóða – Birtu og Lífsverks – er talsvert minni. Þá bættu sjóðir í stýringu Stefnis, Landsbréfa, Íslandssjóða og Júpíters, sem höfðu áður keyptu um 2,5 prósenta hlut í bankanum í febrúar á þessu ári, við hlut sinn í útboðinu og eiga nú samanlagt um 3,5 prósent. Sex sjóðir í stýringu Stefnis, sem er dótturfélag Arion banka, eiga þannig 1,17 prósent á meðan hlutur sjóða í rekstri hinna félaganna er samtals á bilinu 0,66 prósent til 0,91 prósent. Verðið sem sjóðunum bauðst í útboðinu var talsvert hagstæðara en nokkrum mánuðum áður þegar þeir keyptu á genginu 89 krónur á hlut, eða sem jafngilti 0,8 miðað við þáverandi eigið fé Arion banka.Stoðir, áður FL Group, var eitt umsvifamesta fjárfestingafélagsins hér á landi í aðdraganda fjármálahrunsins 2008.Fjárfestingarfélögin Snæból og Sigla, sem eru í eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur og Tómasar Kristjánssonar, fara með alls 0,16 prósenta hlut í bankanum. Þá á eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs, Eggerts Árna og Halldórs Páls Gíslabarna, um 0,05 prósenta eignarhlut. Nokkurrar óánægju gætir meðal innlendra fjárfesta með þá aðferðafræði sem var beitt við skerðingar í útboði Arion banka, þar sem eftirspurnin reyndist margföld, en þeir fengu almennt aðeins á bilinu 10 til 30 prósent af þeim hlut sem þeir höfðu óskað eftir að kaupa. Mörg dæmi voru um einkafjárfesta sem fengu ekki nein bréf úthlutuð í bankanum þótt þeir hafi skráð sig fyrir háum fjárhæðum. Samkvæmt heimildum Markaðarins skráðu Stoðir sig fyrir í kringum 100 milljónum hluta í útboðinu, eða sem jafngildir um 7,5 milljörðum miðað við útboðsgengi, en fékk sem fyrr segir 12 milljónir hluta úthlutaðar í bankanum. Arion banki er á meðal stærstu hluthafa Stoða með um 16 prósenta hlut. Sjö sjóðir í stýringu Eaton Vance Management, samkvæmt hluthafalistanum, eiga samtals um 1,2 prósenta hlut í bankanum en fjárfestingarsjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins hafa verið umsvifamiklir í fjárfestingum í skráðum félögum í Kauphöllinni síðustu misseri og ár. Það á einnig við um fjárfestingarsjóði á vegum Landsdowne, sem eiga rúmlega þriggja prósenta hlut, og Miton, sem fara með um 1,7 prósent, en sjóðir fyrirtækjanna höfðu skuldbundið sig fyrir fram til kaupa í útboðinu, sem svonefndir hornsteinsfjárfestar, fyrir samtals 60,5 milljónir dala. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Alls 2,8 milljarða króna velta í Stokkhólmi með bréf Arion banka Viðskiptin með hlutabréf í Arion banka fóru rólega af stað í Reykjavík en 61 viðskipti voru í Kauphöll Íslands í veltu sem nam 73 milljónum króna. Dagslokaverð var 88,8 sem þýðir 18,4 prósenta hækkun. 15. júní 2018 16:30 Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Bættu við sig fimm prósenta hlut í Stoðum Stærsti hluthafi Stoða, fjárfestahópur sem samanstendur meðal annars af Jóni Sigurðssyni, Einari Erni Ólafssyni og Magnúsi Ármann, keypti 4,6 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu af erlendum fjármálastofnunum á seinni hluta síðasta árs. 23. maí 2018 06:00 Meta Arion allt að 56 prósent yfir útboðsgengi Greinendur meta gengi hlutabréfa í Arion banka allt að 56 prósent hærra en útboðsgengi bréfanna. Sérfræðingar IFS telja líklegt að vaxtamunur muni lækka vegna aukinnar samkeppni. Capacent segir vaxtarmöguleika íslenskra banka takmarkaða. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármann í gegnum eignarhaldsfélagið S121, er stærsti íslenski einkafjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka með 0,6 prósenta hlut, eða samtals 12 milljónir hluta, sem er metinn á tæplega milljarð króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa bankans miðvikudaginn 20. júní, sem Markaðurinn hefur séð, átti félagið Vogun hf., sem seldi fyrir skemmstu þriðjungshlut sinn í HB Granda, samtals 0,4 prósent af heildarútgefnum bréfum bankans. Markaðsvirði hlutar Vogunar, en stærsti hluthafi þess félags er Kristján Loftsson og fjölskylda í gegnum Fiskveiðihlutafélagið Venus, er í dag um 660 milljónir króna. Eignarhlutur annarra einkafjárfesta í Arion banka er hverfandi.Við lokun markaða í gær nam hlutabréfaverð Arion banka 83 krónum á hlut og var um ellefu prósentum hærra en í nýafstöðnu útboði bankans þegar Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor seldu um 29 prósenta hlut á genginu 75 fyrir samtals um 39 milljarða. Kaupendur að bréfunum voru að stærstum hluta erlendir fjárfestingasjóðir á meðan íslenskir fjárfestar – almenningur, fagfjárfestar og lífeyrissjóðir – fengu aðeins að kaupa samanlagt um 9 prósenta hlut. Samkvæmt hluthafalista Arion banka eiga átta af stærstu lífeyrissjóðum landsins samtals um 3,1 prósents hlut í bankanum. Þar munar mest um 0,65 prósenta hlut Gildis, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins á 0,53 prósent, Frjálsi og Stapi eiga hvor um sig 0,4 prósenta hlut, Lífeyrissjóður verslunarmanna fer með 0,38 prósent og Almenni á 0,35 prósent. Eignarhlutur annarra sjóða – Birtu og Lífsverks – er talsvert minni. Þá bættu sjóðir í stýringu Stefnis, Landsbréfa, Íslandssjóða og Júpíters, sem höfðu áður keyptu um 2,5 prósenta hlut í bankanum í febrúar á þessu ári, við hlut sinn í útboðinu og eiga nú samanlagt um 3,5 prósent. Sex sjóðir í stýringu Stefnis, sem er dótturfélag Arion banka, eiga þannig 1,17 prósent á meðan hlutur sjóða í rekstri hinna félaganna er samtals á bilinu 0,66 prósent til 0,91 prósent. Verðið sem sjóðunum bauðst í útboðinu var talsvert hagstæðara en nokkrum mánuðum áður þegar þeir keyptu á genginu 89 krónur á hlut, eða sem jafngilti 0,8 miðað við þáverandi eigið fé Arion banka.Stoðir, áður FL Group, var eitt umsvifamesta fjárfestingafélagsins hér á landi í aðdraganda fjármálahrunsins 2008.Fjárfestingarfélögin Snæból og Sigla, sem eru í eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur og Tómasar Kristjánssonar, fara með alls 0,16 prósenta hlut í bankanum. Þá á eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs, Eggerts Árna og Halldórs Páls Gíslabarna, um 0,05 prósenta eignarhlut. Nokkurrar óánægju gætir meðal innlendra fjárfesta með þá aðferðafræði sem var beitt við skerðingar í útboði Arion banka, þar sem eftirspurnin reyndist margföld, en þeir fengu almennt aðeins á bilinu 10 til 30 prósent af þeim hlut sem þeir höfðu óskað eftir að kaupa. Mörg dæmi voru um einkafjárfesta sem fengu ekki nein bréf úthlutuð í bankanum þótt þeir hafi skráð sig fyrir háum fjárhæðum. Samkvæmt heimildum Markaðarins skráðu Stoðir sig fyrir í kringum 100 milljónum hluta í útboðinu, eða sem jafngildir um 7,5 milljörðum miðað við útboðsgengi, en fékk sem fyrr segir 12 milljónir hluta úthlutaðar í bankanum. Arion banki er á meðal stærstu hluthafa Stoða með um 16 prósenta hlut. Sjö sjóðir í stýringu Eaton Vance Management, samkvæmt hluthafalistanum, eiga samtals um 1,2 prósenta hlut í bankanum en fjárfestingarsjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins hafa verið umsvifamiklir í fjárfestingum í skráðum félögum í Kauphöllinni síðustu misseri og ár. Það á einnig við um fjárfestingarsjóði á vegum Landsdowne, sem eiga rúmlega þriggja prósenta hlut, og Miton, sem fara með um 1,7 prósent, en sjóðir fyrirtækjanna höfðu skuldbundið sig fyrir fram til kaupa í útboðinu, sem svonefndir hornsteinsfjárfestar, fyrir samtals 60,5 milljónir dala.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Alls 2,8 milljarða króna velta í Stokkhólmi með bréf Arion banka Viðskiptin með hlutabréf í Arion banka fóru rólega af stað í Reykjavík en 61 viðskipti voru í Kauphöll Íslands í veltu sem nam 73 milljónum króna. Dagslokaverð var 88,8 sem þýðir 18,4 prósenta hækkun. 15. júní 2018 16:30 Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Bættu við sig fimm prósenta hlut í Stoðum Stærsti hluthafi Stoða, fjárfestahópur sem samanstendur meðal annars af Jóni Sigurðssyni, Einari Erni Ólafssyni og Magnúsi Ármann, keypti 4,6 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu af erlendum fjármálastofnunum á seinni hluta síðasta árs. 23. maí 2018 06:00 Meta Arion allt að 56 prósent yfir útboðsgengi Greinendur meta gengi hlutabréfa í Arion banka allt að 56 prósent hærra en útboðsgengi bréfanna. Sérfræðingar IFS telja líklegt að vaxtamunur muni lækka vegna aukinnar samkeppni. Capacent segir vaxtarmöguleika íslenskra banka takmarkaða. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Alls 2,8 milljarða króna velta í Stokkhólmi með bréf Arion banka Viðskiptin með hlutabréf í Arion banka fóru rólega af stað í Reykjavík en 61 viðskipti voru í Kauphöll Íslands í veltu sem nam 73 milljónum króna. Dagslokaverð var 88,8 sem þýðir 18,4 prósenta hækkun. 15. júní 2018 16:30
Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30
Bættu við sig fimm prósenta hlut í Stoðum Stærsti hluthafi Stoða, fjárfestahópur sem samanstendur meðal annars af Jóni Sigurðssyni, Einari Erni Ólafssyni og Magnúsi Ármann, keypti 4,6 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu af erlendum fjármálastofnunum á seinni hluta síðasta árs. 23. maí 2018 06:00
Meta Arion allt að 56 prósent yfir útboðsgengi Greinendur meta gengi hlutabréfa í Arion banka allt að 56 prósent hærra en útboðsgengi bréfanna. Sérfræðingar IFS telja líklegt að vaxtamunur muni lækka vegna aukinnar samkeppni. Capacent segir vaxtarmöguleika íslenskra banka takmarkaða. 13. júní 2018 06:00