Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2018 12:26 McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. Vísir/AP Skipaður verjandi foreldra, sem undir stefnunni „ekkert umburðarlyndi“ voru skilin að frá börnum sínum, segir að skjólstæðingum sínum hafi ekki verið sagt hvar börnin eru niðurkomin. Þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn hafi tilkynnt um að börnin færu aftur til foreldra sinna sé skorturinn á upplýsingum algjör. Þetta segir Shane McMahon, verjandi í El Paso, sem gagnrýnir orð Donalds Trump harðlega fyrir að segja að frásagnir af aðskilnaðinum hefðu verið ýktar. Hann býður forsetanum að koma að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að verða vitni að sorginni frá fyrstu hendi. „Þessar frásagnir eru engar ýkjusögur,“ segir McMahon sem segist vita dæmi þess að foreldrar viti ekki hvar börnin, allt niður í fjögurra ára gömul, séu niðurkomin.Fólk hefur hópað sig saman við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó til að mótmæla.vísir/apÍ tilkynningu frá Heimavörnum í Bandaríkjunum segir að þau viti hvar öll börnin eru en það sem taki tíma sé ferlið sem nú sé í gangi sem er fólgið í því að staðfesta, svo ekki verði um villst, að fólkið sem óskar eftir að fá að komast í samband við börnin séu raunverulegir foreldrar eða forráðamenn þeirra. Unnið er að því að koma foreldrum í samband við börnin en ekki er vitað hversu langan tíma allt ferlið mun taka. Í skoðanakönnun sem fréttastofa CBS gerði kemur í ljós að 75% þeirra sem kjósa Demókrataflokkinn telja að yfirvöld eigi að setja ferlið í algjöran forgang en aðeins 23% þeirra sem kjósa Repúblikanaflokkinn eru sama sinnis. Hundruð mótmælenda standa enn við landamærin og hrópa endurtekið „frelsum börnin“. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36 Trump líkir flóttafólki við innrásarher Í dag sagði forsetinn að réttast væri að senda flóttafólk rakleiðis tilbaka án þess að mál þeirra komi til kasta dómstóla. 24. júní 2018 23:34 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Skipaður verjandi foreldra, sem undir stefnunni „ekkert umburðarlyndi“ voru skilin að frá börnum sínum, segir að skjólstæðingum sínum hafi ekki verið sagt hvar börnin eru niðurkomin. Þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn hafi tilkynnt um að börnin færu aftur til foreldra sinna sé skorturinn á upplýsingum algjör. Þetta segir Shane McMahon, verjandi í El Paso, sem gagnrýnir orð Donalds Trump harðlega fyrir að segja að frásagnir af aðskilnaðinum hefðu verið ýktar. Hann býður forsetanum að koma að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að verða vitni að sorginni frá fyrstu hendi. „Þessar frásagnir eru engar ýkjusögur,“ segir McMahon sem segist vita dæmi þess að foreldrar viti ekki hvar börnin, allt niður í fjögurra ára gömul, séu niðurkomin.Fólk hefur hópað sig saman við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó til að mótmæla.vísir/apÍ tilkynningu frá Heimavörnum í Bandaríkjunum segir að þau viti hvar öll börnin eru en það sem taki tíma sé ferlið sem nú sé í gangi sem er fólgið í því að staðfesta, svo ekki verði um villst, að fólkið sem óskar eftir að fá að komast í samband við börnin séu raunverulegir foreldrar eða forráðamenn þeirra. Unnið er að því að koma foreldrum í samband við börnin en ekki er vitað hversu langan tíma allt ferlið mun taka. Í skoðanakönnun sem fréttastofa CBS gerði kemur í ljós að 75% þeirra sem kjósa Demókrataflokkinn telja að yfirvöld eigi að setja ferlið í algjöran forgang en aðeins 23% þeirra sem kjósa Repúblikanaflokkinn eru sama sinnis. Hundruð mótmælenda standa enn við landamærin og hrópa endurtekið „frelsum börnin“.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36 Trump líkir flóttafólki við innrásarher Í dag sagði forsetinn að réttast væri að senda flóttafólk rakleiðis tilbaka án þess að mál þeirra komi til kasta dómstóla. 24. júní 2018 23:34 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36
Trump líkir flóttafólki við innrásarher Í dag sagði forsetinn að réttast væri að senda flóttafólk rakleiðis tilbaka án þess að mál þeirra komi til kasta dómstóla. 24. júní 2018 23:34
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33