Tollahækkun ESB tekur gildi Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júní 2018 06:29 Jean-Claude Juncker og Donald Trump meðan allt lék í lyndi. Vísir/getty Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. Tollarnir eru svar sambandsins við tollahækkunum Bandaríkjaforseta á evrópskar vörur, sem hann kynnti til sögunnar fyrr á þessu ári. Verðið á evrópsku stáli hækkaði þannig um 25 prósent í Bandaríkjunum og ál um 10 prósent. Frá og með deginum í dag hækkar verðið á vörum á borð við bandarískt viskí, sígarettur, mótorhjól og appelsínusafa í ríkum Evrópusambandsins um 25 prósent. Þá mun verðið á öðrum bandarískum vörum; eins og skóm, fatnaði og þvottavélum, hækka um helming. Tollahækkunin nemur alls um 2,8 milljörðum evra, sem samvarar um 353 milljörðum íslenskra króna. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að þrátt fyrir að tollarnir séu nauðsynlegt andsvar við ákvörðun Bandaríkjanna gangi þeir gegn grunnhugsjón sambandsins og allri sögu þess. „Viðbrögð okkar verða að vera skýr en úthugsð,“ er haft eftir Juncker á vef breska ríkisútvarpsins. Af sömu sökum hafa indversk stjórnvöld einnig hækkað tolla á 29 vörur frá Bandaríkjunum. Meðal þeirra eru vörur úr stáli og áli ásamt fjölda landbúnaðarafurða. Í þeim hópi eru möndlur en Indverjar eru stærstu viðskiptavinir bandarískra möndlubænda. Því er talið að það verði einna helst bændurnir sem muni súpa seyðið af tollastríði stórveldanna. Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Hótar enn hærri tollum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. 19. júní 2018 06:10 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. Tollarnir eru svar sambandsins við tollahækkunum Bandaríkjaforseta á evrópskar vörur, sem hann kynnti til sögunnar fyrr á þessu ári. Verðið á evrópsku stáli hækkaði þannig um 25 prósent í Bandaríkjunum og ál um 10 prósent. Frá og með deginum í dag hækkar verðið á vörum á borð við bandarískt viskí, sígarettur, mótorhjól og appelsínusafa í ríkum Evrópusambandsins um 25 prósent. Þá mun verðið á öðrum bandarískum vörum; eins og skóm, fatnaði og þvottavélum, hækka um helming. Tollahækkunin nemur alls um 2,8 milljörðum evra, sem samvarar um 353 milljörðum íslenskra króna. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að þrátt fyrir að tollarnir séu nauðsynlegt andsvar við ákvörðun Bandaríkjanna gangi þeir gegn grunnhugsjón sambandsins og allri sögu þess. „Viðbrögð okkar verða að vera skýr en úthugsð,“ er haft eftir Juncker á vef breska ríkisútvarpsins. Af sömu sökum hafa indversk stjórnvöld einnig hækkað tolla á 29 vörur frá Bandaríkjunum. Meðal þeirra eru vörur úr stáli og áli ásamt fjölda landbúnaðarafurða. Í þeim hópi eru möndlur en Indverjar eru stærstu viðskiptavinir bandarískra möndlubænda. Því er talið að það verði einna helst bændurnir sem muni súpa seyðið af tollastríði stórveldanna.
Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Hótar enn hærri tollum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. 19. júní 2018 06:10 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48
Hótar enn hærri tollum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. 19. júní 2018 06:10
Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00
Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06