Fóru ekki að lögum um Landspítala Sveinn Arnarsson skrifar 22. júní 2018 06:00 Nýr ráðherra ætlar að setja á laggirnar ráðgjafarnefnd fyrir vikulok. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Níu manna ráðgjafarnefnd Landspítala, sem á að vera stjórn spítalans til samráðs og stuðnings í stefnumótun og almennu starfi hans, hefur ekki verið starfandi síðan 2011 þrátt fyrir skýr fyrirmæli um það í lögum um heilbrigðisþjónustu. Fyrri heilbrigðisráðherrar hafa trassað að skipa í nefndina. Í lögum um heilbrigðisþjónustu er skýrt kveðið á um að ráðherra heilbrigðismála skuli skipa þessa níu manna nefnd til fjögurra ára í senn. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans. Svandís Svavarsdóttir, núverandi heilbrigðisráðherra, hefur í hyggju að endurvekja nefndina og mun skipa í hana innan fárra daga. „Það er dýrmætt fyrir spítalann að geta sótt þekkingu og stuðning sem víðast í samfélaginu. Ráðgjafarráðið var í lögum hugsað til þess og mikilvægt að setja það á stofn í samræmi við lög. Ég vænti þess að spítalinn njóti góðs af því, ekki síst í stefnumótun sinni,“ segir Svandís. Þetta ákvæði var sett í lög árið 2007 og í framhaldinu var sett á laggirnar nefnd til fjögurra ára undir formennsku Ingibjargar Pálmadóttur. Sú nefndarskipan rann út 25. október 2011. Því hafa Guðbjartur Hannesson, Kristján Þór Júlíusson og Óttarr Proppé ekki skipað í þessa nefnd þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í lögum. Samkvæmt lögum um Landspítala skal forstjóri spítalans í samráði við formann nefndar boða til upplýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir, minnst tvisvar á ári. Ljóst er að slíkir fundir hafa ekki verið haldnir í áraraðir. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala og fyrrverandi aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar heilbrigðisráðherra, segir nefndina geta verið mikilvæga fyrir spítalann. „Ég held að þetta gæti komið sér vel og væri spítalanum til hagsbóta að hafa slíkt aðhald og stuðning utan frá. Því þætti okkur gott að þessi nefnd kæmist aftur á laggirnar,“ segir Anna SigrúnÚr 20. gr. laga um heilbrigðisþjónustu (40/2007) Ráðherra skal skipa níu manns og jafnmarga til vara í ráðgjafarnefnd Landspítala til fjögurra ára í senn. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans. Skal nefndin m.a. fjalla um árlegar starfs- og fjárhagsáætlanir spítalans og langtímastefnu hans. Nefndin skal m.a. skipuð fulltrúum notenda þjónustu spítalans. Formaður skal í samráði við forstjóra boða til upplýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir og eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Níu manna ráðgjafarnefnd Landspítala, sem á að vera stjórn spítalans til samráðs og stuðnings í stefnumótun og almennu starfi hans, hefur ekki verið starfandi síðan 2011 þrátt fyrir skýr fyrirmæli um það í lögum um heilbrigðisþjónustu. Fyrri heilbrigðisráðherrar hafa trassað að skipa í nefndina. Í lögum um heilbrigðisþjónustu er skýrt kveðið á um að ráðherra heilbrigðismála skuli skipa þessa níu manna nefnd til fjögurra ára í senn. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans. Svandís Svavarsdóttir, núverandi heilbrigðisráðherra, hefur í hyggju að endurvekja nefndina og mun skipa í hana innan fárra daga. „Það er dýrmætt fyrir spítalann að geta sótt þekkingu og stuðning sem víðast í samfélaginu. Ráðgjafarráðið var í lögum hugsað til þess og mikilvægt að setja það á stofn í samræmi við lög. Ég vænti þess að spítalinn njóti góðs af því, ekki síst í stefnumótun sinni,“ segir Svandís. Þetta ákvæði var sett í lög árið 2007 og í framhaldinu var sett á laggirnar nefnd til fjögurra ára undir formennsku Ingibjargar Pálmadóttur. Sú nefndarskipan rann út 25. október 2011. Því hafa Guðbjartur Hannesson, Kristján Þór Júlíusson og Óttarr Proppé ekki skipað í þessa nefnd þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í lögum. Samkvæmt lögum um Landspítala skal forstjóri spítalans í samráði við formann nefndar boða til upplýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir, minnst tvisvar á ári. Ljóst er að slíkir fundir hafa ekki verið haldnir í áraraðir. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala og fyrrverandi aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar heilbrigðisráðherra, segir nefndina geta verið mikilvæga fyrir spítalann. „Ég held að þetta gæti komið sér vel og væri spítalanum til hagsbóta að hafa slíkt aðhald og stuðning utan frá. Því þætti okkur gott að þessi nefnd kæmist aftur á laggirnar,“ segir Anna SigrúnÚr 20. gr. laga um heilbrigðisþjónustu (40/2007) Ráðherra skal skipa níu manns og jafnmarga til vara í ráðgjafarnefnd Landspítala til fjögurra ára í senn. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans. Skal nefndin m.a. fjalla um árlegar starfs- og fjárhagsáætlanir spítalans og langtímastefnu hans. Nefndin skal m.a. skipuð fulltrúum notenda þjónustu spítalans. Formaður skal í samráði við forstjóra boða til upplýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir og eigi sjaldnar en tvisvar á ári.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira