Stórhættulegar konur Guðmundur Steingrímsson skrifar 25. júní 2018 07:00 Í aðdraganda síðasta leiks íslenska landsliðsins, á móti Nígeríu – sem er leikur sem við viljum ábyggilega flest gleyma – skapaðist nokkuð athyglisverð umræða um kynlíf og fótbolta. Heimir Hallgrímsson og Aron Einar fyrirliði voru spurðir að því á blaðamannafundi hvort ríkt hafi kynslífsbann hjá íslenska landsliðinu. Þeir urðu svolítið kindarlegir í framan en náðu að bjarga í horn með því að eyða hálfpartinn talinu. Í HM stofunni á RÚV sátu svo þrír karlmenn og roðnuðu þegar kvenkynsþáttastjórnandi bryddaði upp á umræðu um þetta sama mál. Finnst ykkur þetta vandræðalegt? spurði hún. Svarið var óljóst. Ég túlkaði svör Heimis og Arons á þann veg að kynlífsbann væri ekki raunin. Strákarnir og makar þeirra mega gera það sem þau vilja. Í eftirleik Nígeríuleiksins tók Heimir enn frekar af skarið í merkilegum ummælum um fótbolta og tilgang lífsins. Þar benti hann á, eftir að blaðamaður hafði gefið í skyn að Íslendingar hafi verið full afslappaðir í aðdraganda leiksins – hittandi konur sínar – að það væri margt mikilvægara í lífinu en fótbolti. Fjölskyldan væri til dæmis mikilvægari en fótbolti. Vafalítið hafa hörðustu fótboltabullurnar sopið hveljur við þessar hugleiðingar landsliðsþjálfarans.Eru makar bögg? Einhvers staðar undirliggjandi í kúltúrnum í kringum fótbolta lifir sú kenning góðu lífi að best sé að leikmenn séu algerlega lausir við maka sína í aðdraganda stórátaka. Spurningarnar til Heimis endurspegla þetta hugarfar. Hið alltumlykjandi álitamál sem hér blasir við er auðvitað það, hvort makar séu álitnir bögg. Er óttinn sá, að ef konurnar væru mikið með strákunum myndu þær tuða of mikið í þeim? „Hvenær ætlarðu að slá grasið heima, Gylfi?“ „Er nú ekki komið nóg af þessum boltaleik í bili, Birkir minn.“ „Það er gat á sokkunum þínum, Hannes.“ „Hringdu í mömmu þína, Aron.“ Eða eru þetta hættulegar konur? Myndu þær tæla strákana út á lífið, í syndsamlegt líferni holdsins freistinga? Hvísla svo lostafullum orðum í eyrað á þeim, að strákarnir gætu ekki einbeitt sér í marga daga á eftir? Er hræðslan sú, að ef konurnar væru mikið að koma myndu strákarnir algjörlega missa stjórn á sér og hætta að nenna að spila fótbolta? Eru þeir, af einhverjum – blessunarlega þó ekki Heimi, greinilega – álitnir svo grunnir? Nánast skepnur? Lífseig mýta Þetta er skrítið. Auðvitað skilur maður vel að það er algjörlega nauðsynlegt að hafa reglu á lífinu þegar tekist er á við stóra og erfiða áskorun. Það er mikilvægt að fara snemma að sofa, borða vel og hvílast. Ná að róa hugann. Ég sé hins vegar ekki að maki manns þurfi endilega að vera hindrun í þessu. Þvert á móti. Ákaflega margir, þar á meðal ég, sækja kraft til makans, styrk og hvatningu. Ég er viss um að strákarnir gera það líka. Ég veit satt að segja ekki hvernig ég kæmist í gegnum helstu áskoranir lífsins án eiginkonu minnar. Þetta finnst mér einmitt vera ein helsta pælingin með sambandi. Að eiga sér náinn lífsförunaut sem skilur mann og styður. Ég myndi ekki endilega telja það skynsamlegustu leiðina fyrir íþróttafólk til að komast í gegnum þrekraunir að vera uppi á hótelherbergi að spila tölvuleiki. Kynlíf með makanum væri uppbyggilegra. Það er viss mýta hér undirliggjandi, sem er nokkuð sterk í menningunni. Hún er sú að kynlíf fyrir keppnir sé einfaldlega skaðlegt. Sú mýta nær aftur til Forn-Grikkja. Þar var því trúað, að ef keppandi væri sveltur um kynlíf myndi baráttuþrek hans aukast. Rannsóknir styðja hins vegar ekki þessa kenningu. Í yfirgripsmikilli könnun vísindamanna við Oxfordháskóla á þátttakendum í Londonmaraþoninu árið 2000 kom í ljós að þeir keppendur sem höfðu stundað kynlíf kvöldið áður voru að meðaltali 5 mínútum fljótari í mark en hinir. Fjölmargar aðrar rannsóknir – sem reyndar hafa aðeins verið gerðar á karlmönnum, sem er merkilegt – hafa leitt í ljós að kynlíf hefur engin slæm áhrif á frammistöðu íþróttamanna nema reyndar ef það er stundað innan við tveimur tímum fyrir keppni. Ég efast um að það sé mikið að gerast í tilviki strákanna. Að vinna Króatíu Svo er það þetta með tilgang lífsins. Að eitthvað sé merkilegra en fótbolti. Hvernig vinnum við Króatíu? Kannski svona: Að strákarnir finni einmitt kraftinn og stuðninginn frá sínum nánustu, konum sínum, börnum og foreldrum. Að þeir þakki þeim alla trúna og hvatninguna með því spila sinn besta leik í lífinu, frá hjartanu. Fyrir þau. Því það er rétt sem Heimir segir. Fjölskyldan er mikilvægari en fótbolti. Frá henni sprettur hún yfirleitt, þessi aukaorka sem allir þurfa, þessi stóra ástæða til að vinna stærstu afrekin. Vonandi er kynlífsbann hjá Króötum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekkert kynlífsbann hjá íslenska liðinu Allavega ekki á meðan konurnar eru ekki komnar, segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. 21. júní 2018 10:41 Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda síðasta leiks íslenska landsliðsins, á móti Nígeríu – sem er leikur sem við viljum ábyggilega flest gleyma – skapaðist nokkuð athyglisverð umræða um kynlíf og fótbolta. Heimir Hallgrímsson og Aron Einar fyrirliði voru spurðir að því á blaðamannafundi hvort ríkt hafi kynslífsbann hjá íslenska landsliðinu. Þeir urðu svolítið kindarlegir í framan en náðu að bjarga í horn með því að eyða hálfpartinn talinu. Í HM stofunni á RÚV sátu svo þrír karlmenn og roðnuðu þegar kvenkynsþáttastjórnandi bryddaði upp á umræðu um þetta sama mál. Finnst ykkur þetta vandræðalegt? spurði hún. Svarið var óljóst. Ég túlkaði svör Heimis og Arons á þann veg að kynlífsbann væri ekki raunin. Strákarnir og makar þeirra mega gera það sem þau vilja. Í eftirleik Nígeríuleiksins tók Heimir enn frekar af skarið í merkilegum ummælum um fótbolta og tilgang lífsins. Þar benti hann á, eftir að blaðamaður hafði gefið í skyn að Íslendingar hafi verið full afslappaðir í aðdraganda leiksins – hittandi konur sínar – að það væri margt mikilvægara í lífinu en fótbolti. Fjölskyldan væri til dæmis mikilvægari en fótbolti. Vafalítið hafa hörðustu fótboltabullurnar sopið hveljur við þessar hugleiðingar landsliðsþjálfarans.Eru makar bögg? Einhvers staðar undirliggjandi í kúltúrnum í kringum fótbolta lifir sú kenning góðu lífi að best sé að leikmenn séu algerlega lausir við maka sína í aðdraganda stórátaka. Spurningarnar til Heimis endurspegla þetta hugarfar. Hið alltumlykjandi álitamál sem hér blasir við er auðvitað það, hvort makar séu álitnir bögg. Er óttinn sá, að ef konurnar væru mikið með strákunum myndu þær tuða of mikið í þeim? „Hvenær ætlarðu að slá grasið heima, Gylfi?“ „Er nú ekki komið nóg af þessum boltaleik í bili, Birkir minn.“ „Það er gat á sokkunum þínum, Hannes.“ „Hringdu í mömmu þína, Aron.“ Eða eru þetta hættulegar konur? Myndu þær tæla strákana út á lífið, í syndsamlegt líferni holdsins freistinga? Hvísla svo lostafullum orðum í eyrað á þeim, að strákarnir gætu ekki einbeitt sér í marga daga á eftir? Er hræðslan sú, að ef konurnar væru mikið að koma myndu strákarnir algjörlega missa stjórn á sér og hætta að nenna að spila fótbolta? Eru þeir, af einhverjum – blessunarlega þó ekki Heimi, greinilega – álitnir svo grunnir? Nánast skepnur? Lífseig mýta Þetta er skrítið. Auðvitað skilur maður vel að það er algjörlega nauðsynlegt að hafa reglu á lífinu þegar tekist er á við stóra og erfiða áskorun. Það er mikilvægt að fara snemma að sofa, borða vel og hvílast. Ná að róa hugann. Ég sé hins vegar ekki að maki manns þurfi endilega að vera hindrun í þessu. Þvert á móti. Ákaflega margir, þar á meðal ég, sækja kraft til makans, styrk og hvatningu. Ég er viss um að strákarnir gera það líka. Ég veit satt að segja ekki hvernig ég kæmist í gegnum helstu áskoranir lífsins án eiginkonu minnar. Þetta finnst mér einmitt vera ein helsta pælingin með sambandi. Að eiga sér náinn lífsförunaut sem skilur mann og styður. Ég myndi ekki endilega telja það skynsamlegustu leiðina fyrir íþróttafólk til að komast í gegnum þrekraunir að vera uppi á hótelherbergi að spila tölvuleiki. Kynlíf með makanum væri uppbyggilegra. Það er viss mýta hér undirliggjandi, sem er nokkuð sterk í menningunni. Hún er sú að kynlíf fyrir keppnir sé einfaldlega skaðlegt. Sú mýta nær aftur til Forn-Grikkja. Þar var því trúað, að ef keppandi væri sveltur um kynlíf myndi baráttuþrek hans aukast. Rannsóknir styðja hins vegar ekki þessa kenningu. Í yfirgripsmikilli könnun vísindamanna við Oxfordháskóla á þátttakendum í Londonmaraþoninu árið 2000 kom í ljós að þeir keppendur sem höfðu stundað kynlíf kvöldið áður voru að meðaltali 5 mínútum fljótari í mark en hinir. Fjölmargar aðrar rannsóknir – sem reyndar hafa aðeins verið gerðar á karlmönnum, sem er merkilegt – hafa leitt í ljós að kynlíf hefur engin slæm áhrif á frammistöðu íþróttamanna nema reyndar ef það er stundað innan við tveimur tímum fyrir keppni. Ég efast um að það sé mikið að gerast í tilviki strákanna. Að vinna Króatíu Svo er það þetta með tilgang lífsins. Að eitthvað sé merkilegra en fótbolti. Hvernig vinnum við Króatíu? Kannski svona: Að strákarnir finni einmitt kraftinn og stuðninginn frá sínum nánustu, konum sínum, börnum og foreldrum. Að þeir þakki þeim alla trúna og hvatninguna með því spila sinn besta leik í lífinu, frá hjartanu. Fyrir þau. Því það er rétt sem Heimir segir. Fjölskyldan er mikilvægari en fótbolti. Frá henni sprettur hún yfirleitt, þessi aukaorka sem allir þurfa, þessi stóra ástæða til að vinna stærstu afrekin. Vonandi er kynlífsbann hjá Króötum.
Ekkert kynlífsbann hjá íslenska liðinu Allavega ekki á meðan konurnar eru ekki komnar, segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. 21. júní 2018 10:41
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar