Órói innan lögreglunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2018 19:50 Mál lögregluþjóns sem ítrekað hefur verið sakaður um kynferðisbrot liggur þungt á mörgum starfsmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn starfar ennþá hjá embættinu en ásakanir á hendur honum leiddu aldrei til ákæru. Að sögn lögreglustjóra þarf eitthvað nýtt að koma fram í málinu svo unnt sé að taka það upp að nýju. Á árunum 2009-2013 var umræddur lögregluþjónn nokkrum sinnum kærður fyrir kynferðisafbrot. Þá hafa þrjár stúlkur stigið fram í fjölmiðlum og greint frá meintu ofbeldi. Málið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu í framhaldi af því að fyrir nokkrum vikum þurfti að kalla eftir aðstoð lögreglu á heimili einnar stúlkunnar. Mannlíf greindi fyrst frá og þá hefur Stundin einnig fjallað um málið. Svo vildi til að rannsóknarlögreglumaðurinn sem sendur var á vettvang var sá sami og stúlkan hafði kært fyrir kynferðisbrot nokkrum árum áður. Annar lögreglumaður var að endingu fenginn í verkefnið eftir að móðir stúlkunnar útskýrði fyrir lögreglu hvernig í pottinn væri búið og tók skýrt fram að hann væri ekki velkominn á heimili mæðgnanna.Aldrei verið ákærður Það hefur sætt gagnrýni að á sínum tíma var manninum ekki vikið frá störfum á meðan rannsókn stóð yfir en starfar ennþá hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu yrði honum vikið frá störfum. Samkvæmt svörum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var það ákvörðun ríkislögreglustjóra að víkja manninum ekki úr starfi og hefur ríkislögreglustjóri gert grein fyrir þeirri ákvörðun opinberlega. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru og maðurinn aldrei verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu, yrði honum vikið frá störfum nú. Lögreglan á Akranesi fór með rannsóknina á sínum tíma þar sem hún beindist að starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Saksóknari lét málið aftur á móti niður falla. Það er nú til skoðunar hjá sérstakri nefnd um eftirlit með lögreglu og eftir því sem fréttastofa kemst næst verður það tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal en sendi þess í stað skriflegt svar.Fréttablaðið/ErnirEitthvað nýtt þurfi að koma fram Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja með það innan lögreglunnar að málið hafi ekki verið tekið fastari tökum strax í upphafi. Þá eru einhverjir uggandi yfir því að hann starfi yfir höfuð ennþá hjá embættinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag en það var Stefán Eiríksson sem var lögreglustjóri þegar umrædd mál voru til rannsóknar. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Sigríður þó að þegar málum sé lokið í rannsókn og þau leiði ekki til ákæru þurfi eitthvað nýtt að koma fram eða líklegt að eitthvað nýtt komi fram til að unnt sé að taka þau upp að nýju. Þá segir hún aðspurð að engar kvartanir hafi borist embættinu vegna umrædds lögreglumanns síðan haustið 2014, hvorki af hálfu starfsmanna lögreglunnar né skjólstæðinga. Lögreglumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Mál lögregluþjóns sem ítrekað hefur verið sakaður um kynferðisbrot liggur þungt á mörgum starfsmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn starfar ennþá hjá embættinu en ásakanir á hendur honum leiddu aldrei til ákæru. Að sögn lögreglustjóra þarf eitthvað nýtt að koma fram í málinu svo unnt sé að taka það upp að nýju. Á árunum 2009-2013 var umræddur lögregluþjónn nokkrum sinnum kærður fyrir kynferðisafbrot. Þá hafa þrjár stúlkur stigið fram í fjölmiðlum og greint frá meintu ofbeldi. Málið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu í framhaldi af því að fyrir nokkrum vikum þurfti að kalla eftir aðstoð lögreglu á heimili einnar stúlkunnar. Mannlíf greindi fyrst frá og þá hefur Stundin einnig fjallað um málið. Svo vildi til að rannsóknarlögreglumaðurinn sem sendur var á vettvang var sá sami og stúlkan hafði kært fyrir kynferðisbrot nokkrum árum áður. Annar lögreglumaður var að endingu fenginn í verkefnið eftir að móðir stúlkunnar útskýrði fyrir lögreglu hvernig í pottinn væri búið og tók skýrt fram að hann væri ekki velkominn á heimili mæðgnanna.Aldrei verið ákærður Það hefur sætt gagnrýni að á sínum tíma var manninum ekki vikið frá störfum á meðan rannsókn stóð yfir en starfar ennþá hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu yrði honum vikið frá störfum. Samkvæmt svörum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var það ákvörðun ríkislögreglustjóra að víkja manninum ekki úr starfi og hefur ríkislögreglustjóri gert grein fyrir þeirri ákvörðun opinberlega. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru og maðurinn aldrei verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu, yrði honum vikið frá störfum nú. Lögreglan á Akranesi fór með rannsóknina á sínum tíma þar sem hún beindist að starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Saksóknari lét málið aftur á móti niður falla. Það er nú til skoðunar hjá sérstakri nefnd um eftirlit með lögreglu og eftir því sem fréttastofa kemst næst verður það tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal en sendi þess í stað skriflegt svar.Fréttablaðið/ErnirEitthvað nýtt þurfi að koma fram Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja með það innan lögreglunnar að málið hafi ekki verið tekið fastari tökum strax í upphafi. Þá eru einhverjir uggandi yfir því að hann starfi yfir höfuð ennþá hjá embættinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag en það var Stefán Eiríksson sem var lögreglustjóri þegar umrædd mál voru til rannsóknar. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Sigríður þó að þegar málum sé lokið í rannsókn og þau leiði ekki til ákæru þurfi eitthvað nýtt að koma fram eða líklegt að eitthvað nýtt komi fram til að unnt sé að taka þau upp að nýju. Þá segir hún aðspurð að engar kvartanir hafi borist embættinu vegna umrædds lögreglumanns síðan haustið 2014, hvorki af hálfu starfsmanna lögreglunnar né skjólstæðinga.
Lögreglumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira